Fréttablaðið - 02.02.2016, Qupperneq 24
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
S
uzuki Vitara kom af
nýrri kynslóð á síð-
asta ári og er sem
fyrr ári vel heppnað-
ur jepplingur, enda úr
smiðju framleiðanda
sem ekki smíðar nema
afar trausta og vandaða bíla,
flesta fremur smáa. Nú er komin
ný gerð þessa bíls, Suzuki Vit-
ara S með afar sprækri en lítilli
vél. Þessi vél er 1,4 lítrar, brennir
bensíni og skilar 140 hestöfl-
um með aðstoð góðrar forþjöppu.
Þar sem þessi netti jepplingur
er aðeins 1.235 kíló er hann afar
skemmtilegur bíll með þessari
vél og sportlegur í akstri. Þegar
sest var upp í bílinn fyrsta sinni
og lagt af stað breiddist ánægju-
svipur yfir andlit ökumanns því
viljugur er þessi fákur og tilbú-
inn að leika sér. Helsta ástæða
þess er það aukaafl sem forþjapp-
an gefur þessari vél þó sprengi-
rýmið sé lítið.
Togið 41% meira en minni eyðsla
Vélin er 0,2 lítrum minni en í
hefðbundinni gerð Vitara en samt
togar hún 41% meira, er 20 hest-
öflum öflugri, en eyðir samt örlít-
ið minna. Hér er kannski komin
ein albesta birtingarmynd á notk-
un forþjappa í bíla og nær allir
framleiðendur eru einmitt að for-
þjöppuvæða flesta bíla sína og
í leiðinni að auka afl þeirra en
minnka eyðslu. Ekki skemm-
ir það fyrir að Vitara léttist um
heil 420 kíló á milli kynslóða,
en hann minnkaði reyndar örlít-
ið einnig. Með þessari litlu vél
er bíllinn orðinn enn léttari og
munar þar 60 kílóum. Því er hér
kominn einn alléttasti jeppling-
ur sem í boði er og eyðsla hans
endurspeglar það, en hann eyðir
5,5 lítrum í blönduðum akstri. Í
reynsluakstrinum, sem oft var
reyndar með sprækasta móti
reyndist hann eyða um 7,5 lítrum
og sá akstur var allur innan borg-
armarkanna. Því er hér á ferð
sparibaukur sem engu að síður
er fær um að takast á við nokkra
ófærð. Annað skemmtilegt við
Vitara S umfram grunngerðina
er að hann er stífari á fjöðrun-
inni og enn má herða á henni með
sportstillingu. Hann er að auki
með næmari í stýri og úr verð-
ur bíll sem minnir á sportlegan
fólksbíl.
Minnir á Suzuki Swift Sport
Það var ekki frá því við akstur
Vitara S að annars skemmti-
legs bíls Suzuki mætti líkja við
hann, þ.e. Suzuki Swift Sport. Sá
er einn skemmtilegasti litli bíll
sem kaupa má og snaggaralegar
hreyfingar hans og sportleg ein-
kenni komu einnig í ljós í þessum
jepplingi. Reynsluakstursbíllinn
var með 6 þrepa sjálfskiptingu og
hún passar þessari vél fullkom-
lega og skilar afli hennar ávallt
vel. Þetta samband vélar og
skiptingar er eins og gott hjóna-
band, en þó gætir samt tilhlökk-
unar að prófa þennan bíl með
beinskiptingu og þá ætti engu að
leiðast heldur. Þrátt fyrir frem-
ur stífa fjöðrun étur Vitara S vel
upp allar ójöfnur og hraðahindr-
anir og víst er að þessi bíll liggur
vel á vegi. Allgrip fjórhjóladrif-
SkemmtilegaSta útgáfan af tryggum
jepplingi Sem nú er af nýrri kynSlóð
Með frábærri nýrri og öflugri vél, meiri búnaði og flottari innréttingu er hér kominn mest aðlaðandi
útfærsla þessarar nýju kynslóðar Vitara og hún býðst á flottu verði. Er ekki nema 1.235 kíló.
Suzuki Vitara S í sínu rétta umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1,4 bensínvél, 140 hestöfl
fjórhjóladrif
eyðsla 5,5 l/100 km
í blönduðum akstri
Mengun 128 g/km CO2
hröðun 10,2 sek.
hámarkshraði 200 km/klst.
verð 4.980.000 kr.
Umboð Suzuki
l Skottrými
l Efnisval innréttingar
l Vél
l Aksturseiginleikar
l Búnaður
l Verð
Suzuki vitara
Bílar
Fréttablaðið
6 2. febrúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
5
-D
3
F
4
1
8
5
5
-D
2
B
8
1
8
5
5
-D
1
7
C
1
8
5
5
-D
0
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K