Fréttablaðið - 02.02.2016, Síða 38
þetta er þátttöku-
verk sem gerir
almenningi kleift að setja
mark sitt á Hörpu um stund,
það getur farið Hvernig sem
er.
Ég hvet sem flesta til að byrja hátíðina fyrir utan Hörpu á fimmtudaginn klukkan 19.30, á Slettireku sem er leikjaskotið ljósaverk,“ segir Karen
María hjá Höfuðborgarstofu. Hún
segir Slettireku þannig að hver og
einn geti leikið sér að því að velja
liti og form til að sletta á hjúp tón
listarhússins ef þeir hlaði niður til
tekinni vefsíðu. En ef allir gera það í
einu, hvað þá? „Það er XFaktorinn í
verkinu, þetta er þátttökuverk sem
gerir almenningi kleift að setja mark
sitt á Hörpu um stund, það getur farið
hvernig sem er,“ segir Karen María
létt í bragði. „Strax í kjölfar þess við
burðar byrjar snjóbrettabrun á
Arnarhóli því búið verður að útbúa
stökkpall úr snjó ofan úr Bláfjöllum.
„Þangað má fólk koma með brettin
sín og taka salíbunu, það verða plötu
snúðar, ljós og fleira flott.“
Á Vetrarhátíðinni í ár er úr um 150
viðburðum að velja. Höfuðborgar
stofa sér um utanumhald hennar
en öll sveitarfélögin á höfuðborgar
svæðinu eru með. Til dæmis taka hátt
í 40 söfn á öllu svæðinu þátt í Safna
nótt á föstudagskvöld milli klukkan
19 og miðnættis, að sögn Karenar
Maríu. „Við erum að varpa ljósi á það
magnaða starf sem söfnin standa fyrir
og minna okkur á hversu fjölbreytt
það er og mikilvægt okkar samfélagi,
enda eru söfn oft í næsta nágrenni
við heimili okkar. Það er fegurðin við
Safnanótt. Ef fólk vill komast hratt á
milli safna þá er Strætó með sérstakt
leiðakerfi þetta kvöld sem gerir fólki
kleift að komast frítt frá einu safni til
annars.“
Á laugardagskvöld er Sundlauga
nótt og taka níu laugar þátt í henni
með ólíkri dagskrá, jóga, póló, kór
gjörninga, gufubað og fleira, að sögn
Karenar Maríu. Hún hvetur fólk til að
prófa aðrar laugar en það fer í dags
daglega, jafnvel í nágrannasveitar
félaginu og hitta nýtt fólk í heita
pottinum. „Að vera í sundlaug að vetri
til úti í myrkrinu, oft með stjörnu
bjartan himin og jafnvel norðurljós
líka er óviðjafnanlegt,“ bendir hún á.
„Ég get ekki geta lofað norðurljósum
en er búin að dansa norðurljósadans
síðustu daga til að reyna að kalla þau
fram,“ segir hún hlæjandi.
Í Bláfjöllum verður á sunnudaginn
boðið upp á frían aðgang fyrir 15 ára
og yngri. Þar verður tónlist og fleira
til skemmtunar. „Allt viðburðir sem
eru til þess gerðir að að njóta samveru
með fjölskyldu og vinum.“
gun@frettabladid.is
Er búin að dansa norðurljósadans síðustu daga
„Við erum að varpa ljósi á það magnaða starf sem söfnin standa fyrir og minna
okkur á hversu fjölbreytt það er og mikilvægt okkar samfélagi,“ segir Karen María.
Fréttablaðið/Ernir
TónlisT
sinfóníutónleikar
HHHH
sinfóníuhljómsveit Íslands flutti
verk eftir Rolf Wallin, Hauk
Tómasson, Áskel Másson og Þórð
Magnússon. Einleikarar: Melkorka
ólafsdóttir og Víkingur Heiðar
ólafsson. Tónleikarnir voru hluti af
Myrkum músíkdögum.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason.
Eldborg í Hörpu
Fimmtudaginn 28. janúar.
Áskell Másson átti fyrsta verkið á
dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands
á Myrkum músíkdögum á fimmtu
dagskvöldið. Það bar nafnið Gullský.
Titillinn er innblásinn af samnefndri
ritgerð Einars Benediktssonar um
svokölluð Glitský sem hann sá á ferð
sinni um Melrakkasléttu. Í verki sínu
leitast Áskell við að skapa tónræn
ský á sífelldri hreyfingu. Tónmálið
er hrátt og mikið um fíngerðar nótur
á efsta sviði skalans.
Gullský er einleikskonsert fyrir
flautu og var Melkorka Ólafsdóttir
einleikarinn. Flautuparturinn var
annarsheimslegur, enn meira fyrir
þær sakir að tónskáldið óf hörpu
tóna inn í hann af mikilli list. Það
var falleg framvinda í músíkinni og
mörg sterk augnablik. Áhrifamikið
var þegar stöðugur taktur byrjaði í
sellóunum. Hann skapaði magnað
drama. Í það heila var djúp ljóðræna
yfir öllu verkinu sem var einstaklega
hrífandi. Hljómsveitarstjórn Daníels
Bjarnasonar var örugg, og einleikur
Melkorku var vandaður. Hann var
fullur af fagurlega mótuðum blæ
brigðum sem hittu beint í mark.
Annar einleikskonsert var frum
fluttur á tónleikunum, píanókonsert
eftir Þórð Magnússon. Konsertinn
var hefðbundinn. Fyrsti kaflinn var í
svokölluðu sónötuformi. Annar kafl
inn var hægur en sá síðasti rondó, þ.e.
hringdans þar sem sama stefið var
endurtekið með reglulegu millibili.
Tónmálið var í nýklassískum stíl þar
sem skuggarnir af Ravel, Prokofiev
og Stravinskí voru ekki langt undan.
Atburðarrásin í tónlistinni var eðli
leg og flæðandi. Mismunandi hlutar
konsertsins samsvöruðu sér prýði
lega við heildina. Óneitanlega var
hann vel útsettur fyrir hljómsveitina.
Ólíkir hljóðfærahópar fengu allir sín
hlutverk og það var sterk heildar
mynd á hljómsveitarröddinni.
Píanórullan var líka glæsilega
skrifuð, möguleikar hljóðfærisins
voru ágætlega nýttir. Víkingur Heiðar
Ólafsson lék á píanóið og gerði það af
fagmennsku, ýmist grípandi snerpu
eða hástemmdri mýkt.
Eins og áður sagði brá fyrir skugg
um af gengnum tónskáldum í kons
ertinum. Þórður hefur greinilega sótt
innblástur í smiðju gömlu meistar
anna. Stundum brá fyrir frumleika,
eins og t.d. í upphafinu að öðrum
kaflanum, sem var áleitinn og fallega
hrjúfur. En maður saknaði þess að
heyra ekki meira í rödd Þórðar sjálfs.
Hver er hún eiginlega? Konsertinn er
frábært handverk, en maður vill eitt
hvað meira á svona tónleikum.
Tvær aðrar tónsmíðar voru leiknar
á tónleikunum. Önnur var gamalt
stykki eftir Hauk Tómasson, sem
kom vel út. Hin var Act eftir Rolf
Wallin, sérdeilis flott verk með svo
djörfum tilþrifum og ofsafengnum
hápunktum að maður leitaði ósjálf
rátt eftir sætisólum til að spenna sig
fastan. Jónas Sen
niðuRsTaða: Tveir athyglisverðir
einleikskonsertar voru frumfluttir á
tónleikunum og einleikararnir fóru á
kostum.
Gullin ský og skuggar á Myrkum
Víkingur Heiðar Ólafsson flutti píanókonsert eftir Þórð Magnússon.
Fréttablaðið/GVa
fjögurra daga vetrarhátíð verður haldin á höfuðborgar-
svæðinu frá 4. til 7. febrúar. meginstoðir hennar eru safnanótt,
sundlauganótt, snjófögnuður og ljósalist. karen maría jóns-
dóttir, viðburðastjóri hjá Höfuðborgarstofu, segir okkur meira.
Höfundakvöld
í Norræna húsinu
2. Febrúar kl. 19:30
Veitingastaðurinn Aalto bistro selur
veitingar fyrir viðburðinn og í hléi.
Gaute Heivoll (1978) kemur fram á höfundakvöldi í Norræna
húsinu 2. febrúar kl. 19:30. Hann er norskur rithöfundur
sem gaf út sína fyrstu bók árið 2002. Heivoll skrifar jafnt
skáldsögur, ljóð, smásögur og barnabækur. Árið 2011
kom út í íslenskri þýðingu verðlauna bók hans Meðan enn
er glóð og vakti samstundis athygli, lesenda jafnt sem
gagnrýnenda. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sturlugata 5, 101 Reykjavík
Tel: 5517030, www.nordichouse.is
5. apríl Susanna Alakoski (SE)
3. maí Mari Jungstedt &
Ruben Eliassen (SE/NO)
Höfundakvöld Norræna hússins 2016
2. febrúar Gaute Heivoll (NO)
1. mars Åsne Seierstad (NO)
2 . f E b R ú a R 2 0 1 6 Þ R i ð J u D a G u R20 M E n n i n G ∙ f R É T T a b l a ð i ð
menning
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
5
-C
F
0
4
1
8
5
5
-C
D
C
8
1
8
5
5
-C
C
8
C
1
8
5
5
-C
B
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K