Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.11.2014, Blaðsíða 36
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 16 4. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR Sergio Marchionne, forstjóri Fiat- samsteypunnar, jók við hluta- bréfaeign sína í Fiat og keypti bréf fyrir 406 milljónir króna. Hann á nú hluti að virði 1,06 milljarða króna í félaginu sem nemur 0,42 af heildarhlutabréfaeigninni. Í ráðningarsamningi forstjórans eru ákvæði um aukið eignarhald hans og er það hluti af launasamningi Marchionne. Með þessum kaupum vill Marchionne sýna að áætl- anir hans um mikla stækkun fyrirtækisins á næstu árum séu raunhæfar. Margir hafa efast um þessi áform forstjórans og telja þau óraunhæf. Þessi gerningur hans sýnir þó að hann er sjálfur sannfærður um hraðan vöxt Fiat og fyrir það mun hann hagnast eða blæða eftir genginu á næstu árum. Gengi bréfa í Fiat stendur nú í um 10 evrum á hlut, en kaup- verðið á þessum nýju hlutbréfum hans var mun lægra eða 7,7 evrur. Það má því ýmislegt ganga á til þess að þessi  árfesting hans beri ekki ávöxt. Fiat er eins og kunnugt er eigandi bandaríska bílaframleiðandans Chrysler og ber starfsemi hans uppi hagnað Fiat-samstæðunnar. Forstjóri Fiat eykur eigið eignarhald í Fiat Næststærsti markaður fyrir Sprinter-sendibíla frá Merc edes Benz er í Bandaríkjunum. Það er ef til vill undarlegt í ljósi þess að þeir eru nú smíðaðir í Þýskalandi en teknir að hluta til í sundur aftur og settir saman í Ladson í S-Karólínuríki. Þessi aðferð er æði kostnaðarsöm og því sér Mercedes Benz tækifæri til að framleiða bílana þar að fullu. Með því ættu bílarnir að lækka í verði og verða enn samkeppnisfærari við banda- ríska sendibíla sem þeir keppa við vestanhafs. Nú eru Sprinter-sendibílar framleiddir á tveim- ur stöðum í Þýskalandi og framleiðir verksmiðja þeirra í Düsseldorf 150.000 bíla á ári og verk- smiðjan í Ludwigsfelde framleiðir 50.000 bíla á ári. Á tímabili voru Mercedes Benz Sprinter-sendi- bílar seldir undir merkjum Dodge, en það sam- starf hefur nú runnið sitt skeið. Mercedes Benz ætlar að smíða Sprinter-sendibíla í Bandaríkjunum Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt sex milljónasta Hybrid-bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Ís- landi. Nú hefur Toyota tilkynnt að sjö milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema níu mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid-bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus-bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldar í Bandaríkjunum og eru 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljóna hybrid-bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu hybrid-bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en hóf ekki sölu hybrid-bíla utan heimalandsins fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus hybrid-bíla, en margar þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir hybrid-bíla í sölu. Nýjasta gerð hybrid-bíla fram- leiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hér- lendis. Toyota seldi 4 milljónasta hybrid-bílinn í apríl árið 2012 og náði fi mm milljóna bíla sölu ellefu mánuðum síðar. Toyota búið að selja 7 milljónir hybrid-bíla Fiat 500 Mercedes Benz Sprinter- sendibílar af ýmsum stærðum Toyota Prius á heiðurinn af 67% sölu allra hybrid-bíla Toyota. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: Taktu Krók á leiðarenda á þinni leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.