Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Þriðjudagur
12
Í þúsundir ára hafa frum-byggjar frá Mexíkó notað plöntukjarna til þess að lina og lækna verki og þjáningar. Sore No More er náttúrulegt og fljótvirkt verkjastillandi gel sem er án alkóhóls, kemískra íblöndunarefna, rotvarnar-efna og parabena. Sore No More hita- eða kæligel henta einstaklega vel til þess að lina líkamlega verki og eymsli.
VERKURINN SNARMINNK-AÐI MEÐ SORE NO MOREÍna Jóhannsdóttir lenti í bílslysi árið 2010 og slasaðist á baki. „Í kjöl-farið hef ég fundið fyrir verkjum í baki sem eru til staðar oftar en ekki og inn-taka verkjalyfja hefur ekki gagnast mér neitt. Ég pruf-aði Sore No More-kulda-kremið núna í sumar og þetta krem hefur algjörlega bjargað mér. Á morgnana og eftir langan vinnudag er þetta krem hrein snilldV
VIRKAR STRAX Á VERKI OG EYMSLIGENGUR VEL KYNNIR Sore No More, náttúrulegt og fljótvirkt verkjastillandi
gel sem hentar einstaklega vel til þess að lina þráláta verki og eymsli.
HEFUR REYNST MJÖG VEL
Ína Jóhannsdóttir lenti í bílslysi árið 2010 og hefur síðan glímt við verki í baki. Eftir að hún fór að nota Sore No More-kælikremið hefur verkurinn snarminnkað.
MYND/GVA
HÚSRÁÐ VIÐ EYRNABÓLGUEyrnabólga er æði algeng bæði meðal ungbarna
og fullorðinna. Gamalt húsráð sem hefur reynst
mörgum vel er að skera niður venjulegan lauk, vefja
honum í grisju og leggja við höfuðið á bak við eyrun.
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
For Womengegn sveppasýkingu,bakteríusýkinguog þvagfærasýkingu
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Góð melting styrkir ónæmiskerfiðStjórnaðu bakteríu-flórunni með OptiBac
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Nýtt námskeið hefst 26. október 1. nóvember
FJÁRÖFLÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2014
Papco hefur í þrjátíu ár fram-leitt íslenskan hreinlætis-pappír fyrir íslensk heimili
og fyrirtæki. Á þessum þremur ára-
tugum hefur fyrirtækið lagt mikið
upp úr vöruþróun og hefur að leið-
arljósi að ná fram bestu gæðum á
hagkvæman og umhverfisvænan
hátt,“ segir Halldór Steingrímsson,
sölufulltrúi á styrktarsviði Papco,
en hjá fyrirtækinu öllu starfa fjöru-
tíu starfsmenn.
Fjölbreytt fjáröflun
Það er rammíslensk hefð að
íþróttafélög, kórar og aðrir hópar
selji klósettpappír til fjáröflun-
ar og þar kemur Papco sterkt inn.
„Við höfum reynt að hjálpa hópum
að ná markmiðum sínum,“ segir
Halldór en Papco býður upp á
Ekki bara bestir á bossannPapco hefur áratuga reynslu af fjáröflunum og býður upp á fjölbreytt öruúrval. Allt frá salernis- og eldhúsrúllum til sniðugra heimilispakka, harðfisks, sælgætis og jólapappírs.
Kynningarblað
2 SÉRBLÖÐ
Fjáröflun | Fólk
Sími: 512 5000
18. nóvember 2014
271. tölublað 14. árgangur
MENNING Útlenski dreng-
urinn er bráðskemmtileg og
frumleg leiksýning. 18
SPORT Eygló Ósk með níu
gull og sex Íslandsmet á ÍM
í sundi um helgina. 22
EINFALT
AÐ SKILA
EÐA SKIPTA
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
SKOÐUN Katrín Jakobsdóttir
segir hækkun á mat og menn-
ingu illa ígrundaða. 12
LÍFIÐ Vill að Ísland verði
markaðssett sem verslunar-
land. 26
HEILBRIGÐISMÁL „Við teljum að
það verði að vera tilgangur svona
löggjafar að sjá til þess að ferlið
gangi til enda eins og til er stofnað
eins oft og mögulegt er en án þess
þó að gefa afslátt af því að rétt-
ur staðgöngumóðurinnar sé virt-
ur og réttindi barnsins séu höfð
að leiðar ljósi,“ segir Dögg Páls-
dóttir, lögfræðingur og formað-
ur starfshóps sem hefur útbúið
frumvarp um staðgöngumæðrun
í velgjörðarskyni. Í frumvarp-
inu kemur fram að markmiðið
sé að stuðla að vandaðri fram-
kvæmd staðgöngumæðrunar í
velgjörðar skyni, tryggja hag og
réttindi barnsins, rétt, sjálfræði
og velferð staðgöngumóðurinnar
og farsæla aðkomu hinna væntan-
legu foreldra.
Bæði staðgöngumóðir og hinir
væntanlegu foreldrar þurfa að
uppfylla ströng skilyrði til að
mega gangast undir ferlið. For-
eldrarnir mega til að mynda
ekki geta af læknisfræðilegum
ástæðum eignast barn eða líf-
fræðilegar ástæður útiloka með-
göngu. Þannig er opnað fyrir að
samkynhneigðir karlmenn geti
nýtt sér úrræðið, en þingsálykt-
unartillagan sem varð kveikjan
að frumvarpinu gerði ráð fyrir
að það yrði afmarkað við konur
sem ekki gætu eignast börn. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
taldi hópurinn sig ekki geta farið
að þeim vilja Alþingis í ljósi jafn-
ræðisreglu stjórnarskrár.
Staðgöngumæðrun í hagnaðar-
skyni er óheimil en heimilt er að
endurgreiða staðgöngumóðurinni
útlagðan kostnað. Brot gegn lög-
unum varða sektum að lágmarki
500 þúsund krónur eða fangelsi
allt að þremur árum.
Frumvarpið var kynnt í vel-
ferðarnefnd í gær og fer í form-
legt umsagnarferli í vikunni. Það
verður samkvæmt upplýsingum úr
heilbrigðisráðuneytinu lagt fram á
þingi í janúar 2015. - fbj / sjá síðu 6
Samkynhneigðir karlar geti
nýtt sér staðgöngumæðrun
Tilbúið frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni var kynnt í velferðarnefnd í gær. Ströng skilyrði fyrir
bæði staðgöngumóður og verðandi foreldra. Samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að nýta úrræðið.
➜ Skylt er að skýra barni
sem fætt hefur verið af stað-
göngumóður frá því, jafnan
eigi síðar en við sex ára aldur.
Bolungarvík 6° SA 7
Akureyri 4° S 5
Egilsstaðir 3° S 4
Kirkjubæjarkl. 5° NA 5
Reykjavík 7° SA 8
Strekkingur S- og V-lands en hægari
annars. Bjart N- og NA-til en væta S- og
V-til. Hiti um frostmark inn til landsins
NA-til en 4-9 stig S- og V-lands. 4
HEILBRIGÐISMÁL „Á þessu eina og
hálfa ári hafa átta ungmenni sem
höfðu glímt við vímuefnafíkn
dáið. Hvort sem þau hafa látist
á beinan eða óbeinan hátt út af
neyslu þá eru þetta allt ungmenni
sem hafa verið í neyslu,“ segir
Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn
stofnenda samtakanna Olnboga-
barna.
Markmið Olnbogabarna er að
styðja við aðstandendur barna í
fíkniefnaneyslu og þrýsta á um
lausnir við yfirvöld.
„Það verður eitthvað að breyt-
ast,“ segir Sigurbjörg sem kveð-
ur forsvarsmenn Olnbogabarna
hafa rætt við marga ráðamenn
og mætt velvild víða en lítið vera
um lausnir. Hugsanlega séu þó
einhver ný úrræði í farvatninu.
„Það þarf sértæk úrræði, fyrst
og fremst þarf að einstaklings-
miða úrræðin. Við eigum ekki að
sníða einstaklinginn inn í kassann
heldur þurfum við að sníða kassa
utan um alla einstaklinga,“ segir
Sigurbjörg. Erfitt sé að horfa upp
á þann fjölda ungra fíkla sem láti
lífið árlega. Aðstandendur rekist á
veggi víða og erfitt sé að fá aðstoð
við hæfi.
Ástríður Rán Erlendsdóttir var
eitt þeirra átta ungmenna sem lát-
ist hafa undanfarið eitt og hálft ár.
Hún var aðeins 22 ára þegar hún
stytti sér aldur á Vogi eftir harða
baráttu við vímuefnafíkn. Í viðtali
við Fréttablaðið á dögunum lýsti
móðir Ástríðar því hversu miklu
máli skipti að úrræðin væru til
staðar þegar fíklar væru móttæki-
legir fyrir að nýta þau. „Nokkrum
dögum seinna þegar pláss losnar
er bara búið að redda sér meira og
löngunin farin,“ sagði móðirin.
- vh / sjá síðu 8
Meðlimur Olnbogabarna segir algjört úrræðaleysi ríkja vegna ungra fíkla:
Átta látnir á einu og hálfu ári
Það
verður
eitthvað að
breytast.
Sigurbjörg Sigurðar-
dóttir, einn stofn-
enda samtakanna
Olnbogabarna
23 þrælar á Íslandi
Samkvæmt nýrri skýrslu er talið að
um 36 milljónum manna sé haldið
sem þrælum. Þar af er áætlað að 23
þrælar séu í Íslandi. 10
Mætum veik í vinnuna Ungt fólk er
líklegra til að mæta veikt í vinnuna en
þeir sem eldri eru. Margir vinna heima
í eigin veikindum eða veikindum barna
sinna. 4
Evrópubúar í hryðjuverkum Svo
virðist sem vígamennirnir í Íslamska
ríkinu geri sér far um að sýna
Evrópumenn á myndböndum, þar sem
samtökin stæra sig af voðaverkum, í
von um að vekja þá ímynd að IS séu
orðin breið alþjóðahreyfing. 6
SIGURSTUND Seljaskóli bar sigur úr býtum í hæfi leikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Skrekk. Þetta er í annað sinn sem Seljaskóli vinnur keppnina en það gerðist einnig
árið 2010. Hlíðaskóli hreppti annað sætið og sigurvegari síðasta árs, Langholtsskóli, endaði í þriðja sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN