Fréttablaðið - 18.11.2014, Qupperneq 2
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þegar stærsta
sveitarfélagið þarf að skerða þjón-
ustu og auka álögur um tæpan millj-
arð á ári þá er ljóst að svæðið allt,
sem stendur verst allra, mun veikj-
ast enn frekar. Þess vegna verður
að grípa til ráðstafana,“ segir Odd-
ný G. Harðardótt ir, þingmaður Sam-
fylk ing ar innar og fyrsti flutn ings-
maður þings álykt un ar til lögu um
eflingu atvinnu og samfélags á Suð-
urnesjum.
Að tillögunni standa 10 þingmenn
stjórnarandstöðunnar og leggja til
að stofna starfshóp í krafti fimm
ráðuneyta sem vinni tímasetta
aðgerðaáætlun um hvernig efla
megi atvinnulíf og samfélag á Suð-
urnesjum.
Oddný telur blasa við að vandi
sveitarfélaganna á Suðurnesj-
um, sérstaklega Reykjanesbæj-
ar, kalli á viðbrögð frá ríkisvald-
inu. „Það eru samverkandi þættir
sem valda þessum vanda. Herinn
fór og hrunið. Íbúafjölgunin var
mikil fyrir hrun, og svo óskynsam-
legar ákvarðanir í fjármálum, svo
fátt eitt sé talið. Þegar þetta leggst
saman verður þetta allt frekar
dapurlegt,“ segir Oddný. Hún vill
sjá aðgerðir í félagsmálum – sér-
staklega málefnum barna. Styrkja
þurfi mennta- og heilbrigðisstofnan-
ir. Sértæk verkefni í atvinnumálum
koma til greina, og ekki síst aðgerð-
ir fyrir atvinnuleitendur og öryrkja.
„Aðstoð vegna nauðsynlegra fram-
kvæmda við Helguvíkurhöfn vegna
kísilvers og færsla Landhelgisgæsl-
unnar og innanlandsflugsins myndi
t.d. styrkja svæðið mikið,“ segir
Oddný en í greinargerð þingmann-
anna tíu er tilefni tillögunnar rakið
í löngu máli, sem setur fjárhags-
stöðu Reykjanesbæjar og skuldaað-
gerðirnar í samhengi við fjölþættan
vanda sem sveitarfélögin hafa glímt
við um árabil.
Eins og komið hefur fram skuldar
Reykjanesbær 40 milljarða króna og
er skuldsettasta sveitarfélag lands-
ins. Vegna þessa neyðast bæjaryfir-
völd til að hrinda aðgerðaáætlun af
stokkunum – sem nefnd hefur verið
Sóknin.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, hefur sagt í
fjölmiðlum að bæjaryfirvöld horfi
fram á að þurfa ganga í „alls konar
erfiðar aðgerðir“. svavar@frettabladid.is
Skuldir draga mátt úr
veikum Suðurnesjum
Tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að ríkið grípi til aðgerða til að hjálpa
Suðurnesjamönnum við að efla samfélagið. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar bætir
gráu ofan á svart á því landsvæði þar sem vandi almennings er áberandi mestur.
Í greinargerð tillögunnar er eftirfarandi rakið:
■ Íbúum fjölgaði um 34% árin 200-2009– mest í Reykjanesbæ.
■ Á Ásbrú, fyrrverandi varnarsvæði, fluttu margir námsmenn með litlar
tekjur sem kalla á „þjónustu af hálfu sveitarfélagsins í öfugu hlutfalli
við útsvarstekjur“.
■ Nauðungarsölum fer enn fjölgandi.
■ Atvinnuleysi hefur minnkað mikið en er enn mest á landsvísu. Prósentu-
lækkun tengist að hluta því að bótatímabil var stytt.
■ Menntunarstigið á Suðurnesjum er hlutfallslega lægra en á öðrum
svæðum landsins.
■ Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hefur aukist verulega undanfarin ár og
margir íbúar glíma við slæmar afleiðingar langtímaatvinnuleysis.
■ Mörg börn búa við fátækt og hlutfallslega fleiri en á landinu í heild.
■ Bág fjárhagsstaða sveitarfélaga er líkleg til að bitna á þjónustu við börn
– sérstaklega í Reykjanesbæ.
■ Suðurnesin skera sig úr varðandi fjölda öryrkja, eða 10% á aldrinum
16-66 ára.
■ Hlutfall heimila í vanskilum er hæst á Suðurnesjum eða 17% íbúa yfir
18 ára aldri.
■ 40% af eignum Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum– flestar standa auðar.
■ Á tímabilinu 2009 til 2013 hafa 329 fyrirtæki á Suðurnesjum orðið
gjaldþrota.
Vandi Suðurnesjamanna í hnotskurn
REYKJANESBÆR Á Suðurnesjum búa um 22.000 manns í fimm sveitarfélögum, þar af 14.500 í Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL „Að okkar mati erum við ekki
að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvald-
inu,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formað-
ur samninganefndar Læknafélags Íslands.
Ekkert bendir til þess að samningar náist á
næstunni milli lækna og ríkisins.
Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt
mánudags og stendur í fjóra daga. Aðeins
verður farið í bráðaaðgerðir á spítalanum.
Því safnast upp bið listi líkt og í hinum verk-
fallslotunum. Nú standa yfir verkfallsað-
gerðir lækna á kvenna- og barnasviði og
lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma
verða læknar á heilsugæslustöðvum og
heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli.
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítal-
anum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða
í gær og var þungt hljóð í starfsmönnum.
Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna
þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í
gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða
á spítalanum.
Fyrsti samningafundurinn síðan á mið-
vikudaginn í síðustu viku á að vera klukk-
an fjögur í dag. „Eins og staðan er núna er
ekkert í kortunum að við fáum að sjá ný spil
hjá ríkinu,“ segir Sigurveig.
- sa
Fyrsti samningafundurinn í læknadeilunni síðan á miðvikudaginn í síðustu viku verður í dag:
Læknaformaður er ekki bjartsýnn á lausn
LÖNG BIÐ
Fresta þurfti
á þriðja tug
aðgerða í gær
þrátt fyrir að
skurðlæknar
væru við störf.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
STJÓRNMÁL Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær og kröfðust
afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mótmælendur ítrekuðu jafnframt þá ósk sína að stjórnmálamenn
hugsuðu um hagsmuni allra en ekki eingöngu fámennra sérhagsmuna-
hópa. Enn aðrir létu í ljós óánægju með stöðuna í kjaramálum en ekki
sér fyrir endann á verkföllum lækna og tónlistarkennara.
Þetta var þriðji mótmælafundurinn sem Jæja-samtökin halda. - joe
Þriðji mánudagsmótmælafundurinn á jafnmörgum vikum:
Kröfðust afsagnar Hönnu Birnu
MÓTMÆLENDUR Um átta hundruð manns mættu á Austurvöll og sýndu óánægju
sína í verki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
Komdu inn
úr kuldanum
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hluti af öruggri vetrarumferð
Anna, ætlið þið að berja í
brestina?
„Já, við ætlum þetta böl að bæta.“
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri
Reykjavíkurborgar, segir borgina meira
en tilbúna til að fara í samstarf við önnur
sveitarfélög um átak gegn heimilisofbeldi.
Þegar
þetta leggst
saman verður
þetta allt
frekar
dapurlegt.
Oddný G.
Harðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Suðurnesjum fann mikið magn
fíkniefna við húsleit í íbúðar-
húsnæði aðfaranótt sunnudags.
Húsráðandi er grunaður um sölu
fíkniefna. Á honum fundust þrír
pokar af amfetamíni og í eldhús-
skáp fannst hvítt efni sem talið
er amfetamín. Einnig fundust
vog, pokar og munir til fíkniefna-
neyslu auk töluverðs magns af
sveppum og sveppadufti, sterar
og lyfseðilsskyld lyf. - vh
Grunaður um fíkniefnasölu:
Fundu mikið
magn fíkniefna
FRAMKVÆMDIR Enn er unnið að
því að loka sprungunni sem dælir
um 90 lítrum af heitu vatni á
sekúndu inn í Vaðlaheiðargöng.
Sprungan opnaðist í febrúar og
nú er í þriðja sinn reynt að loka
henni með efnaþéttingu.
„Það er dælt mjög hægt, og
fylgst með öllu berginu, en árang-
urinn mun ekki sjást fyrr en um
miðja þessa viku,“ segir Valgeir
Bergmann, framkvæmdastjóri
Vaðlaheiðarganga hf. - hg
Þriðja tilraunin í göngunum:
Reyna enn að
loka fyrir vatnið