Fréttablaðið - 18.11.2014, Blaðsíða 4
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SVEITARSTJÓRNIR „Mér finnst alltaf
skrýtið þegar stöður eru ekki aug-
lýstar hvort sem þær eru tíma-
bundnar eða ekki,“ segir Karen
Elísabet Halldórsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Kópavogi.
Líkt og Fréttablaðið greindi
frá á föstudag lagði Karen fram
fyrirspurn á bæjarráðsfundi í
Kópavogi vegna ráðningar Guð-
rúnar Ágústu Guðmundsdóttur
sem hefur verið ráðin tímabund-
ið til eins árs í starf verkefna-
stjóra stefnumótunar hjá Strætó
bs. Karen finnst það orka tvímæl-
is að staðan hafi ekki verið aug-
lýst sem og að Guðrún Ágústa hafi
haft greiðari aðgang að stöðunni
þar sem hún er fyrrverandi for-
maður stjórnar Strætó bs.
Karen segir að siðareglur
bæjar stjórnar Kópavogs hefðu
komið í veg fyrir að hún hefði
getað tekið að sér þessa stöðu,
vegna þess að hún er í bæjarstjórn
og fyrrverandi formaður stjórnar
félagsins. Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar sé hins vegar með aðrar
siðareglur. Hún efast hins vegar
ekki endilega um hæfni Guðrúnar.
Strætó bs. er byggðasamlag
sem er rekið af sveitarfélögun-
um Reykjavík, Kópavogi, Hafnar-
firði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Sel-
tjarnarnesi. Þeir stjórnarmeðlimir
Strætó bs. sem Fréttablaðið náði
sambandi við höfðu ekki kynnt
sér málið en fyrirspurn Karenar
er beint til stjórnarinnar.
Ekki náðist í Reyni Jónsson,
framkvæmdastjóra Strætó bs., við
vinnslu fréttarinnar. -vh
Bæjarfulltrúi spyr um ráðningu fyrrverandi stjórnarformanns Strætó bs. í starf innan fyrirtækisins:
Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna
SVÍÞJÓÐ Sænska kirkjan á að
halda áfram að slá gras á leiðum
án þess að taka greiðslu fyrir.
Þetta er mat biskupsins Thomas
Söderberg í Västerås-stifti í Sví-
þjóð. Söfnuðir sem farnir eru
að taka greiðslu fyrir umhirðu
leiða vísa í lög og kröfu sérstaks
umboðsmanns.
Biskupnum finnst ósanngjarnt
að gamlar ekkjur taki með sér
sláttuvélar í kirkjugarðinn. Kröf-
urnar leiði til þess að eingöngu
þeir ríku hafi efni á að láta hirða
um leiði ættingja sinna. - ibs
Biskup mótmælir gjaldtöku:
Greiða á fyrir
slátt á leiðum
STRÆTÓ BS. Stjórnarmenn fyrirtækis-
ins höfðu ekki kynnt sér málið þegar
Fréttablaðið leitaði viðbragða.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ATVINNUMÁL Nærri sex af hverj-
um tíu undir þrjátíu og fimm ára
aldri hafa mætt veikir í vinnu síð-
astliðna 12 mánuði. Þetta er meðal
þess sem lesa má úr nýrri kjara-
könnun Bandalags háskólamanna
(BHM). Þar kemur jafnframt fram
að hátt hlutfall aðspurðra, upp undir
80 prósent, hafi annaðhvort mætt í
vinnu eða unnið heima, hvort held-
ur er í eigin veikindum eða veikind-
um barns. „Einhverra hluta vegna
er mjög sterk fylgni við aldur,“
segir Guðlaug Kristjánsdóttir, en
hún kynnir niðurstöðurnar á morg-
unverðarfundi
BHM um veik-
indavinnu í dag.
Hún segir hins
vegar óvíst af
hverju líklegra sé
að þeir sem yngri
eru vinni frem-
ur í veikindum.
Mögulega gæti
verið um að ræða
hærri tíðni veikinda, mismunandi
skilgreiningar á því að vera veikur
og svo gæti hærri tíðni líka tengst
veikindum barna í meira mæli en
hjá eldri hópum.
Í greiningu á niðurstöðunum
kemur hins vegar fram að í sjö ald-
ursflokkum af níu eru konur lík-
legri til að mæta veikar til vinnu
en karlar. Í raun er það bara undir
þrítugu þar sem karlar mæta frem-
ur veikir (59 prósent á móti 53 pró-
sentum kvenna) og á aldursbilinu
50 til 54 ára (41 prósent á móti 37
prósentum). Í öðrum aldursflokkum
upp að sextugu eru konur að jafnaði
umtalsvert líklegri til að mæta veik-
ar. Guðlaug segir samanburð á milli
landa dálítið erfiðan því uppbygg-
ing vinnumarkaðar kunni að vera
ólík eftir löndum. Tölur um mæt-
ingu á vinnustað í veikindum virð-
ist þó ekki langt frá því sem gerist
að jafnaði í Evrópusambandslönd-
unum. Þar sé jafnaðartalan um 40
prósent, en er 44,3 prósent í könn-
un BHM. „Svo er þetta allt upp í 80
prósent á Norðurlöndunum og það
er í rauninni þessi tala sem við fáum
þegar horft er á sveigjanlegu vinn-
una, að vinna heiman frá sér.“ Að
auki segir Guðlaug svo fleiri þætti
geta spilað inn í. Til dæmis benti
Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá
VIRK starfsendurhæfingarsjóði, á
það á fundi BHM, að dæmi væru um
að fyrirtæki greiddu háa bónusa til
þeirra sem væru til dæmis undir
sex veikindadögum á ári. „Þarna er
kominn ákveðinn hvati, því þeir sem
fara yfir þessa tölu fá ekkert.“
Í kjarakönnun BHM koma svo
fram fleiri áhugaverðir hlutir, að
mati Guðlaugar. Þannig megi sjá
að þeir sem mæti veikir til vinnu
séu að jafnaði óánægðari í starfi en
þeir sem ekki geri það. Þá kemur
fram að þessi hópur sé að jafn-
aði óánægðari með laun sín. Um
leið kemur fram að þeir sem hafa
mannaforráð og þeir sem bera fjár-
hagslega ábyrgð í vinnu sinni mæti
fremur veikir til vinnu.
olikr@frettabladid.is
GUÐLAUG KRIST-
JÁNSDÓTTIR HJÁ LÆKNINUM Þetta fólk beið nýverið eftir því að fá að hitta lækni á Læknavakt-inni á Smáratorgi í Kópavogi. Könnun BHM leiðir í ljós að yngra fólk er líklegra til að
harka af sér veikindi í vinnu en þeir sem eldri eru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Upp undir 80 prósent hafa
stundað vinnu í veikindum
Ungt fólk er líklegra til þess að mæta veikt í vinnuna en þeir sem eldri eru, að því er sjá má í kjarakönnun BHM.
Margir vinna heima í eigin veikindum og/eða veikindum barna sinna. Fáir mæta þó til vinnu með veikt barn.
Aldur Hlutfall
Undir 35 ára 59%
35-39 ára 49%
40-44 ára 48%
45-49 ára 42%
50-59 ára 38%
60 ára og eldri 30%
Heimild: Kjarakönnun BHM
Hef mætt veik(ur)
Vinnan og veikindi síðustu 12 mánuði
Hef
mætt
með
veikt
barn í
vinnuna.
Hef
hvorki
veikst né
átt veikt
barn.
Hef
unnið
heima
með
veikt
barn.
Hef
unnið
veik(ur)
heima.
Hef
veikst
eða átt
veikt
barn án
þess að
mæta
í vinnu
eða
vinna
heima.
Hef
mætt
veik(ur)
til vinnu.
500
400
300
200
100
0
44,3% 43,9%
39,8%
26,9%
17,0%
2,4%
Heimild: Kjarakönnun BHM
BRETLAND Enska biskupakirkjan
ákvað í gær að leyfa konum að
verða biskupar. Tuttugu ár eru
síðan konur innan kirkjunnar
fengu leyfi til að verða prestar.
Ákvörðunin var tekin á
kirkjuþingi í London, þar sem
þingfulltrúar greiddu atkvæði
með handauppréttingu.
Í sumar hafði kirkjuþingið
samþykkt áform um að konur
yrðu biskupar, en atkvæða-
greiðslan í gær snerist um
formlega afgreiðslu reglna um
þetta.
Árum saman var hart deilt
innan kirkjunnar um málið. - gb
Biskupakirkjan kúvendir:
Konum leyft að
verða biskupar
VIÐBRÖGÐIN Konur á kirkjuþinginu
bregðast við eftir að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar var orðin ljós.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
97.000 tonn var heildarafli
íslenskra fiskiskipa í október.
Það er 10,4 prósenta aukning frá
sama mánuði í fyrra.
Þó er aflinn á síðustu 12 mánuðum
um fimmtungi minni en tólf mán-
uðina þar á undan.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
ht.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK
Engin venjuleg upplifun
Við kynnum
Philips Ambilight
9000 sjónvörpin
Ultra HD
með Android
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
BJART N- OG NA-TIL næstu daga en væta S- og V-lands. Milt S- og V-lands miðað við
árstíma, hiti 4-9 stig yfir daginn en svalara fyrir norðan. Strekkingur S- og V-til, bætir í
vind á fimmtudag og enn fremur á föstudag.
6°
7
m/s
6°
10
m/s
7°
8
m/s
8°
7
m/s
5-13 m/s,
hvassast
V-til.
5-15 m/s,
hvassast
V-til.
Gildistími korta er um hádegi
8°
20°
4°
11°
17°
6°
8°
9°
9°
26°
12°
20°
20°
21°
13°
8°
9°
9°
5°
5
m/s
6°
3
m/s
3°
4
m/s
1°
3
m/s
4°
5
m/s
4°
7
m/s
1°
7
m/s
8°
7°
5°
6°
6°
6°
3°
3°
5°
2°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN