Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 6

Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 6
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvar er stærsta veggmynd Reykja- víkur? 2. Hvaða hafa mörg börn alkóhólista nýtt sér sálfræðiþjónustu SÁÁ sem sett var á laggirnar 2008? 3. Hver er íslenska leikkonan sem leikur með syni sínum í Wiesbaden í Þýskalandi? SVÖR: 1. Á húsgafl i Borgarbókasafnsins. 2. 800. 3. Sólveig Arnarsdóttir. Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 daginn áður Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem jólarétti fyrir öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á mjög hentugum bökkum sem innihalda pítur með hamborgarahrygg, kalkúni/beikoni, reyktum laxi og villipate. Skipholti 50 C Pöntunarsími: 562 9090 Ny r og s kemm tilegu r jólak ostur www.pitan.is 12 mini pítur i i ít r 3.995.- HELSTU ATRIÐI FRUMVARPS TIL LAGA UM STAÐGÖNGUMÆÐRUN Í VELGJÖRÐARSKYNI þarf að vera á aldrinum 25-39 ára þarf að eiga að baki fæðingu minnst eins barns þarf að hafa andlega og líkamlega burði og full- nægjandi heilsu til að takast á við staðgöngu- mæðrun liðin séu að lágmarki tvö ár frá síðustu fæðingu skulu vera á aldrinum 25-45 ára mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri geta ekki eignast barn af læknis- eða líff ræðilegum orsökum Skylt er að nota kynfrumu frá a.m.k. öðru væntanlegra for- eldra eft ir því sem við á. Eingöngu heimilt að nota gjafa- frumu við ákveðnar aðstæður. Áður en leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni er veitt skulu umsækjendur ganga frá gagnkvæmri viljayfi rlýs- ingu. Foreldrar barns sem fætt er af staðgöngumóður er skylt að skýra barni sínu frá því þegar það hefur þroska til, eigi síðar en þegar það nær sex ára aldri. Heimilt er að endurgreiða staðgöngumóður útlagðan kostnað hennar vegna glasafrjóvgunar, meðgöngu og fæðingar barnsins; nauðsynleg lyf, heilbrigðisþjónustu, ferðakostnaður, fatnaður, líkamsrækt eða stuðningsbúnaður sem dæmi. GREIÐSLUR Óheimilt er að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við stað- göngumæðrun. Brot gegn lögunum varðar sektum að lág- marki 500.000 krónur eða fangelsi allt að þremur árum. BANNAÐ REFSINGAR KOSTNAÐUR STAÐGÖNGUMÓÐIR VÆNTANLEGIR FORELDRAR ÝMIS SKILYRÐI AUGLÝSINGAR Auglýsingar vegna stað- göngumæðrun- ar eru óheimilar. MILLIGANGA Óheimilt er að hafa milligöngu um staðgöngu- mæðrun. UTAN ÍSLANDS Óheimilt er að leita eft ir eða nýta sér stað- göngumæðrun í útlöndum. HEILBRIGÐISMÁL Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðar- skyni hefur skilað af sér drög- um. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. „Við telj- um að það verði að vera tilgang- ur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og for- maður starfshópsins. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vand- aðri framkvæmd staðgöngumæðr- unar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngu- móðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumóðir þarf að upp- fylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkam- lega burði til að takast á við stað- göngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrin- um 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er sett að þau geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eign- ast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þings- ályktunartillagan sem varð kveikj- an að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frum- varpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum. Staðgöngumæðrun í hagnaðar- skyni er óheimil. Þannig er óheim- ilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða ann- arri umbun í tengslum við stað- göngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna. Heimilt er samkvæmt frumvarp- inu að endurgreiða staðgöngumóð- urinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvg- un, meðgöngu og fæðingu barns- ins. Brot gegn lögunum varða sekt- um að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í vel- ferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varafor- maður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frum- varpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. fanney@frettabladid.is Staðgöngumæðrun leyfð með skilyrðum Frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni er tilbúið. Skaðaminnkandi frumvarp sem svarar ekki öllum spurningum en snertir helstu álitaefni sem geta komið upp. Samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að nýta sér úrræðið. BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR DÖGG PÁLSDÓTTIR TÍMAMÓTAFRUMVARP Búist er við að frumvarpið verði lagt fram í janúar 2015. FRAKKLAND, AP Maxime Hauch- ard, 22 ára gamall Frakki, er meðal vígamanna Íslamska rík- isins sem sjást á myndbandi þar sem sýnt er frá morðum á banda- rískum hjálparstarfsmanni og sýrlenskum hermönnum. Þetta staðfesti Francois Mol- ins, saksóknari í Frakklandi. Að minnsta kosti þrír ungir Evr- ópubúar sjást á myndbandinu, sem hryðjuverkasamtökin nota í áróðursskyni. Ahmed Muthana, sem býr í Wales, segist telja sig hafa séð tvítugan son sinn í þessu sama myndbandi. Auk Hauchards er talið að annar ungur Frakki sé í hópnum, þótt ekki hafi það fengist staðfest. Svo virðist sem vígamennirn- ir geri sér far um að sýna Evr- ópumenn á myndböndum, þar sem þau stæra sig af voðaverk- um sínum, í von um að vekja þá ímynd að samtökin séu orðin breið alþjóðahreyfing. Ráðamenn í Evrópuríkjum eru farnir að bregðast við þessum áróðri: „Þetta eru glæpamenn sem eru að byggja upp kerfi villimennsku,“ segir Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. - gb Ungir Evrópumenn sjást í ofbeldismyndbandi hryðjuverkamanna í Sýrlandi: Ofbeldi beitt í áróðursskyni MAXIME HAUCHARD Saksóknari í Frakklandi hefur nafngreint Frakkann unga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þetta eru glæpamenn sem eru að byggja upp kerfi villimennsku. Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands Save the Children á Íslandi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.