Fréttablaðið - 18.11.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 18.11.2014, Síða 8
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Hún segir erfitt að horfa upp á þann fjölda ungra fíkla sem láti lífið árlega. Aðstandendur rekist á veggi víða og erfitt sé að fá aðstoð við hæfi. „Þessi átta sem við vitum af eru flest undir 25 ára aldri.“ Nýlega héldu samtökin ásamt Geðhjálp málþing þar sem þessi mál voru rædd. Samtökin halda áfram að vekja athygli á úrræða- leysinu og standa fyrir opnum fundi 26. nóvember næstkomandi í Setrinu, Hamraborg 9. „Þar ætlum við að ræða hvaða breytingar við viljum sjá og hverj- ar séu árangursríkustu leiðirnar til þess. Við ætlum áfram að halda málefninu á lofti til að sýna hvað þörfin er brýn,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir. viktoria@frettabladid.is HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði HEILBRIGÐISMÁL „Á þessu eina og hálfa ári hafa átta ungmenni sem höfðu glímt við vímuefnafíkn dáið. Hvort sem þau hafa látist á beinan eða óbeinan hátt út af neyslu þá eru þetta allt ungmenni sem hafa verið í neyslu,“ segir Sigurbjörg Sig- urðardóttir, einn stofnenda félaga- samtakanna Oln- bogabarna. Sam- tökin hafa verið starfrækt í um eitt og hálft ár en þeim er ætlað að styðja við aðstandendur barna í fíkniefna- neyslu sem og að þrýsta á yfirvöld um betri og fjölbreyttari úrræði fyrir unga fíkla. Sigurbjörg segir að á þeim tíma sem samtökin hafi verið starfrækt hafi þau barist hart fyrir auknum úrræðum. Forsvarsmenn þeirra hafi rætt við marga ráðamenn og mætt velvild víða. Hins vegar sé lítið um lausnir þó að hugsanlega séu einhver ný úrræði í farvatninu. „Það verður eitthvað að breyt- ast. Þegar úrræðum fækkar þá versnar ástandið. Það þarf sértæk úrræði, fyrst og fremst þarf að ein- staklingsmiða úrræðin. Við eigum ekki að sníða einstaklinginn inn í kassann heldur þurfum við að sníða kassa utan um alla einstaklinga,“ segir Sigurbjörg. Átta ungir fíklar hafa látið lífið á rúmu ári Úrræðaleysi er sagt ríkja í málefnum ungra fíkla. Einn stofnenda samtakanna Oln- bogabarna segir vanta sértæk úrræði sem séu miðuð að hverjum og einum fíkli. Ástríður Rán Erlendsdóttir var eitt þeirra átta ungmenna sem látist hafa undanfarið eitt og hálft ár. Hún var aðeins 22 ára þegar hún stytti sér aldur á Vogi eftir harða baráttu við vímuefnafíkn sem staðið hafði með hléum frá unglingsárum. Móðir og amma Ástríðar, Helena Rós Sigmarsdóttir og Ástríður Grímsdóttir, sögðu sögu hennar í Fréttablaðinu í september og töluðu þar meðal annars um það úrræðaleysi sem mætti Ástríði og aðstandendum hennar. Þær lýstu því hvernig það strandaði oft á úrræðum þegar hún var tilbúin til þess að fara á beinu brautina, því þá var biðin oft löng eftir að komast í úrræði. „Það skiptir svo miklu að ná inn á þessum tíma þegar fíkillinn er á þessum stað, nokkrum dögum seinna þegar pláss losnar þá er bara búið að redda sér meira og löngunin farin,“ sagði móðir hennar meðal annars um baráttu Ástríðar í viðtalinu. 22 ára þegar hún lést SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ÁTTA Á EINU ÁRI Algjört úrræðaleysi er sagt ríkja í málefnum ungra fíkla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MOSFELLSBÆR Hjón á heilsubótar- göngu gengu fram á kjötafganga í friðlandinu við Varmárósa í Mos- fellsbæ. Ekki er vitað hver kom úrganginum fyrir í fjörunni. „Við maðurinn minn vorum á göngu og tókum eftir óvenjumörg- um fuglum á svæðinu. Er við könn- uðum málið nánar þá kom það í ljós að einhver hafði skilið bein og lambakjötsafganga eftir á víða- vangi,“ segir Ursula Jünemann sem gerði heilbrigðis- og umhverfisfull- trúa Mosfellsbæjar viðvart og voru hræin fjarlægð hið snarasta. „Þessu hefur verið komið fyrir þarna yfir nótt því við gengum þarna daginn áður og þá var ekkert að sjá.“ - joe Hjón gengu fram á lambakjöt við Varmárósa: Fann afganga í fjöru HRÆIN Þessi frágangur þykir ekki til fyrirmyndar. MYND/URSULA JUNEMANN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.