Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 12
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Tveggja flokka ríkisstjórn
Af skoðanakönnun Fréttablaðsins
sem birt var í gær sést, væru niður-
stöður hennar úrslit kosninga, að
aðeins einn möguleiki er á tveggja
flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur
með 23 þingmenn og Samfylkingin
með tólf þingmenn gætu myndað
tveggja flokka stjórn. Aðrir möguleikar
eru ekki. Annað er að fjórflokkarnir
eru samtals með minna en áttatíu
prósenta fylgi. Píratar og Björt framtíð
fengju saman nokkuð yfir tuttugu
prósenta fylgi. Mestar breytingar frá
kosningum eru sem fyrr á fylgi
Framsóknarflokksins þrátt
fyrir kipp upp á við frá síðustu
könnun. Framsókn er nú með
rétt um helming þess fylgis
sem flokkurinn fékk í síðustu
kosningum.
Ögmundur og skuldaleiðréttingin
Ögmundur Jónasson fer mörgum
orðum um hvers vegna hann styður
skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar
á heimasíðunni sinni, ogmundur.is.
„Frá því við tókum upp verðtryggingu
hefur almenna reglan verið sú að fjár-
magnseigendur hafa búið við varnir
en lántakendur ekki. Tekjur þeirra
hafa sveiflast til en verðtryggingin og
breytilegir vextir hafa búið til beltið
og axlaböndin fyrir lánveitendur. Þá
hef ég og alla tíð bent á hættuna af
því að færa verðmæti frá heimilum
og framleiðslu yfir til fjármagns-
ins með háum vöxtum og
óeðlilegri arðtöku.“ Svona skrifar
Ögmundur og lýsir yfir stuðningi
við hina umdeildu aðgerð ríkis-
stjórnar Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar.
Sannarlega ógeðslegt þjóðfélag
Pétur Gunnarsson, sem lengi var
blaðamaður á Mogganum, undir rit-
stjórn Styrmis Gunnarssonar, skrifar
þetta meðal annars um njósnir
fyrrum ritstjóra síns: „Um leið var
þetta starfsnám hans sem ritstjóra og
viðtakanda hlutverksins sem Eykon
var upphaflega í. Þetta var svona
McCarthy-ismi nema McCarthy dó
aldrei á Íslandi, hér var haldið áfram
að búa til skrímsli og pönkast á fólki
vegna dylgja um tengsl sem engin
voru. Með því að trúa svo eigin lygum
um fólk sóttu McCarthyistarnir
sér svo réttlætingar fyrir þessari
starfsemi. Sannarlega ógeðslegt,
þetta þjóðfélag, eins og Styrmir
benti á, af öðru tilefni fyrir
einungis fáum árum.“
sme@frettabladid.is
A
fmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar var haldinn
hátíðlegur á sunnudaginn sem dagur íslenskrar
tungu eins og undanfarin ár. Tungumálið var að
sjálfsögðu í brennidepli og veitt voru ýmis verðlaun
og viðurkenningar fyrir framúrskarandi notkun
þess í ræðu og riti. Aðalverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar, hlaut skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir, enda
einn okkar frjóasti rithöfundur í beitingu og nýsköpun tungu-
málsins. Ýmis önnur verðlaun voru veitt, meðal annars til
hóps af börnum og unglingum sem þóttu hafa sýnt að þau
hefðu góð tök á móðurmálinu.
Allt saman gott og gleðilegt og
öllum aðstandendum til sóma.
En hvað svo? Er það nóg til
viðhalds og auðgunar tungu-
málsins að tileinka því einn dag
á ári og verðlauna þá bestu í
„bekknum“? Er það ekki dálítið
eins og þegar yfirlýstir trúleysingjar fagna fæðingu frelsar-
ans á jólunum?
Mikið hefur verið rætt og ritað um hrakandi lestrarkunn-
áttu (læsi er hræðilegt orð) unglinga og gripið hefur verið til
alls kyns aðgerða til að reyna að sporna gegn þeirri þróun.
Allt hefur það þó verið frekar eins og að klóra í bakkann en að
freista þess að byggja mannhelda göngubrú yfir lækinn. Það
hlýtur að liggja í augum uppi að besta vörnin gegn því að börn
missi tökin á móðurmálinu er að efla móðurmálskennslu, ekki
að efna til lestrarsamkeppna (hvers vegna þarf alltaf allt að
vera samkeppni?), rappkeppna, upplestrarkeppna og svo fram-
vegis. Þótt það sé allt saman ágætt fyrir sinn hatt þá ræðst það
ekki að rót vandans. Hún liggur mun dýpra.
Sú bábilja að hefðbundin íslenskukennsla sé of leiðinleg til
að vekja áhuga barnanna og allt þurfi að vera svo óskaplega
hresst og skemmtilegt til að þau hrífist með hefur fyrir löngu
gengið sér til húðar. Börn eru ekki heilalaus og framboðið
af skemmtiefni er miklu meira en nóg þótt móðurmálsfor-
kólfar fari ekki að elta það villuljós í blindni í tilraun til að
vera hipp og kúl, eins og sagt er á góðri íslensku. Allt tuð um
páfagaukalærdóm og leiðindin sem honum séu samfara er
líka úr sér gengið þar sem ýmsar nýlegar rannsóknir hafa
sýnt fram á að utanbókarlærdómur er einhver besta heilaleik-
fimi sem völ er á og beinlínis nauðsynlegur til að efla minnið.
Málfræði er kannski leiðinleg út frá einhverjum gleðipinna-
sjónarhóli, en hvernig í ósköpunum á sá sem ekki lærir undir-
stöðuatriði í málfræði að ná almennilegum tökum á tungumáli
eða geta „lesið sér til gagns“ eins og það heitir? Það er ótrúleg
bjartsýni, eða kannski bara skammsýni, að ætla að hoppa yfir
þann hluta móðurmálsnámsins á þeim forsendum að hann
sé ekki nógu skemmtilegur. Verður ekki alltaf að byrja á því
að steypa grunninn ef byggingin á að standa? Hættum að
reyna að vera svona óskaplega skemmtileg í uppfræðslunni og
beinum sjónum að þeim grunnþáttum sem nauðsynlegir eru.
Lifi leiðindin og lestrarkunnáttan.
Er einn dagur íslenskrar tungu á ári nóg?
Hættum að vera
svona hipp og kúl
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Hækkun virðisaukaskatts á matvæli,
bækur og tónlist hefur verið til umræðu
allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin
lagði fram fjárlagafrumvarp og tekju-
öflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill
hækka virðisaukaskattinn úr sjö pró-
sentum í tólf á þessar vörur undir því
yfirskini að slík breyting sé liður í að
einfalda virðisaukaskattkerfið og á móti
kemur lækkun á efra þrepi um eitt og
hálft prósent.
Vinstri-græn munu gera sitt til að
beita sér gegn hækkuninni enda ekki í
þágu almennings í landinu.
Vandséð er hvernig þessar breyting-
ar leiða til einföldunar á kerfinu; tvö
þrep eru áfram tvö þrep. Þær munu hins
vegar hafa áhrif á líf almennings. Sú
röksemd stjórnarflokkanna að lækkun á
sjónvörpum og ísskápum muni vega upp
á móti hækkun á matvælaverði dugir
skammt því að allir þurfa að neyta mat-
væla á hverjum degi meðan þær vörur
sem lækka í verði eru þess eðlis að þær
þarf einungis að kaupa örsjaldan á lífs-
leiðinni. Þá er ljóst að þær mótvægisað-
gerðir sem hafa verið kynntar koma alls
ekki til móts við alla þá sem verða fyrir
áhrifum af þessum hækkunum.
Við umfjöllun Alþingis um málið hefur
komið fram að lækkanir sem til dæmis
hafa orsakast af gengissveiflum hafa
sjaldnast skilað sér til fulls inn í verð-
lag en hækkanir skila sér hins vegar
mun betur. Engin ástæða er til að ætla að
annað gildi um skattabreytingar á borð
við þessar. Ef ríkisstjórnin stendur við
fyrirætlan sína stefnir því í að skatta-
hækkunin skili sér að fullu í hærra verði á
bókum, tónlist og matarkörfu almennings
í landinu.
Annars vegar er um að ræða nauðsynja-
vörur sem allir þurfa á að halda daglega
og hins vegar afurðir sem skipta miklu
fyrir menningarstefnu þjóðarinnar, sam-
félagið og tunguna. Í þessum tillögum
birtist forgangsröðun sem ég trúi ekki að
nein sátt sé um. Hún skerðir kjör almenn-
ings og getur reynst stórskaðleg menning-
arstarfi í landinu sem hefur einmitt borið
hróður okkar svo víða og var það sem við
hölluðum okkur að þegar efnahagskerfið
hrundi og Íslendingar þurftu að rifja upp
hvað það er sem skapar samfélagið okkar.
Illa ígrunduð hækkun
á mat og menningu
FJÁRMÁL
Katrín
Jakobsdóttir
formaður Vinstri
grænna
kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is