Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 16

Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 16
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 GÓÐUR ÁRANGUR „Aðsóknin hefur verið góð. Um 76 mál hafa verið tekin fyrir á þessu rúma ári en hver og einn kemur að meðaltali tíu sinn- um í samtalsmeð- ferð.“ Þessi þjónusta er að bandarískri fyr-irmynd en margir stærri háskólar í Bandaríkjunum eru með svona há- skólaklíník þar sem útskriftarnemendur í sálfræði fá starfsþjálfun,“ segir Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í sálfræði og for- stöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskóla- nema. Ráðgjöfin tók til starfa haustið 2013 en það hafði lengi verið draumur innan sálfræðideildar Háskóla Íslands að koma henni á koppinn. „Sérstaklega hjá þeim sálfræðingum sem lærðu í Banda- ríkjunum og hafa kynnst þessu,“ segir Gunnar sem hlaut sjálfur viðlíka þjálfun meðan hann var í námi. FYRIR NEMENDUR OG BÖRN ÞEIRRA Hjá Sálfræðiráðgjöfinni geta nemendur Háskóla Íslands leitað eftir sálfræðiþjón- ustu fyrir sig og börn sín. Þjónustan felst í greiningu á sálrænum vandamálum sem veitt er með skammtímasálfræði- meðferð. Það eru cand.psych.-nemar við sál- fræðideild sem veita þjónustuna undir handleiðslu löggiltra sálfræðinga. Ráð- gjöfin hefur tvíþætt markmið. Annars vegar að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í að sinna klínískum störfum og hins veg- ar að veita háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu. Gunnar segir góða reynslu af starfinu sem um tuttugu útskriftarnemar sinna. „Aðsóknin hefur verið góð. Um 76 mál hafa verið tekin fyrir á þessu rúma ári en hver og einn kemur að meðaltali tíu sinn- um í samtalsmeðferð.“ Að sögn Gunnars eru algengustu vandamálin sem háskóla- nemar glíma við almennt þunglyndi, kvíði, aðlögunarerfiðleikar, fullkomnun- arárátta, frestunarárátta, prófkvíði og samskiptavandi. Þjónustan er einnig í boði fyrir börn háskólanema en helmingur útskriftar- nemanna sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna. „Algengustu vandamálin hjá börnum eru kvíði, hegðunarerfiðleik- ar og ýmis tilfinningavandamál,“ útskýrir Gunnar og telur árangurinn góðan. „Við leggjum spurningalista fyrir í upphafi meðferðar og einnig síðar í ferlinu og sjáum því hver árangurinn af meðferðinni er. Svo lætur fólk það sjálft í ljós að það sé sátt,“ segir hann. Ánægjan með starfið er augljós enda er biðlisti eftir þjónustunni. Ánægjan er ekki síður mikil meðal sál- fræðinemanna. „Þeir eru mjög spenntir fyrir þessu og finnst áhugavert að fá að vinna líkt og gert er á stofum úti í bæ.“ VÆGT GJALD Sálfræðiráðgjöfin fær skjólstæðinga í gegnum tilvísanir, meðal annars frá Náms- og starfsráðgjöf háskólans, Heilsutorgi skólans, og frá Þroska- og hegðunarstöð fyrir börn. Einnig geta nemendur háskólans hringt beint í síma ráðgjafarinnar, 856-2526, hlustað á sím- svara og skilið eftir viðeigandi skilaboð í talhólfi. Sálfræðiþjónustan er veitt gegn vægu gjaldi eða 1.500 kr. fyrir hvert viðtal sem miðast við 50 mínútur. Frekari upplýsing- ar um Sálfræðiráðgjöf háskólanema er að finna á heimasíðu sálfræðideildar HÍ. ■ solveig@365.is SÁLFRÆÐINEMAR VEITA RÁÐGJÖF ÁHUGAVERÐ ÞJÓNUSTA Hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema geta nemendur Háskóla Íslands leitað eftir sálfræðiþjónustu fyrir sig og börn sín. Ráðgjöfin veitir útskriftarnemum í sálfræði einnig verðmæta starfsþjálfun. DOKTOR Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í sálfræði, er for- stöðumaður Sálfræði- ráðgjafar háskólanema. Hann segir góðan árang- ur af starfinu. MYND/GVA MEÐFERÐ Útskriftarnemar í sálfræði við Háskóla Íslands bjóða nemendum skólans og börnum þeirra upp á sálfræðimeðferð. NORDICPHOTOS/GETTY Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.