Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 18
FÓLK|HEILSA
FÆST VÍÐA
Swanson: Ulti mate 16
Strain Probiotic fæst í:
Góðri heilsu Njálsgötu 1 ,
Heilsuhúsinu, Heilsuveri,
Lifandi markaði, Blómavali
og í völdum apótekum.
Tæmandi listi er á
swanson.is.
Kevin Tipton, prófessor og forstöðumaður íþrótta-, heilsu- og þjálfunarnáms
við háskólann í Stirling í Skot-
landi, heldur fyrirlestur í Há-
skólanum í Reykjavík á morgun
um næringu í kjölfar íþrótta-
meiðsla. Meiðsli eru óæskilegur
hluti íþróttaiðkunar en því miður
verða margir þeirra sem stunda
íþróttir eða líkamsrækt reglulega
fyrir meiðslum af einhverju tagi.
Að minnka þau áhrif sem meiðsli
hafa og flýta bata skiptir íþrótta-
fólk miklu máli. „Næring er mjög
mikilvægur þáttur í því að ná
bata af meiðslum. Viðeigandi
næring gerir íþróttafólki kleift að
snúa aftur til æfinga eins fljótt og
auðið er,“ segir Kevin. „Næring
er vanmetinn þáttur í bataferlinu
en hún gæti einmitt leikið stórt
hlutverk í því að ná bata sem
fyrst, svo ekki sé minnst á endur-
hæfingu og að ná fullum bata
áður en byrjað er að æfa af krafti
á ný,“ segir Kevin og telur að
það fyrsta sem íþróttafólk sem
meiðist ætti að hugsa um varð-
andi mataræði sé að sleppa ekki
neinu úr venjubundnu fæði.
Skerðing á hreyfigetu útlima
getur haft djúpstæð áhrif og með-
al annars leitt til minni styrks og
virkni líkamans. Þá skiptir næring
höfuðmáli til að byggja líkamann
upp aftur. „Þegar meiðsli hafa í
för með sér skerðingu á hreyfi-
getu ætti íþróttamaðurinn að
vera eins virkur og hann getur.
Í sumum tilfellum gæti þurft að
minnka kal oríuinntöku en hve
mikil minnkunin á að vera veltur
á virkni einstaklingsins og er
breytilegt í gegnum bataferlið.
Það er ólíklegt að mjög mikil
skerðing á kaloríuinntöku sé
nauðsynleg og of lítil inntaka
getur beinlínis skaðað bataferlið.
Ef mögulegt er ætti viðkomandi
að láta mæla brennsluna hjá sér
og finna út hve mörgum kaloríum
hann eyðir. Hann ætti svo að
neyta matar sem inniheldur álíka
margar kaloríur og hann eyðir,“
útskýrir Kevin. Hann bætir við
að gott sé að leggja áherslu á
að borða próteinríkt fæði, að
magurt kjöt, fiskur, mjólkurvörur
og baunir séu mikilvægur hluti
mataræðisins.
Kevin bendir á að mælt sé með
ýmsum bætiefnum og næringar-
efnum fyrir íþróttafólk sem á við
meiðsli að stríða. „Þrátt fyrir það
eru þessar ráðleggingar ekkert
endilega studdar af rannsóknum.
Íþróttamenn sem eiga í meiðslum
eiga að einbeita sér að því að
borða fjölbreytt fæði úr öllum
fæðuflokkum. Fæðan ætti að vera
eins lítið unnin og mögulegt er.
Íþróttafólkið ætti jafnframt að
forðast að drekka áfengi og að
taka fæðubótarefni og önnur lyf
sem ekki er ávísað af lækni.“
Kevin Tipton hefur kennt í
HR frá árinu 2011 í námskeiðinu
Endurheimt og næring í íþróttum
sem er kennt á mastersstigi.
Fyrirlesturinn á morgun er öllum
opinn og aðgangur ókeypis.
Hann verður í stofu V102 klukkan
tólf á hádegi.
NÆRING HEFUR ÁHRIF Á BATANN
FYRIRLESTUR „Næring er mjög mikilvægur þáttur í því að ná bata af meiðslum,“ segir Kevin Tipton prófessor en hann heldur fyrir-
lestur um næringu í kjölfar íþróttameiðsla í Háskólanum í Reykjavík á morgun.
KEVIN TIPTON er forstöðumaður íþróttasviðs Stirling-háskóla í Skotlandi. Hann er einnig aðstoðarritstjóri vísindaritsins Applied
Physiology, Nutrition and Metabolism. Hann heldur fyrirlestur hér á landi á morgun.
Við erum afar spennt að kynna þessa flottu vöru frá Swanson sem heitir Ultimate 16 Strain Pro biotic,“ segir Ólafur Stefánsson hjá versluninni Góðri
heilsu á Njálsgötu. „Þetta er frábær blanda af gerlum sem
hjálpa til við að jafna meltinguna,“ segir hann og bendir
á að í hverju hylki séu sextán mismunandi tegundir af
gerlum. „Þar á meðal eru klassísku AB-gerlarnir en að
auki fjöldinn allur af gerlum sem meðal annars draga úr
ristilkrömpum og vindverkjum, hjálpa meltingunni að
vinna úr mjólkurvörum og aðstoða við að koma í veg fyrir
niðurgang.“
HÁMARKSVIRKNI
Í Ultimate 16 Strain Probiotic er sérvalin steinefnablanda.
„Hún hjálpar ensímum í meltingarveginum að brjóta
niður fæðuna á skilvirkari máta þannig að næringin nýtist
mun betur,“ segir Ólafur og áréttar að mjög erfitt hafi ver-
ið að nálgast slíka blöndu á Íslandi hingað til. „Viðbrögðin
hjá viðskiptavinum okkar eru mjög jákvæð. Ég hef sjálfur
notað Probiotic 16 og það er eina Probiotic-blandan sem
ég hef fundið mun á mér eftir að hafa notað.“
Hylkin í Probiotic
16 eru sýruvarin og
sérhönnuð úr plöntu-
trefjum. „Þetta verður
til þess að þau opnast
á réttum stað í melt-
ingunni sem hámarkar
virkni innihaldsins,“ lýs-
ir Ólafur. Hann bendir
á að Ultimate 16 Strain
Probiotic sé sérstaklega
góð vara fyrir fólk sem
er á, eða hefur nýlokið
við, sýklalyfjameðferð.
„Blandan hjálpar líkam-
anum að koma upp
forða af góðum gerlum
sem sýklalyfin skaða.“
SÖLUHÆSTA VARAN
Viðtökurnar hafa verið
afar góðar og var Ulti-
mate 16 Strain Probiotic
ÓDÝRT EN VIRKAR VEL
GÓÐ HEILSA KYNNIR Swanson: Ultimate 16 Strain Probiotic er frábær blanda af gerlum sem hjálpa
til við að jafna meltinguna. Swanson býður upp á margar tegundir af meltingargerlum. Probiotic 16 var
söluhæsta vara Swanson árið 2013 á heimsvísu og er auk þess á afar hagstæðu verði.
MÆLIR MEÐ „Viðbrögðin hjá viðskiptavinum okkar eru mjög jákvæð. Ég hef sjálfur notað Pro biotic 16 og
það er eina Probiotic-blandan sem ég hef fundið mun á mér eftir að hafa notað,“ segir Ólafur Stefánsson.
MYND/GVA
söluhæsta vara Swanson á heimsvísu árið 2013.
„Nú í byrjun árs 2014 var einum gerli bætt við og
sölumetin halda áfram að falla,“ segir Ólafur. Ekki
skaðar að tveggja mánaða skammtur kostar innan
við helming af því sem aðrar sambærilegar vörur
kosta. „Þetta frábæra verð fæst með afar skilvirkri
framleiðslu hjá Swanson og einföldu dreifingar-
neti,“ útskýrir hann.
Swanson býður upp á margar tegundir af melt-
ingargerlum. Sem dæmi má nefna ódýrt Probiotic
4 með fjórum tegundum, tuggutöflur fyrir börn og
geril til að berjast við candida. „Allt kemur þetta í
sýruvörðum hylkjum,“ segir Ólafur. Undir merkjum
Swanson er einnig seldur fjöldi annarra vara á
borð við víta mín og bætiefni.
● BETRI BORG
Borgarráð hefur einróma sam-
þykkt aðgerðir gegn heimilis-
ofbeldi. Samþykktin felur í sér
átak gegn heimilisofbeldi þar
sem leitað verður eftir sam-
starfi við önnur sveitarfélög,
lögreglustjórann á höfuðborg-
arsvæðinu, Lögregluskólann og
grasrótar- og stuðningssamtök
til að bæta þekkingarmiðlun
og verklag í heimilisofbeldis-
málum.
Mannréttindaskrifstofa, vel-
ferðarsvið og Barnavernd
Reykjavíkur lögðu grunn að
verkefninu, m.a. með því að
funda með flestum sem að
málaflokknum koma og má þar
nefna lögreglu, Kvennaathvarf,
Stígamót og Freyju Haralds-
dóttur og Emblu Ágústsdóttur
en þær vinna að Evrópurann-
sókn um ofbeldi gegn fötluðu
fólki.
Þverfaglegur stýrihópur mun
leiða þetta verkefni auk þess
sem verkefnastjóri verður
ráðinn til að halda utan um
verkefnið.
BORGIN GEGN
HEIMILISOFBELDI