Fréttablaðið - 18.11.2014, Page 22
KYNNING − AUGLÝSINGFjáröflun ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 20144
JÓLASMÁKÖKUR MEÐ
BLÁBERJUM OG HVÍTU
SÚKKULAÐI
Margir vinna mikið fyrir jólin
og hafa lítinn tíma fyrir bakstur.
Hvernig væri að útbúa góðar
smákökur og selja í fjáröflun?
Hér er frábær uppskrift að smá-
kökum með bláberjum og hvítu
súkkulaði. Það má breyta þessari
uppskrift og nota þurrkuð trönu-
ber, apríkósur eða hnetur. Einnig
má nota venjulegt súkkulaði í
staðinn fyrir hvítt.
Það sem þarf:
225 g smjör
100 g sykur
100 g púðursykur
70 g síróp
2 egg
300 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. matarsódi
130 g bláber, þurrkuð
100 g hvítt súkkulaði
Hrærið saman sykur, síróp og
mjúkt smjör. Bætið eggjunum
saman við einu í einu.
Setjið öll þurrefni í skál og
hrærið saman saman við
eggjablönduna. Þá er smátt
skornu súkkulaði og bláberjum
bætt saman við.
Kælið deigið í klukkustund.
Búið til 1 cm þykkar kökur og
leggið á bökunarpappír á bök-
unarplötu. Bakið við 180°C í 15
mínútur.
GEFUR VEL Í AÐRA HÖND
Í kringum stórhátíðar eins og
jól og áramót er tilvalið að fara
á stúfana og safna flöskum og
dósum enda sjaldan jafn mikið
af þeim í geymslum landsmanna
og eftir hátíðarnar.
Nokkuð er um að bekkir sem
safna fyrir skólaferðalögum nýti
sér þetta en þá er ráð að láta
börnin skipta með sér hverfum
og götum. Best er að þau beri
út miða í sínar götur nokkru fyrir
hátíðarnar. Þar skal tekið fram að
dósasöfnun standi til og í hvaða
tilgangi verið er að safna. Á
miðanum ætti einnig að tiltaka
hvaða dag söfnunin fari fram
og á hvaða tímabili megi eiga
von á að barið verði að dyrum.
Þannig ætti fólk að vera viðbúið
og þeir sem vilja gefa geta þá
haldið dósunum til haga og jafn-
vel verið búnir að taka þær til á
tilsettum tíma.
Marmelaði úr klementínum
Marmelaði er eitthvað sem allir vilja eiga í ís-
skápnum. Hvernig væri að útbúa marmelaði
úr klementínum? Það er svolítið jólalegt og
upplagt til að selja á basar eða til fjáröflunar.
1 kg klementínur
6 dl vatn
1 sítróna
1,5 kg sykur
12 vanillustangir
1 kanilstöng
Þvoið klementínurnar og sítrónu mjög vel,
skerið fyrst til helminga en síðan í þunnar
sneiðar. Takið steina úr og setjið þá í poka úr
bleiugasi. Þeir þykkja sultuna.
Setjið klementínur og vatn í þykkbotna pott
og sjóðið undir loki í eina klukkustund. Hafið
pokann með steinunum í pottinum.
Bætið þá sykri saman við, vanillustöng-
um, sem hafa verið klofnar í tvennt og kan el-
stönginni. Sjóðið áfram í klukkustund, hrærið
oft og fjarlægið froðu.
Látið malla þar til marmelaðið er orðið nægi-
lega þykkt. Takið stangirnar og steinana frá.
Setjið í sultukrukkur og skreytið með falleg-
um borða.