Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 30
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 18
Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleik-
ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir
víóluleikari og Sigurgeir Agn-
arsson sellóleikari koma fram á
tríótónleikum í Norræna húsinu
annað kvöld kl. 20. Tríóið mun
leika Goldberg-tilbrigðin eftir
Johann Sebastian Bach, eitt af
krúnu djásnum barokktímans.
Tilbrigðin þrjátíu eru byggð á
hljómagangi aríu sem heyrist
bæði í upphafi og í lok verksins.
Þau voru samin fyrir sembal en
verða flutt hér í umritun fiðlu-
leikarans Dmitry Sitkovetsky
fyrir fiðlu, viólu og selló. Til að
magna stemningu ætlar tríóið að
leika við kertaljós og raða áheyr-
endum í kringum sig.
Þetta eru síðustu tónleikar tón-
leikaraðarinnar Klassík í Vatns-
mýrinni á þessu ári en Klassík
í Vatnsmýrinni er tónleikaröð
Félags íslenskra tónlistarmanna
– klassískrar deildar FÍH í sam-
vinnu við Norræna húsið. Tón-
leikaröðin leggur áherslu á nor-
rænt og alþjóðlegt samstarf.
Tríótónleikar í Vatnsmýrinni
TRÍÓTÓN-
LEIKAR
Ari Þór Vil-
hjálmsson
fiðluleikari,
Þórunn Ósk
Marinós-
dóttir víólu-
leikari og
Sigurgeir
Agnarsson
sellóleikari.
LEIKLIST ★★★ ★★
Útlenski drengurinn
Leikhópurinn Glenna í Tjarnarbíói
HÖFUNDUR: ÞÓRARINN LEIFSSON
LEIKSTJÓRN: VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR
HLJÓÐMYND: JÓNAS SIGURÐSSON
LEIKARAR: HALLDÓR HALLDÓRSSON
(DÓRI DNA), ÞORSTEINN BACHMANN,
MARÍA HEBA ÞORKELSDÓTTIR, MAGNEA
BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR, ARNDÍS
HRÖNN EGILSDÓTTIR OG
BENEDIKT KARL GRÖNDAL
Nú er til sýninga í Tjarnarbíói
bráðskemmtileg, fyndin og athygl-
isverð sýning, Útlenski drengur-
inn. Hún er eftir Þórarin Leifsson,
hans fyrsta leikrit í fullri lengd
og fjallar um unglingabekk þar
sem atburðir þróast með miklum
ólíkindum og ósköpum. Dóri litli
er vinsælasti strákurinn í skólan-
um. Afleysingakennari tekur við
bekknum, leggur umsvifalaust
fyrir hann skyndipróf, pítsa-próf-
ið, og þegar við bætast dularfullar
tannlæknaskýrslur kemur á daginn
að Dóri litli er í raun 34 ára gamall
útlendingur. Í kjölfarið, og að und-
irlagi kennarans, er Dóri litli tek-
inn fyrir. Þessi atburðarás býður
vitaskuld upp á kostulegar upp-
ákomur. Framan af.
Þorsteinn fer á kostum
Leikhópurinn er flottur. Halldór
Laxness leikur Dóra litla og gerir
það virkilega vel, hópnum öllum og
leikstjóranum tekst frábærlega vel
að skapa trúverðugan bekk í ung-
lingadeild. Sem er mögnuð kúnst í
þessum ólíkindum öllum. Og Þor-
steinn Bachmann, sem hefur verið
einn af mínum uppáhaldsleikurum
allt frá ég sá hann fyrst um 1990
í Hlaðvarpanum, fer algerlega á
kostum sem hinn vafasami kenn-
ari. Hann er æðislegur. Búningar
og ljós eru með ágætum, tónlistin
sem Jónas Sigurðsson leggur til
bætir nýrri vídd við. Þá er vert
að nefna hugvitsamlega notkun
á myndvarpa. Oft er slíkt notað
til að styrkja leikmyndina, hér er
stigið skrefi lengra og myndvörpun
verður hluti sýningarinnar og tekst
virkilega vel til með það. Sem er
alls ekki sjálfgefið.
Nýtt íslenskt leikrit, já
Þórarinn hefur haslað sér völl sem
höfundur bóka sem eru á þessu
óræða sviði að ramba á milli þess
að mega heita ætlaðar börnum og/
eða fullorðnum. Um þetta hefur
verið óáhugavert raus sem snýst
um flokkanir; það sem gerir Þór-
arin meðal annars eftirtektarverð-
an höfund er að hann blandar inn í
sögur og sögusvið sitt óhugnaði sem
alfarið hefur verið bundinn við eitt-
hvað það sem bannað er börnum.
Þetta er ekkert nýtt ef að er gáð,
vögguvísur frá fornu fari innihalda
til að mynda óhugnað og hrellingar.
En undanfarna áratugi hefur hins
vegar verið rekin gallhörð uppeld-
isstefna og sú menningarpólitík að
börn beri að vernda svo mjög að þau
eru í sápukúlu fram eftir aldri. For-
ræðishyggjan er svo reist á þessari
stefnu, sem er viðtekin og fátt eitt
hefur orðið til að hefta. Og um mætti
fjalla í löngu máli. Þórarinn hefur
rekið hornin í þessa bábilju blessun-
arlega. Öll þessi höfundareinkenni
eru til staðar í Útlenska drengnum.
Skólinn breytist í undarlegan og
óhugnanlegan stað. Og spennandi …
Fyrirsjáanlegur boðskapur
En þá erum við komum að hinum
stóra galla verksins – sem á eins
illa heima í þessum frumlega
sagnaheimi Þórarins og Sigmund-
ur Davíð í ballettsýningu. Þetta eru
boðskapsbókmenntir, áróðursverk
og fyrirsjáanlegt sem slíkt. Öll
erum við útlendingar, fjölmenning
er góð, þeir sem gjalda varhug við
útlendingum eru fáfróðir, heimsk-
ir og illa innrættir. Ólæsir?! Einelti
er vont … segðu mér eitthvað sem
ég ekki veit. Og það sem meira er,
þessu er troðið ofan í kokið á áhorf-
endum með eins ódýrum hætti og
hugsast getur. Áhorfendum er
ekki gefið hið minnsta svigrúm til
að komast að þessari niðurstöðu
sjálfir. Og óhjákvæmilega vaknar
sú spurning hvort höfundur noti
það sem afsökun fyrir því að flétta
súrrealískan óhugnað í verk sín, að
boðskapurinn megi heita „góður“?
Nú í vetur hef ég séð tvær sýn-
ingar í hinu ágæta Tjarnarbíói
sem gjalda fyrir þrúgandi inn-
byggða pólitíska réttsýni og ég er
hreinlega farinn að velta því fyrir
mér hvort það geti hugsast að inn-
byggð í hið opinbera styrkjakerfi
við listir og menningu sé krafa um
að menningartengd starfsemi þjóni
tilteknu kennivaldi? Þá er rétt að
hafa það í huga að list sem er tagl-
hnýtingur viðtekinna viðhorfa, ein-
hverrar opinberrar stefnu sama
hver hún er, telst einskis virði –
frumforsenda listar er að hún opni
augu og skoði tilveruna frá óvænt-
um sjónarhornum.
Jakob Bjarnar Grétarsson
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg,
frumleg og athyglisverð sýning lengi
vel framan af eða allt þar til öfgafull
réttsýnin sparkar undan henni
fótunum.
Taglhnýtingur viðtekinna viðhorfa
ÚTLENSKI DRENGURINN „Þorsteinn Bachmann fer algerlega á kostum sem hinn
vafasami kennari.“ MYND/EDDI
BÆKUR ★★ ★★★
Drón
Halldór Armand
MÁL OG MENNING
Halldór Armand vakti nokkra
athygli með fyrstu bók sinni, Vince
Vaughn í skýjunum, sem kom út í
fyrra. Í þeirri bók voru tvær langar
smásögur, og nú, aðeins ári seinna,
hefur hann sent frá sér sína fyrstu
skáldsögu, Drón. Það var ljóst í
fyrra að Halldór getur skrifað,
hann er lipur stílisti og lætur vel að
búa til persónur og aðstæður sem
oft virka undarlega en jafnframt
spennandi. Tónninn er léttur, jafn-
vel þótt sagt sé frá stóratburðum og
jafnvel hörmungum.
Drón minnir um sumt á titilsög-
una úr fyrstu bók Halldórs. Rétt
eins og í sögunni um Vince Vaughn
í skýjunum reynir Halldór hér að
ná utanum líf ungs fólks í samtím-
anum, fanga internetið í frásögn ef
svo mætti segja. Hér er sögð saga
Heiðrúnar, sautján ára reykvískr-
ar menntaskólastelpu sem er efni-
leg í fótbolta, skotin í eldri strák og
almennt fremur venjulegur íslensk-
ur unglingur – að því undanskildu
að líkami hennar virðist með dular-
fullum hætti tengdur óútskýrðum
hryðjuverkaárásum sem gerðar eru
af drónum víðs vegar um heiminn.
Heiftarlegir túrverkir Heiðrúnar
reynast vera eins og fyrirboðar um
þessar árásir, jafnvel staðsetningu
þeirra. Drónaárásirnar eiga sér
óljósan uppruna en leitin að orsök-
um þeirra hlýtur að berast að net-
inu og hinum stafræna hluta heims-
ins. Þessi grundvallarhugmynd
sögunnar er spennandi og gefur
færi á margs konar pælingum um
okkar stafræna samtíma, hvernig
allt tengist og minnstu smáatriði
geta haft óútreiknanlegar afleið-
ingar. Hryðjuverkaárásirnar sjálf-
ar verða þó heldur fjarlægar í sög-
unni, þær snerta að því er virðist
ekki líf persónanna að ráði, jafnvel
ekki árás sem gerð er á Íslandi og
Heiðrún verður vitni að.
Líf Heiðrúnar snýst ekki bara um
þessa undarlegu verki og árásirnar,
í sögunni er líka dregin upp mynd af
nútímaunglingi í Reykjavík, partí-
um, tilveru sem skiptist jafnt milli
netheima og kjötheima, sumarvinnu
með hópi unglinga í bæjarvinnunni
og þar fram eftir götunum. Heiðrún
og Diljá, besta vinkona hennar, eru
sannfærandi og vel mótaðar per-
sónur og þessi hluti sögunnar er vel
heppnaður og kannski besti hluti
hennar. Annað er köflóttara.
Það eru mjög góðir sprettir í
Drónum, flottir kaflar, en þótt
sagan hafi marga kosti þá hefur
hún líka ýmsa galla. Þegar á líður
verður hún langdregin og spennan
dalar, og þótt sumar aukapersón-
urnar, ekki síst bróðir Heiðrúnar,
unglingurinn Bjarki, séu skemmti-
lega saman settar verða aðrar aldrei
lifandi, foreldrarnir eru svo dæmi
sé tekið einvíðar persónur og pabb-
inn eiginlega hálfgerð skrípamynd.
Heildarupplifun lesandans getur því
orðið nokkuð blendin, kostir bókar-
innar sýna að Halldór er efnilegur
höfundur en þessi saga nær ekki
alveg í mark. Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Fyrsta skáldsaga
efnilegs höfundar sem hefur marga
kosti en verður á köflum langdregin.
Aðalpersónan er vel mótuð en auka-
persónur stundum ótrúverðugar.
Túrverkir og terrorismi
MIÐAVERÐ: KR. 3500 FULLORÐNIR · KR. 1500 BÖRN
FORSALA MIÐA: HARPA.IS · MIÐASALA HÖRPU · MIDI.IS
Styrkt af
Stórsveitin heldur sitt árlega jólaswing með góðum gestum.
Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir.
RAGGI BJARNA · ANDREA GYLFA
UNA STEF · ERLA STEFÁNSDÓTTIR
STJÓRNANDI: STEFÁN S. STEFÁNSSON
30. NÓVEMBER KL. 17:00
SILFURBERG HÖRPU
STÓRSVEIT
REYKJAVÍKUR
ÁSAMT GÓÐUM GESTUM
MENNING