Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 32

Fréttablaðið - 18.11.2014, Side 32
18. nóvember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Erlu Bjargar Gunnarsdóttur Helgarblað Fréttablaðsins fjallaði um kvíðnar konur þar sem fram kom að kröfur frá samfélaginu, sem og þeim sjálf- um, fullkomnunarárátta, samanburður og niðurrif í kjölfarið eru meðal orsaka kvíð- ans. Ég kannast alveg við þetta og minn veiki punktur er eldamennska. Fyrir svona tíu árum þegar eðlilegt fólk keypti 1944, Betty Crocker og djúpfrystan mat vafðist þetta ekkert fyrir mér. En fljót- lega eftir hrun, þegar allir fóru að búa til barnamat frá grunni (en þetta er til í krukkum úti í búð!), rækta krydd- jurtir og hægelda alls konar, þá bug- aðist ég svolítið. ÞRÁTT fyrir að eiga ekki hálfan séns og vera fullkomlega áhuga- og getulaus hefur mér samt fundist ég þurfa að standa í þessu. Það var síðan við matar- borðið í síðustu viku eftir að ég hafði eytt dýrmætum tíma bölvandi yfir pottunum sem ég áttaði mig á vitleysunni. Tvö elstu börnin borðuðu óeðlilega hægt og færðu matinn til og frá á diskinum. Það var undarleg þögn við borðið. Nærri því rafmögnuð. Það var þó ekki fyrr en litla dýrið, sem er greini- lega ekki orðið nógu meðvirkt, sagði: „Ojjj, mamma. Þetta er ógeðslegur matur. Ég vil ab-mjólk og músli,“ sem hin horfðu á mig stórum augum og óskuðu þess heitast í ver- öldinni að fá eitthvað beint úr fernu, kassa eða dollu í kvöldmatinn. ÉG safnaði diskunum saman, dauðfegin að þurfa ekki að borða þetta sjálf og útbjó dýrindis kvöldmatarbröns. Alveg úr öllum fæðuflokkum, sko. Það létti aldeilis yfir börnunum og þau bentu mér fallega á að þau fá heitan mat í skólanum á hverjum degi. Óþarfi að eyða tíma í eldamennsku, mamma. Þú gerir líka svo góð skyr-búst og brauð í ofni. Og ávaxtasalat. Spagettí kannski. Mér fannst þau reyndar ganga fulllangt þegar þau stungu upp á að hafa pítsu á aðfangadagskvöld. En það er komið á hreint: ENGINN á heimilinu gerir kröfu um heitan kvöldmat. Og skítt með samfé- lagið. Ég er hætt keppni. NÆST á dagskrá er að henda hálfprjónuðu peysunni sem ég mun aldrei klára. (Djók. Hef ekki einu sinni fitjað upp.) Kvöldmatarkvíði Fönkgoðsögnin George Clinton úr hljómsveitunum Parliament og Funkadelic segir í nýlegu við- tali við tímaritið Rolling Stone að hann hafi hætt að reykja krakk fyrir fimm árum en að hann hafi samt verið virkur í tónlist- inni á meðan. „Það er það sem kom mér í vand- ræði! Ég var svo afkastamikill að mér fannst ekkert að. En það var víðs fjarri sannleikanum, af því að hugmyndin með því að komast í vímu er að komast í annarlegt ástand. Og þegar maður er í ann- arlegu ástandi gerir maður annar- lega hluti!“ Clinton segir jafnframt að LSD hafi hjálpað Funkadelic með tón- listarsköpun á sínum tíma. „Það gerði mig jákvæðari og hjálpaði okkur við að prófa nýja hluti sem við hefðum aldrei prófað annars,“ segir Clinton. - þij Clinton búinn að róa sig GEORGE CLINTON 5:40, 8, 10:20 8, 10:30 10:10 5:50, 8 5:50 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS! DUMB AND DUMBER KL 5.30 - 8 - 10.30 ST. VINCENT KL. 5.30 - 8 - 10.20 NIGHTCRAWLER KL. 8 - 10.25 GRAFIR OG BEIN KL. 5.50 - 8 BORGRÍKI KL. 5.45 - 10.10 DUMB AND DUMBER KL.5.30 - 8 - 10.20 DUMB AND DUMBER LÚXUS KL 5.30 - 8 INTERSTELLAR KL 5.30 - 8 INTERSTELLAR LÚXUS KL. 10.25 GRAFIR OG BEIN KL. 5.45 - 8 FURY KL 8 - 10.50 BORGRÍKI KL 5.45 GONE GIRL KL.10.10 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR ÍSL TAL 2D KL. 3.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK MISSIÐ EKKI AF “FEELGOOD” MYND ÁRSINS! EMPIRE NEW YORK POST T.V. SÉÐ & HEYRT TIME OUT LONDON H.J. FRÉTTATÍMINN Save the Children á Íslandi Tími verðlaunahátíðanna hafi nn Hollywood Film Awards-hátíðin var haldin síðastliðinn föstudag, og má segja að með henni hafi verðlauna- hátíðatíminn byrjað. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1997, en var í fyrsta sinn sjónvarpað á föstudag. Meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndin Gone Girl, leikarinn Benedict Cumberbatch hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi leik og leikkonan Julianne Moore fékk sams konar verðlaun. ALLTAF FLOTT Leikkonan Julianne Moore hlaut Holly- wood Actress Award fyrir Still Alice. MYNDARLEGIR Leik- arinn og fyrirsætan Eddie Redmayne og Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto, sem mætti í áberandi hvítum skóm. ÓBRJÓTANLEG Leikkonan dame Angelina Jolie ásamt meðleikara sínum í myndinni unbroken, Jack O’Connell. GLÆSILEGUR Benedict Cum- berbatch með verðlaun sín fyrir leik í myndinni The Imitation Game. FLOTTIR NAFNAR Leikararnir Robert Downey Jr. og Robert Duvall, en sá síðar- nefndi fékk verðlaun fyrir aukahlutverk í The Jugde. BESTA AUKALEIKKONA Keira Knightley fékk verðlaun fyrir myndina The imitation Game.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.