Fréttablaðið - 18.11.2014, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 2014 | MENNING | 21
„Mig hefði aldrei grunað að það
kæmi jafn mikið af góðum uppi-
stöndurum úr tilraunauppistönd-
unum,“ segir Rökkvi Vésteinsson,
sem hefur rekið Comedy klúbb-
inn á Bar 11 í eitt ár. Þar hefur
hann haldið tilraunauppistönd
einu sinni í mánuði.
Eftir áramót ætlar hann að
bæta við öðru kvöldi í mánuði
þar sem borga þarf aðgangseyri
til að sjá þá sem eru „útskrifaðir“
úr tilraunauppistandinu.
„Sumir eru orðnir of góðir til
að vera í engu öðru en tilrauna-
uppistöndum. Þeir þurfa að fara á
næsta stig til að sanna sig,“ segir
hann. Á meðal þeirra eru Sig-
urður Anton, Marlon Pollock og
Bylgja Babýlons. „Þau hafa verið
að sýna virkilega góða hluti.“
Rökkvi segir að Comedy klúbb-
urinn hafi fengið mjög góðar
undirtekir og nánast alltaf hafi
verið fullt hús.
„Þegar maður opnaði klúbbinn
vantaði þetta inn í bransann, stað
þar sem þú þarft ekkert endilega
að þekkja rétta manninn til að
komast inn. Þetta er opið öllum
og fólk kemur sem hefur alltaf
langað að prófa en ekki haft nein
tækifæri fyrr.“
- fb
„Útskrifaðir“ uppistandarar stíga á svið
Ný uppistandskvöld verða haldin í Comedy klúbbnum á Bar 11 á næsta ári. Klúbburinn er orðinn eins árs.
UPPISTANDARAR Rökkvi (í miðjunni)
ásamt Bylgju Babýlons og Sigurði Antoni.
MYND/LIFANDI MYND
Sumir eru orðnir of
góðir til að vera í engu öðru
en tilraunauppistöndum.
Skoðaðu úrvalið á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Notaðir bílar
- Brimborg
400.000 KR.
FERÐAFJÖR
FINNDU BÍLINN ÞINN Á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
*Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi
verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla.
Kauptu notaðan bíl af Brimborg
og þú átt möguleika á að vinna
* GJAFABRÉF FRÁ WOWair
NOTAÐIR BÍLAR
Vertu með!
Hvert myndir
þú fara?
Í MIKLU ÚRVALI
Tilboð: 3.160.000 kr.
Ford Kuga Titanium S RVZ65
Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, beinskiptur
Ekinn 81.000 km.
Ásett verð: 3.590.000 kr.
Tilboð: 2.950.000 kr.
Ford Focus Trend Edition ORK29
Skráður nóv. 2013, 1,0i bensín, beinskiptur
Ekinn 16.000 km.
Ásett verð: 3.090.000 kr.
Tilboð: 940.000 kr.
Toyota Avensis Sol DP114
Skráður júní 2006, 1,8i bensín, beinskiptur
Ekinn 134.000 km.
Ásett verð: 1.090.000 kr.
Þó að framleiðendur Frozen hafi
grætt um 150 milljarða dala fékk
leikkonan sem talaði fyrir Elsu
drottningu í myndinni aðeins
100.000 krónur fyrir framlag sitt.
Hin 15 ára Spencer Lacey Ganus
fékk aðeins borgað fyrir eins dags
vinnu samkvæmt TMZ en að vísu
sagði Elsa aðeins sextán orð í
myndinni. „Ekki liggur fyrir hvort
hún ætlar að kæra eða kvarta en
þetta er góð áminning um að ekki
fá allir krakkar í Hollywood tékka
eins og Hannah Montana,“ ritaði
blaðamaðurinn síðunnar Jezebel.
Fékk 100.000
fyrir Frozen
„Þetta er klasi af smáverkstæð-
um í listiðnaðargeiranum og iðn-
aði. Fimmtán verkstæði úr mis-
munandi greinum,“ segir Ólafur
Gunnar Sverrisson, skipasmiður og
einn þeirra sem standa að stofnun
Íshúss Hafnarfjarðar.
„Það er smíðaverkstæði, þrí-
víddarverkstæði, hnífasmiður frá
Grikklandi, átta keramikhönnuð-
ir, fjöllistakona, grafíklistakona,
danskur verkfræðingur og fræði-
menn. Þetta er stór flóra og við
stefnum á að bæta við hana,“ held-
ur hann áfram. „Okkur fannst þetta
vanta og ákváðum að taka þetta
skrefinu lengra.“
Í framtíðinni ætlar Íshús Hafnar-
fjarðar að standa fyrir ýmiss konar
starfsemi. „Við stefnum á að taka
á móti hópum, halda örnámskeið
og lengri námskeið,“ segir hann.
„Þetta er gamla íshúsið við höfnina
í Hafnarfirði, þannig það nafn lá
beinast við. Það var ógurlega erf-
itt að finna nafn sem átti við alla,
þetta er stór hópur og ólíkar grein-
ar. Svo er ennþá ísverksmiðja í hús-
inu,“ segir Ólafur um tilurð nafns-
ins. „Samstarfið er lykilatriði. Þeir
sem eru í sköpuninni geta einbeitt
sér að henni. Það geta ekki allir
gert allt og við munum nýta styrk
hvert annars á ólíkum sviðum.“
Íshús Hafnarfjarðar mun sjá um
markaðssetningu, leita að sam-
starfsaðilum og þjóna sem alls-
herjar utanumhaldsaðili fyrir þá
hönnuði, iðnaðar- og listamenn sem
verða þar innanhúss.
Formleg opnun Íshússins verður
á laugardaginn og er öllum frjálst
að koma og skoða sig um í húsa-
kynnunum að Strandgötu 90. - gló
Íshúsið opnað
í Hafnarfi rði
Hnífasmiður, uppfi nningamaður og fj öllistakona eru
meðal þeirra sem taka þátt í nýju samvinnuverkefni.
Það er smíðaverk-
stæði, þrívíddarverk-
stæði, hnífasmiður
frá Grikklandi, átta
keramikhönnuðir, fjöl-
listakona, grafíklista-
kona, danskur verkfræð-
ingur og fræðimenn.
SAMVINNA
Íshúsið mun
hýsa ýmiss
konar hönn-
uði, iðnaðar-
og listamenn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA