Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 1
SVEITARSTJÓRNAMÁL Ítalski hús- gagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráð- húsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinn- ar vegna þess skaða sem eftirlík- ingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi hús- gagnaverslunarinnar Casa, sölu- aðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frum- hönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir. Skúli er ósáttur við að eftirlík- ingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli. Hann bætir við að eftirlíking- ar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsút- sendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að hús- gögnin í ráðhúsinu séu eftirlíking- ar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heim- sótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind hús- gagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgar- lögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkur- borgar. - ih FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Mánudagur Sími: 512 5000 15. desember 2014 294. tölublað 14. árgangur Boða dagsektir Bæjarstjórinn í Garði segir sveitar- félagið í erfiðri stöðu gagnvart húsi sem íbúum stafar ógn af vegna fjúkandi þakplatna. Dagsektum verði ef til vill beitt. 2 Rarik vill ekki norður Forstjóri Rarik segir Sauðárkrók ekki ákjósan- legan stað fyrir höfuðstöðvar fyrir- tækisins. 6 Bakteríumengun Sveitarstjórn Voga vill að gerð nýs vatnsbóls verði flýtt eftir að E.coli-bakteríur fundust. 8 MENNING MP5 er spenn- andi og nauðsynlegt innslag í samtímaleikhúsið. 26 SPORT Dagur Sigurðsson er spenntur fyrir Íslands- förinni í janúar. 32 HÖNNUNARDAGATALJóladagatal Hönnunarsafns Íslands er opnað á hverjum degi. Í glugga í anddyri safnsins hefur verið sýndur einn hlutur úr safn- eigninni á dag. Enginn veit hvað mun birtast klukkan 12. Verður það fatnaður, grafísk hönnun, keramik eða húsgagn? Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann á heimasíðu safnsins eða á Facebook. 16 tegundir góðra gerlaSérvalin steinefniMá taka hvenær se Probiotic 16 Strain Betri melting! FASTEIGNIR.IS 15. DESEMBER 2014 50. TBL. Rúnar Óskarsson MBA viðskiptafr. / sölufulltrúi Sími 895 0033 * Starfsemi Land k b i á fl 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir skjalagerð 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Glæsilegar jólagjafir Kíktu á úrvalið í vefversluninni okkar á michelsen.is Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Sölutímabil 5. - 19.desember www. jolaoroinn.is Giljagaur S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 9 DAGAR TIL JÓLA OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Eftirlíkingar gætu kostað borgina yfir 100 milljónir Reykjavíkurborg gæti þurft að farga húsgögnum úr Ráðhúsinu. Ítalski húsgagnaframleiðandinn Cassina vill að frumhönnun verði keypt í þeirra stað. Kostnaður við endurnýjunina gæti kostað yfir hundrað milljónir króna. Bolungarvík -7° N 7 Akureyri -5° NV 12 Egilsstaðir -6° NV 16 Kirkjubæjarkl. -8° NV 12 Reykjavík -6° N 6 Stormur austanlands fram eftir degi en mun hægari vindur vestan til. Bjart með köflum sunnan- og vestanlands en él norðaustan til. 4 SÆKIR VATN TVISVAR Á DAG Gunnar Tyrfingsson í Herdísarholti í Hvalfjarðarsveit hefur þurft að ferðast með eitt þúsund lítra tank á kerru til Akraness, tvisvar á dag, til að ná í vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNARMÁL Gunnar Tyrfingsson í Herdísarholti í Hvalfjarðarsveit er heitur af reiði í kuldanum þessa dagana. Hann hefur undanfarna níu mán- uði þurft að ferðast með eitt þús- und lítra tank á kerru til Akra- ness til þess að ná í vatn, eina til tvær ferðir á dag. Gunnar og kona hans, Unnur Ingólfsdóttir, reka sambýli fyrir fjóra fatlaða einstaklinga. Hann segir ástandið erfitt. Hann segir sveitarfélagið bera það fyrir sig að sé eitthvað gert fyrir einn bæ þurfi að gera það sama fyrir aðra líka. „Maður er svolítið undrandi að þetta geti gerst á Íslandi þar sem eru náttúruauðlindir úti um allt,“ segir Gunnar. - ibs / sjá síðu 4 Sækir vatn tvisvar á dag: Vatnslaus í níu mánuði ársins FJÁRMÁL Að öllu óbreyttu er fram- undan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækk- unar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarps- gjalds. Niðurskurðurinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi sé hins vegar af þeirri stærðar- gráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burt stóra þætti starfseminnar. - kbg / sjá síðu 2 Útvarpsstjóri stendur frammi fyrir mesta niðurskurði í sögu RÚV: Stórir þættir hjá RÚV lagðir af Þetta væri veruleg breyt- ing á starf- semi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Magnús Geir Þórðarson. LÍFIÐ Nítján ára áhugaljós- myndari með mynd í ítalska Vogue. 38 SKOÐUN Hildur Sverris- dóttir vill meiri virðingu og umburðarlyndi. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.