Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 42
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! Jólagjöfin fæst í Ellingsen Snjallar jólagjafir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 EASTON GÖNGUSTAFIR 12.990 KR. MINOX BL 8X42 BR SJÓNAUKI 49.990 KR. LIGHT MY FIRE MEALKIT 2.0 Ferðamatarsett 3.995 KR. Á djasskvöldi KEX hostels á Skúlagötu 28 annað kvöld verður framinn Jólajazz. Sérstakur Jóla- KexKvartett hefur verið skipaður til að sinna þessu ábyrgðarmikla verkefni. Sigurður Flosason leik- ur á saxófón, Agnar Már Magnús- son á píanó, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Fjölmörg elskuð og dáð jólalög munu verða sveiflunni að bráð. Tónlistin hefst klukkan 20.30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Aðgang- ur er ókeypis. Jóladjass á KEX hosteli Bíó Paradís stendur fyrir bóka- upplestri í anddyri bíósins annað kvöld. Þar munu tíu rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. Höfundarnir sem lesa eru: Bryndís Björgvinsdóttir, Gísli Pálsson, Halldór Armand Ásgeirsson, Jónína Leósdóttir, Ófeig ur Sig urðsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Sverrir Norland, Þór dís Gísla- dótt ir og Yrsa Sigurðardóttir. Upplesturinn hefst klukkan 20 og það verður hugguleg jóla- stemning í bíóinu og ýmsar kræs- ingar í boði. Tíu höfundar í Bíói Paradís YRSA SIGURÐARDÓTTIR Ein tíu höfunda sem lesa upp í Bíói Paradís annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIKLIST ★★★★ ★ MP5 Skrifað, leikið og leikstýrt af Hilmi Jens- syni og Tryggva Gunnarssyni SÝNT Í TJARNARBÍÓI Hvað myndi gerast ef hríðskota- byssa væri kynnt inn í lítið og frið- samt samfélag? Er þörf á henni? Hver mun bera ábyrgð á skotvopn- inu? Hvernig breytast samskipti milli einstaklinga? Þetta eru ein- ungis nokkrar af þeim spurning- um sem teknar eru fyrir í MP5, nýju leikriti sem sýnt er á fjölum Tjarnarbíós. Verkið gerist í náinni framtíð í alþjóðlegri geimstöð þar sem tveir geimfarar eyða dögum sínum í góðu yfirlæti við rannsóknir og tedrykkju. En friðurinn er úti þegar eldur brýst út í vistarver- um Bandaríkjamanna og neyðar- bjöllurnar fara í gang. Þeir lokast inni í vinnuaðstöðu sinni og verða að búast við hinu versta. Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktakt sem á vel við sviðsetninguna og skapa þar af leiðandi mjög gott jafnvægi sín á milli. Geimfararnir tak- ast á, sættast, grínast og gleðjast hvor með öðrum en óvissuástand- ið gerir þeim mjög erfitt fyrir. Hvernig er hægt að skapa traust þar sem hættan leynist í hverju horni? Sviðsetningin er stílhrein og hönnunin er látlaus en uppfull af frumlegum lausnum. Sviðshreyf- ingarnar eru oft á tíðum bráð- fyndnar og skemmtilega útsettar. Þá verður sérstaklega að nefna búningana sem eru samsettir úr hvítu teygjuefni, hvítum striga- skóm og dökkbláum nærbuxum, frábærir geimbúningar. Hljóð- myndin er að sama skapi einföld en virkilega smellin á köflum þar sem öll sviðshljóð eru leikin af hljóðmanni. Vandamálið við verk af þessu tagi er einmitt ástæðan fyrir því að þau eru svona áhugaverð; hand- ritið er skrifað á stuttum tíma, í takt við líðandi stund en ekki gefst endilega mikið pláss fyrir endurskoðun eða flókna fram- vindu. Útkoman verður eins konar geimsápuópera sem hefur sína kosti og galla. Þannig fær glens- ið að njóta sín en erfiðara er að finna rými fyrir dramatísk augna- blik. Af þeim sökum er hætta á að skrifa sig út í horn sem er síðan leyst með gömlu leikhúsbragði til að afgreiða lokin á verkinu. Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta á verkinu sjálfu þá er sýningin vonandi byrjun á nýrri bylgju af sviðsetningum sem bregðast skjótt við samtímaatburðum: Einföld örverk sem hafa mikið að segja, beintengd inn í íslenskan raun- veruleika. Þetta er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús sem getur verið alltof passasamt. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir galla er MP5 virðingarvert og á köflum stórskemmtilegt ákall um betri við- bragðstíma sviðslistarinnar. Spennandi og bráðnauðsynlegt innslag MP5 „Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu,“ segir Sigríður Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Save the Children á Íslandi MENNING 15. desember 2014 MÁNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.