Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2014, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.12.2014, Qupperneq 42
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! Jólagjöfin fæst í Ellingsen Snjallar jólagjafir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 4 1 5 9 EASTON GÖNGUSTAFIR 12.990 KR. MINOX BL 8X42 BR SJÓNAUKI 49.990 KR. LIGHT MY FIRE MEALKIT 2.0 Ferðamatarsett 3.995 KR. Á djasskvöldi KEX hostels á Skúlagötu 28 annað kvöld verður framinn Jólajazz. Sérstakur Jóla- KexKvartett hefur verið skipaður til að sinna þessu ábyrgðarmikla verkefni. Sigurður Flosason leik- ur á saxófón, Agnar Már Magnús- son á píanó, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Fjölmörg elskuð og dáð jólalög munu verða sveiflunni að bráð. Tónlistin hefst klukkan 20.30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Aðgang- ur er ókeypis. Jóladjass á KEX hosteli Bíó Paradís stendur fyrir bóka- upplestri í anddyri bíósins annað kvöld. Þar munu tíu rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. Höfundarnir sem lesa eru: Bryndís Björgvinsdóttir, Gísli Pálsson, Halldór Armand Ásgeirsson, Jónína Leósdóttir, Ófeig ur Sig urðsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Sverrir Norland, Þór dís Gísla- dótt ir og Yrsa Sigurðardóttir. Upplesturinn hefst klukkan 20 og það verður hugguleg jóla- stemning í bíóinu og ýmsar kræs- ingar í boði. Tíu höfundar í Bíói Paradís YRSA SIGURÐARDÓTTIR Ein tíu höfunda sem lesa upp í Bíói Paradís annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIKLIST ★★★★ ★ MP5 Skrifað, leikið og leikstýrt af Hilmi Jens- syni og Tryggva Gunnarssyni SÝNT Í TJARNARBÍÓI Hvað myndi gerast ef hríðskota- byssa væri kynnt inn í lítið og frið- samt samfélag? Er þörf á henni? Hver mun bera ábyrgð á skotvopn- inu? Hvernig breytast samskipti milli einstaklinga? Þetta eru ein- ungis nokkrar af þeim spurning- um sem teknar eru fyrir í MP5, nýju leikriti sem sýnt er á fjölum Tjarnarbíós. Verkið gerist í náinni framtíð í alþjóðlegri geimstöð þar sem tveir geimfarar eyða dögum sínum í góðu yfirlæti við rannsóknir og tedrykkju. En friðurinn er úti þegar eldur brýst út í vistarver- um Bandaríkjamanna og neyðar- bjöllurnar fara í gang. Þeir lokast inni í vinnuaðstöðu sinni og verða að búast við hinu versta. Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktakt sem á vel við sviðsetninguna og skapa þar af leiðandi mjög gott jafnvægi sín á milli. Geimfararnir tak- ast á, sættast, grínast og gleðjast hvor með öðrum en óvissuástand- ið gerir þeim mjög erfitt fyrir. Hvernig er hægt að skapa traust þar sem hættan leynist í hverju horni? Sviðsetningin er stílhrein og hönnunin er látlaus en uppfull af frumlegum lausnum. Sviðshreyf- ingarnar eru oft á tíðum bráð- fyndnar og skemmtilega útsettar. Þá verður sérstaklega að nefna búningana sem eru samsettir úr hvítu teygjuefni, hvítum striga- skóm og dökkbláum nærbuxum, frábærir geimbúningar. Hljóð- myndin er að sama skapi einföld en virkilega smellin á köflum þar sem öll sviðshljóð eru leikin af hljóðmanni. Vandamálið við verk af þessu tagi er einmitt ástæðan fyrir því að þau eru svona áhugaverð; hand- ritið er skrifað á stuttum tíma, í takt við líðandi stund en ekki gefst endilega mikið pláss fyrir endurskoðun eða flókna fram- vindu. Útkoman verður eins konar geimsápuópera sem hefur sína kosti og galla. Þannig fær glens- ið að njóta sín en erfiðara er að finna rými fyrir dramatísk augna- blik. Af þeim sökum er hætta á að skrifa sig út í horn sem er síðan leyst með gömlu leikhúsbragði til að afgreiða lokin á verkinu. Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta á verkinu sjálfu þá er sýningin vonandi byrjun á nýrri bylgju af sviðsetningum sem bregðast skjótt við samtímaatburðum: Einföld örverk sem hafa mikið að segja, beintengd inn í íslenskan raun- veruleika. Þetta er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús sem getur verið alltof passasamt. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir galla er MP5 virðingarvert og á köflum stórskemmtilegt ákall um betri við- bragðstíma sviðslistarinnar. Spennandi og bráðnauðsynlegt innslag MP5 „Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu,“ segir Sigríður Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Save the Children á Íslandi MENNING 15. desember 2014 MÁNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.