Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 38
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 22 Það þekkir hvert mannsbarn þá hefð að borða kæsta skötu á Þorláksmessu, en sá siður kom fyrst frá Vestfirðingum. Þessi hefð skipar nú stóran sess í matarmenningu okkar núna yfir hátíðarnar og er ómissandi á flestum heimilum. Önnur og yngri hefð er að bjóða upp á saltfisk með skötunni og segja þeir sem smakkað hafa að saman sé þetta algjört lostæti. Elvar Reykjalín Jóhannesson hjá Ekta- fiski á Hauganesi segir eftirspurnina eftir saltfiskinum aldrei meiri en rétt fyrir jólin. „Við framleiðum aldrei eins mikið og í des- ember enda verður sífellt vinsælla að hafa þetta með skötunni og saman er þetta rosa- lega gott hvort sem er með hangifloti, höms- um eða smjöri,“ segir Elvar, en hann er eng- inn nýgræðingur í saltfiskverkuninni. Afi hans byrjaði með saltfiskframleiðslu um 1940 og kenndi pabba Elvars tökin, sem hefur nú tekið við framleiðslunni. „Nú er fimmta kynslóðin farin að læra af mér, en afabörnin mín hafa komið og unnið hjá mér,“ segir hann. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og á hverju ári er þekktur listamaður fenginn til þess að hanna kúluna. Allur ágóði sölunnar rennur í Reykjadal, sem er helgar- og sumardvalarstaður fyrir fötluð ungmenni. Hönnuður kærleikskúlunnar í ár er Davíð Örn Halldórsson myndlistar- maður. „Kúlan mín heitir Mandarína. Hugmyndin var að vinna með eitthvað jólalegt, en án þess þó að það væri trúartengt eða væri jólasveinarnir eða álíka. Mér datt þá í hug að nota mand- arínuna, fannst það svolítið fyndið, og vann hugmyndina svolítið út frá form- inu, “ segir Davíð. Kúlan er munnblásin og handmáluð þannig að engar tvær kúlur eru alveg eins. Litirnir í kúlunni eru frá appels- ínurauðum út í gulan, og segir Davíð það vera í takt við önnur verk sín. „Ég nota alltaf frekar æsta exótíska liti í mín verk, svo þetta átti vel við Mand- arínuna,“ segir hann. Davíð segir það mikinn heiður fyrir sig að hafa verið valinn i verkefnið. „Þarna er maður kominn í hóp með flottu listafólki sem hefur tekið þátt í þessu. Svo er líka bara gott fyrir sálina að gera góðverk,“ segir hann. Berglind Sigurgeirsdóttir, mark- aðs- og kynningarstjóri hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra, segir sölu á Kærleikskúlunni skipta sköpum fyrir starfsemi sumarbúðanna. „Þetta eru einu sumarbúðirnar á landinu sem eru starfandi á Íslandi og þangað koma um 350 börn yfir allt árið. Salan á Kær- leiks kúlunni er ein af okkar mikilvæg- ustu fjáröflunum og það skiptir börnin og fjölskyldur þeirra öllu máli,“ segir hún. Kærleikskúlan er aðeins til sölu í 14 daga og má sjá nánari upplýsingar inni á kaerleikskulan.is adda@frettabladid.is TÍMAMÓT Ástkær sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR INGI RÚNARSSON lést á heimili sínu mánudaginn 1. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Rúnar Borgþórsson Guðbjörg J. Sigurðardóttir Rúnar Ingi Sigurðsson Margrét Tómasdóttir Amanda Sif Rúnarsdóttir Borgþór Smári Rúnarsson Elskulega móðir okkar, JENSÍNA ÓLÍNA GÍSLADÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði þann 29. nóvember 2014. Jarðarförin fer fram í dag, mánudaginn 15. desember, kl. 13.00 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Reynir, Erla, Villi, Agnes og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA BACHMANN lést 10. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 13.30. Vígsteinn S. Gíslason Anna Dóra Ágústsdóttir Jón Karl Jónsson Ingi Þór Ágústsson Rósamunda Baldursdóttir Gylfi Már Ágústsson Unnur Pálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1861 Maðurinn sem bjó til körfuboltann, James Nais- mith, fæddist. 1913 Mohandas K. Gandhi var handtekinn fyrir að leiða göngu indverskra námuverkamanna í Suður- Afríku. 1914 Gassprenging varð í Mitsubishi Hojo-kolanám- unni í Kyushu í Japan og 687 námuverkamenn létu lífið 1939 Kvikmyndin Gone with the Wind var frum- sýnd í Loew’s Grand Theatre in Atlanta í Georg- íufylki Bandaríkjanna. 1941 Helförin. Þýskir hermenn myrða yfir 15.000 gyðinga í Drobytsky Yar suðvestur af Kharkiv í Úkraínu. 1967 Sifurbrúin eða The Silver Bridge sem lá yfir Ohio-ána hrundi með þeim afleiðingum að 46 létu lífið. 1991 Kúveit fagnar því að ráðið var niðurlögum síðasta olíuelds- ins sem Írakar kveiktu í Persaflóastríðinu. 2001 Bílasprengja særði um 60 manns í Madríd á Spáni. 2001 Tíu manns voru aflífaðir í Peking í Kína. Ríkisdagblaðið í Kína sagði að fólkið sem var aflífað hafi allt verið ræningjar og morðingjar á aldrinum 20–23 ára. 2009 Nýja Boeing 787 Dreamliner-þotan fer í jómfrúrflug sitt frá Seattle. Á þessum degi árið 1995 dæmdi mannréttindadómstóll Evrópu belgíska knattspyrnumann- inum Jean-Marc Bosman í hag í máli sem hann höfðaði gegn félagsliði sínu, knattspyrnusam- bandi Belgíu og Evrópu (EUFA), varðandi rétt leikmannsins til atvinnufrelsis. Bosman vildi komast frá Standard Liege til fransks liðs árið 1990, en samningur hans við belgíska liðið var útrunninn og vildi félagið fá upphæð fyrir leikmanninn sem franska félagið var ekki tilbúið að greiða. Fimm árum síðar var úrskurðað að Bosman hefði verið frjálst að fara því það samrýmdist reglum um frjálst flæði vinnuafls. Íþróttir voru skilgreindar eins og hver önnur atvinnustarfsemi innan Evrópusambandsins. Dómurinn hafði mikil áhrif á knattspyrnuheiminn. Félögin áttuðu sig á því að það borgaði sig að gera lengri samninga við leikmenn og greiða þeim hærri laun. Í kjölfarið kom launa- skrið sem enn sér ekki fyrir endann á. ÞETTA GERÐIST: 15. DESEMBER 1995 „Bosman-dómurinn“ fellur Það er gott fyrir sálina að gera góðverk Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson er hönnuður Kærleikskúlunnar þetta árið, en allur ágóði rennur í Reykjadal, sumarbúðir Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. HÖNNUÐURINN Davíð Örn með Mandarínuna, Kærleikskúluna 2014. JÓLALEG Kúlan er einstaklega falleg og jólaleg í ár. Saltfi skur hefð á Þorláksmessu Elvar Reykjalín hjá Ektafi ski segir vinsælt að borða saltfi sk með skötunni. REYNSLUBOLTI Elvar Reykjalín Jóhannesson hjá Ektafiski. HERRAMANNSMATUR Saltfiskurinn bragðast einstaklega vel með skötunni. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.