Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 6
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Jólaíspinnar frá Emmessís 1. Hver er áætlaður kostnaður við mat vegna háspennulínu? 2. Með hvaða liði spilar Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður? 3. Hvaða þekkti tískuhönnuður versl- aði í JÖR fyrir helgi? SVÖR 1. Um 100-150 milljónir króna 2. CAI Zara- goza 3. John Galliano LÖGREGLUMÁL Tvær ungar konur, sautján og nítján ára gamlar, veittust að þrettán ára gamalli stúlku og móður hennar í Breið- holtinu á laugardagskvöld. Líkamsárásirnar áttu sér stað rétt fyrir níu þegar konurnar réðust á stúlkuna og tóku farsíma hennar. Móðir stúlkunnar fór þá á eftir konunum en þær svör- uðu með því að ráðast á hana og meðal annars skemma gleraugu hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu voru konurnar hand- teknar síðar um nóttina og vist- aðar í fangageymslum. - hg Árásarmennirnir handteknir: Ráðist á mæðg- ur í Breiðholti BJÖRGUN „Ég held það ætti að vera áhersluatriði númer eitt að vera tilbúnir til að sækja veika eða slasaða sjómenn eða fólk uppi á landi eða hvar sem er ef það slasast,“ segir Árni Bjarna- son, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands. Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um það að skipverji á frystitogaranum Örfiris ey RE hefði fengið hjartaáfall um borð. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunn- ar um þrjá tíma í stað eins að koma á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipverjar vöktu manninn til lífs með því að veita honum hjarta- hnoð og nota hjartastuðtæki sem var um borð. Trausti Egilsson, skipstjóri Örfiriseyjar, sagði það óásætt- anlegt að þyrlan væri í slíkum verkefnum. Árni tekur undir þau sjónar mið. „Þetta er eini sjúkrabíllinn fyrir sjómenn. Það er til nóg af öðrum flugförum til að sinna svona verk- efnum.“ Árni segir sjómenn lengi hafa barist fyrir því að þessi mál séu í lagi. „Þetta var komið í gott horf fyrir hrun en síðan fór þetta niður eftir það. Það þarf að hafa for- ganginn á hreinu. Hver mínúta skiptir máli þegar svona er. Von- andi verður þetta til þess að þeir fari ofan í saumana á því hvern- ig á að standa að þessu,“ segir Árni. - vh Formaður FFSÍ segir gæsluþyrlu eiga að vera til staðar fyrir útköll, ekki að sinna öðrum verkefnum: Segir forganginn þurfa að vera á hreinu SJÚKRABÍLL FYRIR SJÓMENN Árni Bjarnason, formaður FFSÍ, segir þyrlu LHG vera eina sjúkrabílinn fyrir sjó- menn. HEILBRIGÐISMÁL Læknum á Land- spítalanum tókst að bjarga lífi 98 af eitt hundrað sjúklingum sem komu á spítalann á fimmtán ára tímabili með alvarlega stungu- áverka. Þetta sýna frumniður- stöður nýrrar rannsóknar þar sem allir alvar- legir stungu- áverkar á Land- spítalanum, sem kröfðust inn- lagnar á sjúkra- hús á árunum 2000 til 2014, voru skoðaðir. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og æðaskurðlæknir, segir þennan góða árangur skýrast í fyrsta lagi af skömmum viðbragðs- tíma neyðar bílsins, í öðru lagi af góðum aðgangi að blóði og í þriðja lagi keðjum á spítalan- um sem virki vel. „Þetta er sem sagt það sem hefur núna ítrek- að smollið saman og með þessu móti er hægt bjarga fólki sem er í mjög mikilli lífshættu,“ segir Tómas. - lvp Ný rannsókn á Landspítala: Björguðu 98 af 100 sjúklingum TÓMAS GUÐBJARTSSON SAMFÉLAGSMÁL Björn Blöndal borgarfulltrúi bað fatlaða afsök- unar á röð óhappa í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikil óánægja hefur verið með ferða- þjónustu fatlaðra eftir að Strætó tók við akstri þeirra. Tilkynnt hefur verið um fjölmörg óhöpp, fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar týnst. Hann minnti þó á að ætlunin væri fyrst og fremst að bæta þjón- ustuna. Með nýja kerfinu sé unnt að panta far með skemmri fyrir- vara en áður. - kbg Vill bæta ferðaþjónustu: Biður fatlaða afsökunar ÓHÖPP Tilkynnt hefur verið um fjöl- mörg óhöpp í farþegaþjónustu fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARALDUR JÓNASSON STJÓRNSÝSLA „Mér hugnast þessi tillaga ekki. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á 22 stöðum á landinu og í mínum huga verður áfram þörf fyrir að stærsta skrifstofan verði í Reykjavík,“ segir Tryggvi Þór Har- aldsson, forstjóri Rarik, um tillögu Norðvesturnefndar ríkisstjórnar- innar um að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins á Sauðárkrók. Nefndin hefur sent 26 tillögur til ríkisstjórnarinnar um hvernig efla megi fjárfestingar, byggða- þróun og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra. Fréttastofa RÚV greindi frá því á laugardag að tillaga um að færa höfuðstöðvar Rarik á Sauðárkrók væri á meðal þeirra. Um tvö hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu og þar af um fimmtíu í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Tryggvi segir Sauðár- krók ekki vera ákjósanlega stað- setningu fyrir höfuðstöðvar fyrir- tækisins. „Ég tel til dæmis að það sé meira framboð af háskólamenntuðu fólki í Reykjavík og það er í raun og veru ástæðan fyrir því af hverju ég tel að stærsta skrifstofan eigi að vera í Reykjavík. En þetta er auð- vitað á endanum ákvörðun stjórn- valda og ef þau ákveða að fara einhverja svona leið þá hljóta þau að velta slíkum hlutum fyrir sér. Mér finnst þó alls ekki tímabært að fara á taugum yfir þessu eins og staðan er í dag,“ segir Tryggvi. Hann bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem tillaga um að flytja Rarik norður er lögð fram. Árin 1996 og 2000 hafi meðal ann- ars staðið til að færa höfuðstöðv- arnar til Akureyrar. Líst illa á tillögu um að flytja Rarik norður Forstjóri Rarik segir Sauðárkrók ekki ákjósanlegan stað fyrir höfuðstöðvar fyrir- tækisins. Um 50 manns starfa hjá Rarik í Reykjavík. Áður verið rætt að flytja höfuð- stöðvarnar norður. Norðvesturnefndin skilaði 26 tillögum til ríkisstjórnarinnar. „Það er ekkert langt síðan að hug- myndin um Sauðárkrók kom fyrst upp frá einhverri sambærilegri nefnd. Það heyrði ég fyrst fyrir einhverjum fimm árum þannig að þetta hefur áður komið upp.“ Tillögur Norðvesturnefndarinn- ar voru kynntar ríkisstjórninni á föstudag. Nefndin var skipuð í maí síðastliðnum og Stefán Vagn Stefánsson, oddviti framsóknar- manna í Skagafirði, er formaður hennar. „Þetta eru alls 26 tillögur og ég vil síður tjá mig um þær að svo stöddu. Við erum búin að skila þeim inn til ríkisstjórnarinnar og þær eru þar. Verkefni okkar hlýtur þá að vera að fara yfir þetta með odd- vitum ríkisstjórnarflokkanna og vinna í þessum tillögum áfram og setja í framkvæmd þær sem sam- staða er um að farið verði í. Það er næst á dagskrá nefndarinnar,“ segir Stefán. haraldur@frettabladid.is SAUÐÁRKRÓKUR Megináhersla Rarik er á raforkudreifingu en um 90 prósent af dreifikerfum í sveitum landsins eru í umsjá fyrirtækisins. STEFÁN VAGN STEFÁNSSON TRYGGVI ÞÓR HARALDSSON TÆKNI Þeim fjölgar sem ntoa farsíma undir stýri til að fara á internetið samkvæmt nýlegri könnun MMR. Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 10% hafa notað farsíma undir stýri til að fara á internetið, borið saman við 3,5% í maí 2010. Þegar notkunin er skoðuð eftir stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að þeir sem studdu Sjálfstæðisflokkinn voru líkleg- astir til að segjast hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði (88,0%) en þeir sem studdu Samfylkinguna voru ólík- legastir til þess (72,5%). - kbg Fleiri á netið í símanum: 10% á netinu undir stýri VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.