Fréttablaðið - 15.12.2014, Side 14
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 14
SAMGÖNGUR Sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu hafa beint sjónum
bæði að hraðvagna- og léttlestakerfi
í viðleitni til að bæta almennings-
samgöngur. Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri í Reykjavík, segir tekið
fagnandi hugmyndum og útfærslum
á borð við þá sem Gísli Rafn Guð-
mundsson borg-
arhönnuður vann
í tengslum við
lokaverkefni í
meistaranámi
í arkitektúr við
háskólann í Lundi
í Svíþjóð.
Fjallað var um
verkefni Gísla
Rafns í Mark-
aðnum, fylgiblaði
Fréttablaðsins um
viðskipti og efna-
hagsmál, síðasta
miðvikudag. Þar
kom fram hvern-
ig léttlestakerfi
(eða sporvagn)
geti haft áhrif á
þróun byggðar í
borginni.
Dagur segir liggja fyrir að höfuð-
borgarsvæðið þurfi afkastameiri
almenningssamgöngur. „Og sveit-
arfélögin hafa verið að skoða bæði
hraðvagnakerfi og hugsanlega
léttlestakerfi,“ segir hann. Val á
afkastameira kerfi almenningssam-
gangna og útfærslu þess segir hann
svo eitt af verkefnum í nýju svæðis-
skipulagi borgarinnar. „Þannig að
við tökum öllum svona hugmyndum
fagnandi inn í þá skoðun.“
Að mati Dags var áhugavert að sjá
hvernig nýtt aðalskipulag Reykja-
víkur var innblástur að verkefni
Gísla Rafns. „En með því verður
svona samgöngumáti í fyrsta skipti
að raunhæfum möguleika með því
að byggja þéttar á ákveðnum þró-
unarásum,“ segir hann, en í verk-
efni Gísla Rafns er gert ráð fyrir
GÍSLI RAFN
GUÐMUNDSSON
DAGUR B.
EGGERTSSON
UMRÆDDUR ÞRÓUNARÁS Hér hefur verið teiknuð leið léttlestar (sporvagns) um
þróunarásinn í aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030 þar sem byggð á að þéttast, frá
Mýrargötu um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, yfir Elliðavog, um Stórhöfða
og að nýrri byggð við Keldnaholt í Grafarvogi. MYND/GÍSLI RAFN GUÐMUNDSSON
Áratug gæti tekið að
leggja léttlestakerfi
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu er samstiga í að skoða hvernig bæta megi al-
menningssamgöngur, segir borgarstjóri Reykjavíkur og er sammála um nauðsyn
þess að ráðast í slíkar framkvæmdir. Getur verið hluti af því að bæta kjör hjá fólki.
STÓRBORGAR-
BRAGUR Ein
teikninga úr loka-
verkefni Gísla.
léttlestakerfi með föstum biðstöðv-
um þar sem fyrir liggur að þétta
eigi byggð í borginni, frá miðbæ í
vestri og um Suðurlandsbraut, Voga
og upp í Grafarvog.
Fjöldi kosta fylgir bættum
almenningssamgöngum að mati
borgarstjóra. Þannig geti líka verið
kjaramál að hafa aðgang að góðum
og öruggum ferðamáta. „Þá þarf
ekki jafnstóra bílakjallara undir
húsum, en þeir vega mjög þungt í
íbúðaverði. Svo skiptir heimilin
líka máli að þurfa ekki að reka tvo
bíla,“ segir hann. Að auki séu þekkt
hliðar áhrif í þá veru að svæði í
kring um lestarstöðvar og góðar
almenningssamgöngur verði eftir-
sóttari, bæði til uppbyggingar og
eins vegna aukinna lífsgæða.
Um leið viðurkennir Dagur að
horft sé til lengri tíma í vangavelt-
um sem þessum „Jafnvel þó við
tækjum svona ákvörðun í dag, þá
sýnir reynslan erlendis frá að það
tekur auðveldlega áratug að hrinda
henni í framkvæmd.“ Mestu máli
skipti hins vegar að orðin sé til á
höfuðborgarsvæðinu mjög breið
samstaða um að efla þurfi almenn-
ingssamgöngur. „Við áttum okkur á
því að þær þurfa að vera afkasta-
meiri og að þetta þurfi að vera
hágæðasamgöngur og sveitarfé-
lögin eru samstiga í að skoða þessi
mál. Ég á því von á því að þessi
umræða verði ennþá meira áberandi
á næstu misserum.“ olikr@frettabladid.is
TYRKLAND, BBC Lögreglan í Tyrk-
landi handtók minnst 23 starfs-
menn fjölmiðla þar í landi í gær.
Meðal þeirra handteknu er
Ekrem Dumanli, ritstjóri dag-
blaðsins Zaman, sem hefur verið
einn helsti andstæðingur forset-
ans. Er fréttist af handtökunum
safnaðist fjöldi manns saman fyrir
utan skrifstofur blaðsins og kom í
veg fyrir að hægt væri að flytja
starfsmenn blaðsins á brott. Hand-
tökurnar tókust í annarri atrennu.
Á laugardaginn lýsti Recep
Tayyip Erdogan forseti því yfir
að til stæði að hreinsa landið af
mönnum sem hann sagði leggja á
ráðin um byltingu. Dagsetningin
er ekki talin tilviljun en ár er síðan
fjölmiðlar flettu ofan af spillingar-
máli sem kostaði fjóra ráðherra í
ríkisstjórninni stólinn. Líf ríkis-
stjórnarinnar hékk á bláþræði en
hún hélt velli. Nú á að koma í veg
fyrir að slík atvik geti endurtekið
sig. - jóe
Meintir landráðamenn handteknir í Tyrklandi:
Tugir teknir höndum
MÓTMÆLI Mannfjöldi reynir að hindra handtöku ritstjóra Zaman. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SVÍÞJÓÐ Þórður Erlingsson, sem á
og rekur hugbúnaðarfyrirtækið
InExchange, var nýlega valinn
athafnamaður ársins í Skaraborg-
héraði í Svíþjóð af samtökum
atvinnulífsins þar ytra. Frá þessu
greinir fréttamiðillinn Feykir.
Fyrirtækið sérhæfir sig í raf-
rænum reikningum fyrir fyrir-
tæki á netinu og hefur vaxið
ört þegar kemur að veltu. Síðar
verður valið úr öllum héruðum í
Svíþjóð og verður Þórður með í
þeirri kosningu. - kbg
Hröð velta netfyrirtækis:
Kosinn athafna-
maður ársins
ORKUMÁL Carbon Recycling
hyggst reisa aðra og stærri verk-
smiðju en þá sem fyrirtækið
rekur í Svartsengi. Verksmiðjan
myndi tífalda framleiðslugetu
fyrirtækisins sem hefur unnið
eldsneytið metanól úr útblæstri
orkuvers HS Orku.
Einnig eru tvær aðrar verk-
smiðjur hér innanlands á teikni-
borðinu sem myndu þá tengjast
öðrum jarðvarmavirkjunum á
Íslandi. Verksmiðjan í Svartsengi
tók til starfa 2012. - kmu
Carbon Recycling í sókn:
Framleiðslan
verður tífölduð
SAMGÖNGUR Rússnesk herþota og farþegaflugvél SAS, á leið frá Kaup-
mannahöfn til Poznan í Póllandi, lentu nærrum því saman síðastliðinn
föstudag. Atvikið átti sér stað í alþjóðlegu loftrými. Sænsk yfirvöld
herma að hefðu flugumferðarstjórar ekki gripið inn í hefði farið illa.
Rússnesk yfirvöld neita þessum ásökunum.
„Flug þotunnar fylgdi öllum reglum. Hún rauf ekki lofthelgi neinna
ríkja og flaug hvergi of nálægt nokkurri farþegavél,“ segir Igor Konas-
henko, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands.
Þetta er ekki í fyrsta skipti á undanförnum mánuðum sem rússnesk
hernaðartæki komast í fréttir. Sænsk yfirvöld segjast hafa séð kaf-
bát nálægt Stokkhólmi og herksip eiga að hafa siglt á Ermasundi fyrir
skömmu.
Í báðum tilvikum liggja Rússar undir grun.
- jóe
Rússnesk herþota flaug of nærri farþegaflugvél:
Stórslysi afstýrt er tvær farþega-
flugvélar skullu nærri saman
FLUGVÉL Forráðamenn SAS hafa gert lítið úr atvikinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP