Fréttablaðið - 15.12.2014, Page 16
15. desember 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudótt-
ir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í
síðustu viku þegar hún gagnrýndi að
Langholtsskóli stæði fyrir hefðbund-
inni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði
„algerlega ólíðandi að skólar hafi milli-
göngu um trúarinnrætingu barna“.
Fyrir nokkrum misserum voru sett-
ar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykja-
víkurborgar, í báðum tilvikum með
atbeina VG, um samskipti skóla og trú-
félaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel
innan þeirra reglna. Í reglum borgar-
innar segir að heimsóknir í tilbeiðslu-
hús á skólatíma séu undir handleiðslu
kennara og liður í fræðslu um trúar-
brögð í samræmi við aðalnámskrá. Í
viðmiðunum menntamálaráðuneytisins
segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum
við stórhátíðir kristninnar telst hluti af
fræðslu um trúarhátíðir og menningar-
lega arfleifð þjóðarinnar.“
Sú spurning vaknar þá hvers vegna
VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og
sakar það að ósekju um að brjóta regl-
urnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér
fyrir því að þær verði endurskoðaðar
þannig að algjörlega verði tekið fyrir
kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla
aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum
að styðja þá reglubreytingu?
Foreldrar hafa getað valið að börn
þeirra fari ekki með í kirkjuferðir
skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf
þá líka að vera skemmtilegur og metn-
aðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott,
en bent hefur verið á að það geti þýtt
að einhverjum finnist hann hafður
útundan. Við þurfum að vanda okkur
við framkvæmdina, en þetta eru ekki
rök fyrir að hætta kirkjuferðunum.
Við getum spurt sem svo: Ef foreldr-
ar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu
ekki um önnur trúarbrögð en kristni
og legðust gegn því að þau færu til
dæmis í vettvangsferð í bænahús mús-
lima, myndu borgaryfirvöld bregðast
við þeim óskum með því að afleggja
fræðsluna?
Það vekur furðu að á sama tíma og
mannréttindaráð borgarinnar leggur
áherslu á að efla virðingu fyrir trú og
menningu margvíslegra minnihlutahópa
skuli formaður þess ráðast að góðri og
gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér
þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskilj-
anlegur hluti af okkar menningu, jafn-
vel þótt margir eða jafnvel flestir taki
ekki þátt í því af mikilli trúarsannfær-
ingu. Verðskuldar trúar- og menningar-
arfur meirihluta borgarbúa ekki líka
virðingu og umburðarlyndi?
Jólahefð eða innræting?
TRÚMÁL
Hildur
Sverrisdóttir
borgarfulltrúi
FA
S
TU
S
_E
_5
5
.1
2
.1
4
Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Brýnt
í jólasteikina
Keramik hnífabrýni
Goursharp Pro
Kr. 5.157,-
K
annski eru starfandi stjórnmálamenn langt í frá að
vera þeir verstu sem hér hafa starfað. Í afar upp-
lýsandi fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, hefur
Svavar Hávarðsson blaðamaður upplýst okkur um,
eða kannski rifjað upp, stórkostleg níðingsverk gegn
íslenskri náttúru. Svo langt gekk sú endemis vitleysa að bændum
var borgað fyrir náttúruspjöllin, og borgað því meir sem eyðilegg-
ing af störfum þeirra var meiri.
Afleiðingarnar eru stórkostlegar
og mun seint, og jafnvel aldrei,
gróa um heilt.
Ráðamenn þess tíma fengu
þá hugdettu að láta grafa skurði
í votlendi og þurrka þannig upp
mýrar. Og það var grafið og
grafið og ekki var hætt að grafa
fyrr en 33.000 kílómetrar af skurðum höfðu verið grafnir. Það er
ótrúlega mikið. Gáum að því að þvermál jarðarinnar um mið-
baug er litlu meira, eða um 40.000 kílómetrar. Mikið votlendi var
þurrkað upp og aðeins áttundi hluti þess hefur verið nytjaður. Allt
hitt hefur aldrei verið notað og verður trúlega aldrei. Við hættum
greftrinum ekki fyrr en hætt var að borga bændum fyrir hryðju-
verkin gegn náttúrunni.
Og hverjar eru svo afleiðingarnar? Losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa
verið með framræslu er miklu meiri en frá allri brennslu jarð-
efnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Helmingur alls votlendis á
Íslandi hefur verið ræstur fram. Þegar ljóst var hvað við höfðum
gert var ákveðið, og vel á minnst fyrir tuttugu árum, að endur-
heimta votlendið, að moka ofan í skurðina.
Verulegur hluti þessa lands, sem var þurrkaður, er ekki nýttur
en inngripið í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands
er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tíma-
bili til ársins 2012 var aðeins sex ferkílómetrar. Það sem vitað er
núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að fram-
ræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold
sem stuðlar að losun út í andrúmsloftið. Losunin er mjög mikil
á Íslandi. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en
samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi.
Þvílíkur gauragangur í mannfólkinu.
Og það er ekki eins og þetta sé nóg. Nei, heldur betur ekki. Eftir
fádæma ofbeit á landinu og með öðru háttarlagi er svo komið að
það þarf að græða upp eina milljón hektara lands og brýnt er að
ráðast í að græða upp 500.000 hektara. Sem er allt annað en það
sem við erum að gera, en árlega er unnið við að græða upp 12.500
hektara, það er allt. „Við verðum því að leggjast mun þyngra á
árarnar ef við eigum að vinna upp það sem glatast hefur á síðustu
öldum,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í viðtali við
Svavar Hávarðsson blaðamann.
„Landsmenn skulda íslenskri náttúru að stöðva jarðvegseyðing-
una og endurheimta horfna landkosti. Við höfum líka undirritað
ótal alþjóðlega samninga á þessu sviði og verðum að standa við
þá,“ sagði Sveinn.
Við getum fundið að nústarfandi fólki í stjórnmálum, en trúlega
voru forverar þess engu skárri.
Súpum nú seyðið af ábyrgðarleysi fyrri kynslóða:
Hryðjuverkin á
náttúru Íslands
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Fólkið borgar leiðréttinguna
Eins og allir vita var settur banka-
skattur á til að afla fjár fyrir skulda-
leiðréttingu ríkisstjórnar Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar. Bankarnir
fundu einföldustu leið, af öllum
einföldum, til að standa
undir hinum nýja skatti.
Eftir að Seðlabankinn kynnti
lækkun stýrivaxta blasti
aðgerð bankanna við. Þeir
sem sagt ákváðu að láta við-
skiptavini sína borga
bankaskattinn. Þeir
einfaldlega juku
vaxtamuninn,
þannig að þegar
þeir urðu að
lækka útláns-
vexti lítið eitt,
minna en efni
stóðu til, lækkuðu þeir innlánsvext-
ina gott betur og mismunurinn fer
í að borga bankaskatt ríkisstjórnar-
innar. Þannig að þau skuldlausu, sem
fá enga leiðréttingu, borga drjúgan
hluta skuldaleiðréttingarinnar.
Sveinbjörg til bjargar
Sigmundur sagði frá því á Face-
book-síðu sinni að hann hefði
farið á jólaball í gær þar sem
fjöldi leikskólabarna skemmti
sér innilega við
söng og dans.
Jólasveinarnir
sem mættu
hafi hins
vegar
orðið
smeykir
þegar
kom að því að syngja Heims um ból
af ótta við útsendara frá mannrétt-
indaráði Reykjavíkurborgar. Vísaði
hann þar til ummæla Lífar Magneu-
dóttur, formanns ráðsins, sem telur
það stangast á við samskiptareglur
borgarinnar við trúfélög að
flytja börnum hugvekju í
kirkjum. Sigmundur þarf
væntanlega ekki að missa
mikinn svefn yfir útsend-
urum mannréttindaráðs
þar sem flokkssystir
hans í borgarstjórn
tók á fimmtudag
sæti í starfshópi
um endurskoðun
mannréttindastefnu
Reykjavíkurborgar.
sme@frettabladid.is /
fanney@frettabladid.is