Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 2
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Kristbjörg, er ekkert hægt að stóla á Sess? „Ég get ekki setið undir svona spurningum.“ Reykjavíkurborg hefur samþykkt að farga sófum og stólum sem reyndust fölsuð. Hús- gögnin voru keypt af versluninni Sess. Krist- björg Stephensen er borgarlögmaður. MENNING Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu jóla- ljósmyndina. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum. Besta myndin verður á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og fleiri myndir úr keppninni í blaðinu og á Vísi. Þátttakendur hlaða upp myndum á ljosmyndakeppni.visir.is. Les- endur geta kosið bestu myndina. Niðurstaða þeirra gildir að hálfu á móti áliti dómnefndar blaðsins. Hver þátttakandi á að senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í aðdraganda jólanna. Jólaljósmyndakeppnin stendur frá deg- inum í dag, 17. desember, fram að miðnætti sunnudaginn 21. desem- ber. Tilkynnt verður um úrslit á aðfangadag. - gar Glæsileg verðlaun í samkeppni Fréttablaðsins og Vísis: Tekur þú bestu jólamyndina í ár? SKARÐSHYRNA Verðlaunamyndin í fyrra var tekin af Jóni Hilmarssyni. MYND/JÓN HILMARSSON VIÐSKIPTI Þann 19. janúar næst- komandi þurfa handhafar greiðslukorta að staðfesta með pin-númeri þegar þeir greiða með greiðslukortum fyrir vörur. Hingað til hafa korthafar sem muna ekki pinnið getað staðfest greiðslur með því að ýta á græn- an takka á posunum. Það verður ekki hægt frá þeim tíma. Hægt er að nálgast pinnið í netbönkum, öppum eða hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrir- tæki sem gefur út kortið. - jhh Undanþágur afnumdar: Pinnið verður nauðsynlegt STJÓRNSÝSLA Svo virðist sem við- skipti nokkurra einkafyrirtækja við Vegagerð ríkisins standist ekki lög eða reglur. Starfsmenn Vega- gerðarinnar hafi gert samninga, sem samtals nemi á sjöunda hundr- að milljóna króna, við ættingja, maka og sig sjálfa. Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í gær. „Við erum að gera betrumbæt- ur, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Hreinn Haraldsson vega- málastjóri sem kvaðst hafa verið að moka snjó og misst af Kastljósi. - bá Meint vafasöm viðskipti: Vegamálastjóri betrumbætir SVEITASTJÓRNARMÁL „Nei, það er ekki búið að taka neinar ákvarð anir í því,“ segir Dagur B. Eggertsson, spurður um hvaða húsgögn verði keypt í staðinn fyrir fölsuðu Le Corbusier-húsgögnin í Ráðhúsinu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Reykjavíkurborg þurfa að farga fjölda sófa og hægindastóla sem hafa reynst vera fölsuð vara. Dagur segir að málið sé ekki komið lengra en það að borgin sé í sam- skiptum við Cassina, framleiðanda hinna ósviknu Le Corbusier-hús- gagna. „Manni svíður það að þurfa að farga heilum húsgögnum,“ segir Dagur og bendir á að þetta minni svolítið á umræðuna um matarsóun. Dagur segir að margir hafi haft samband til þess að falast eftir því að fá húsgögnin til sín. „Þetta eru algengustu tölvupóstarnir sem ég hef fengið eftir að málið kom upp. Fjölmargar góðar ábendingar,“ segir Dagur. Hann segir miður að geta ekki orðið við þessum ábendingum. „En auðvitað skilur maður líka höf- undarréttarsjónarmiðið,“ bætir Dagur við. Borginni sé þröngt snið- inn stakkur í ákvarðanatöku í þessu máli. - jhh SPURNING DAGSINS Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Tölvupósti rignir yfir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna fölsunarmáls: Mikil viðbrögð vegna húsgagna BLÓÐUGT Dagur B. Eggertsson segir marga hafa skoðanir á því hvert hús- gögnin eigi að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu fer fram á að gæslu- varðhald yfir einum manni verði framlengt til 12. janúar næstkom- andi þar sem hann er grunaður um að hafa stungið Sebastian And- rzej Golab á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upphaflega voru þrír menn sett- ir í gæsluvarðhald en hinum tveim- ur hefur nú verið sleppt. Héraðs- dómur Reykjavíkur féllst á beiðni lögreglunnar en lögmaður þess grunaða hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitar sakborningur- inn sök og segist ekki hafa vitað það þegar Sebastian var stunginn eða hver var að verki. Vopnið sem notað var við árásina hefur ekki enn fund- ist. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Málið vakti mikla athygli þar sem það þykir kraftaverki líkast að Sebastian sé á lífi. Hann var stung- inn í gegnum hjartað og skildi hníf- urinn eftir sig gat í hjartanu. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá var hann fluttur á slysadeild þar sem læknar Landspítala, og þar fremstur meðal jafningja Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungna- skurðlæknir, unnu ótrúlegt björg- unarafrek þegar hjarta Sebastians var hnoðað aftur í gang. - fbj Tveimur sleppt vegna hnífsstungu á Hverfisgötu en sá þriðji liggur enn undir grun þrátt fyrir að neita: Varðhald framlengt í hjartastungumálinu EINN Í GÆSLUVARÐHALDI Upphaflega voru þrír hnepptir í varðhald vegna stunguárásar við Hverfisgötu en nú situr aðeins einn eftir. MYND/ÞORGEIR ÓLAFSSON Þetta eru algengustu tölvupóstarnir sem ég hef fengið eftir að málið kom upp. Fjölmargar góðar ábendingar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. MENNING Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsinu, keypti eftirlíking- ar af hinni þekktu hönnun Arne Jacobsen sjöunni þegar það vant- aði stóla í safnið á árunum eftir hrun. Stólunum hefur núna verið fargað, eftir að Eyjólfur Pálsson í Epal gaf safninu ekta sjöur. „Hann gaf safninu sjöur af mikilli rausn og þessum eftirlík- ingum var fargað,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns- ins, í samtali við Fréttablaðið. Hafþór segir að eftirlíking- arnar hafi ekki verið lengi í safn- inu. „En þær voru keyptar eftir hrunið. Við gátum ekki fengið sjöur á þeim tíma,“ segir Hafþór. Eyjólfur í Epal hafi bent safninu á að það passaði ekki að hafa þar eftirlíkingar og boðist til að gefa safninu raunverulegar sjöur. Nýju stólarnir komu svo í húsið þann 4. desember 2013. Aðspurð- ur hve marga stóla safnið hafi fengið að gjöf frá Epal segir Haf- þór að þeir hafi verið 25. „Þannig að þú sérð að þetta var rausnar- leg gjöf,“ segir hann. Hafþór segir að stólarnir hafi verið orðnir mjög lélegir og farið í Sorpu. „Þeir hefðu ekki komið neinum öðrum að gagni,“ segir Hafþór. Eyjólfur Pálsson segir í sam- tali við Fréttablaðið að hann hafi séð stólana í Hafnarhúsinu og stólarnir hafi truflað sig. „Þeir voru keimlíkir, en það er ekki mitt að segja hvort þeir hafi verið eftirlíkingar,“ segir hann spurður út í málið. Eftir þetta hafi hann farið að ræða við for- svarsmenn Listasafnsins. „Þeir áttu engan pening. Og hvað gerir maður? Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleiðandann. Þeir gáfu helming og við helming,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að opinberir aðilar hafi verið góðir viðskipta- vinir í gegnum árin og því hafi það verið sjálfsagt að liðsinna opinberri stofnun sem þurfti lið- sinni. „Epal verður 40 ára á næsta ári og alltaf á sömu kennitölunni, vel að merkja. Við myndum ekki vera það nema við hefðum haft góða viðskiptavini í gegnum árin og hið opinbera hefur verið góður viðskiptavinur. Þegar þeir lenda á villigötum þá leið- réttum við það,“ segir Eyjólfur. jonhakon@frettabladid.is Listasafn sparaði og keypti eftirlíkingar Listasafn Reykjavíkur keypti 25 stóla eftir hrun sem voru eftirlíking af hinni vin- sælu sjöu eftir Arne Jacobsen. Eigandi Epal gerði athugasemd við stólana og bauðst til þess að gefa safninu ekta sjöur. Eftirlíkingunum var fargað í framhaldinu. EKTA HÖNNUN Svona líta sjöurnar frá Arne Jacobsen út sem Listasafnið á. Safnið keypti eftirlíkingar þegar ekki var til peningur fyrir alvöru hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleið- andann. Þeir gáfu helming og við helming. Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.