Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 44
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 36
Nýleg grein á fréttamiðlinum Mother
Nature Network, sem leggur mikla
áherslu á umhverfismál, fjallar um
sókn bandarískra kvikmyndagerðar-
manna til Íslands. Þar segir að Ísland
sé kjörinn tökustaður af ýmsum
ástæðum. Ein af þeim sé skatta-
afslátturinn sem kvikmyndagerðar-
menn fái. „Við erum ekki stödd í
einum af dýrustu kjörnum heims.
Við getum boðið upp á gott verð
ofan á skattaafsláttinn,“ segir Daði
Einars son í greininni, einn stofnenda
framleiðslufyrirtækisins RVX. Hann
segir að skrifræðið sé lítið hér og að
hér séu engir valdapíramídar.
Einnig sé það endurnýtanlega
orkan sem umhverfisþenkjandi kvik-
myndagerðarmenn sækist í. „Ísland
er án efa að þróa ímynd sína sem
framsækinn og skapandi staður með
hreina orku,“ segir Daði. Þá megi
ekki gleyma gagnavinnslunni sem
geri lífið töluvert auðveldara fyrir
kvikmyndagerðarmenn á Íslandi og
til dæmis gerði RVX samning við
Verne Global sem rekur stórt gagna-
ver í Reykjanesbæ. - þij
Gagnaverin, skatturinn og náttúran
Fjallað er um Ísland sem þægilegan tökustað í grein Mother Nature Network.
LÍTIÐ SKRIFRÆÐI Daði segir að
hér séu engir valdapíramídar.
Framleiðendur James Bond hafa
undirritað auglýsingasamning
við Belvedere Vodka sem þýðir að
Daniel Craig getur byrjað aftur að
panta uppáhalds martini-drykkinn
sinn í nýju Bond-myndinni, Spectre.
Hann getur því eins og svo oft áður
óskað eftir „hristum en ekki hrærð-
um“ martini. Vangaveltur voru uppi
um að Bond myndi halda áfram að
drekka bjór í stað martinis, eins og
hann gerði í síðustu mynd, sérstak-
lega eftir að auglýsingasamningur
við Heineken var endurnýjaður.
Margir aðdáendur voru óánægðir
með breytinguna á drykkjarvenjum
kappans og geta því tekið gleði sína
á ný, miðað við þessi nýju tíðindi.
Hristur, ekki hrærður
James Bond pantar aft ur uppáhaldsdrykkinn sinn.
DANIEL CRAIG OG MEÐLEIKARAR
Craig og meðleikarar hans í Bond-
myndinni Spectre. NORDICPHOTOS/GETTY
Úttektin Google’s Year in Search
var sú fjórtánda sem stórfyrir-
tækið Google hefur látið gera en
þar koma fram alls kyns upplýs-
ingar um það sem heimurinn hefur
verið að leita að á Google á árinu.
Þar kemur margt áhugavert fram,
meðal annars að Kim Kardashian
hafi ekki náð að brjóta veraldarvef-
inn eins og hún sagðist ætla að gera,
heldur var það Robin Williams sem
mest var „gúglaður“ á árinu. Í til-
efni af líðandi ári tekur Fréttablaðið
hér saman nokkra lista yfir það sem
mest var leitað að á árinu.
Google-leitir ársins
Google tekur saman að hverju alheimurinn leitaði á netinu fj órtánda árið í röð.
✥ ROBIN WILLIAMS
✥ WORLD CUP
✥ EBOLA
✥ MALAYSIA AIRLINES
✥ ALS ICE BUCKET
CHALLENGE
✥ FLAPPY BIRD
✥ CONCHITA WURST
✥ ISIS
✥ FROZEN
✥ SOCHI OLYMPICS
➜ Það sem mest var leitað að:
➜ Fólkið sem mest var leitað að:
1. JENNIFER LAWRENCE
2. KIM KARDASHIAN
3. JULIE GAYET
4. TRACY MORGAN
5. RENE ZELLWEGER
6. JARED LETO
7. LORDE
8. MATTHEW MCCONAUGHEY
9. AMAL ALAMUDDIN
10. DONALD STERLING
➜ Íþróttamennirnir
sem mest var leitað að:
1. JAMES RODRIGUEZ
2. MICHAEL SCHUMACHER
3. RAY RICE
4. LUIS SUAREZ
5. NEYMAR DA SILVA
SANTOS
6. MARIO GOTZE
7. JULES BIANCHI
8. FRANCISCO GUILLERMO
OCHOA MAGAÑA
9. MICHAEL PHELPS
10. RICHARD SHERMAN
➜ Þeir sem létust á árinu sem
mest var leitað að:
1. ROBIN WILLIAMS
2. PHILIP SEYMOUR HOFFMAN
3. PEACHES GELDOF
4. SHIRLEY TEMPLE
5. MAYA ANGELOU
6. JOAN RIVERS
7. GABRIEL GARCIA
MARQUEZ
8. LAUREN BACALL
9. JAMES AVERY
10. HAROLD RAMIS
➜ Alheimsfréttirnar sem
mest var leitað að:
1. EBÓLA
2. ISIS
3. FLUGLEIÐIR MALASÍU
4. KRÍMSKAGI/ÚKRAÍNA
5. FERGUSON
6. GAZA OG ÍSRAEL
7. SJÁLFSTÆÐISKOSNINGAR
SKOTA
8. RÉTTARHÖLD OSCARS
PISTORIUSAR
➜ Raftækin sem mest
var leitað að:
1. IPHONE 6
2. SAMSUNG GALAXY S5
3. NEXUS 6
4. MOTO G
5. SAMSUNG NOTE 4
6. LG G3
7. XBOX ONE
8. APPLE WATCH
9. NOKIA X
10. IPAD AIR
➜ HM-leikir sem mest
var leitað að:
1. BRASILÍA GEGN
ÞÝSKALANDI
2. ÞÝSKALAND GEGN ARGENTÍNU
3. BRASILÍA GEGN SÍLE
4. ARGENTÍNA GEGN BELGÍU
5. BRASILÍA GEGN KRÓATÍU
6. BRASILÍA GEGN HOLLANDI
7. HOLLAND GEGN MEXÍKÓ
8. ÞÝSKALAND GEGN PORTÚGAL
9. BRASILÍA GEGN MEXÍKÓ
10. BANDARÍKIN GEGN
ÞÝSKALANDI