Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 20
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is E ftir að hafa verið utan ríkisstjórnar í sex ár fékk Fram- sóknarflokkurinn óvenju mikið fylgi í kosningunum 2013. Slíkt fylgi er fátítt hjá flokknum, einkum á síðustu áratugum, og þetta fleytti flokknum til forystu í íslensk- um stjórnmálum. Forsætisráðuneytið varð þeirra. Það er ekki lítið. Engum dylst hver fer með völdin. Og til hvers er að hafa völd og nýta þau ekki? Það kunna framsóknarmenn og forysta flokksins er búin að sýna flokksmönnum hvað ber að gera, meðan valdið er þeirra. Um mitt Norðurland er staða Framsóknarflokksins einatt sterk. Sterk- ari en víðast. Hana skal gera sterkari og hvernig er best að gera það? Skapa nýtt, láta til sín taka í framsækni, í framsókn? Nei, taka það sem liggur fyrir fótum þeirra. Ríkisins eigur. Margt hefur gerst. Byrjum á varaformanninum, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann einn ákvað að rífa Fiskistofu upp með rótum og færa hana með húð og hári til Akureyrar. Hann hefur dregið ögn í land og segir nú hluta Fiskistofu eiga að fara norður, restin verði áfram í Hafnarfirði. Frægar eru hraðpeningafyrirgreiðslur forsætisráðherrans, sem mestar voru í hans kjördæmi, og nú vill gjörvallur þingflokk- ur Framsóknarflokksins svipta Reykvíkinga valdi til að ráða sínu skipulagi, og til þess á að koma lögum í gegnum Alþingi. Þingið er jú þeirra. Halda mætti að fólkið geri ekki ráð fyrir að komast í svona feitt á næstu árum og vilji því láta til sín taka. Þeim er því vorkunn, framsóknarmönnunum sem voru skip- aðir í það sem kallað er norðvesturnefnd flokksins. Þeir horfa á fordæmin, þar sem forystufólk flokksins hefur sýnt að það tekur það sem það langar til, hirðir ekkert um kostnaðinn. Hann er ekki þeirra, hann er þjóðarinnar. Norðvesturnefndarmönnum var gert að fara í kaupstaðarferð, fara til hinnar vondu höfuðborgar, og taka þar það sem hugurinn girntist. Eðlilega komu þeir heim með barmafulla innkaupakerru. Nú er Reykjavík sem opin kjörbúð og þar tekur hver það sem hann langar, allt í nafni byggðastefnu. Miðað við fordæmin má kannski segja að nefndarmönnunum sé ekki alls varnað. Þegar skoðað var í innkaupakerruna kom fyrst í ljós Rarik sem nefndarmenn sjá fyrir sér á Sauðárkróki, í næsta nágrenni við Byggðastofnun og Kaupfélagið sjálft, já, og svo vilja þeir meira líf í höfnina og komu með hálfa Landhelgis- gæsluna, það er skipahlutann, og hann á að verða á Sauðárkróki, hið minnsta meðan flokkurinn er í ríkisstjórn, meðan flokkurinn ræður. Í innkaupakerrunni var líka drjúgur hluti Vinnumálastofn- unar, gagnaver og fleira. Kannski má hrósa nefndarmönnum fyrir að ætlast ekki til meira en þess sem þeir þó settu í körfuna. Fram- sóknarmenn annars staðar á landinu vilja sínar kaupstaðaferðir. Ísland hefur verið annálað fyrir að hafa ekki byggðastefnu. Er þá búið að taka hana upp, kjörbúðarkerfið? Má ekki gera betur? Skapa nýtt, en ekki bara taka og hreyfa frá einum stað til annars. Og mun þá næsta ríkisstjórn vinna í hina áttina, færa allt til fyrra horfs. Þetta getur ekki gengið svona. Gerum betur. Byggðastefnan virðist byggjast á pöntunarlistum: Framsóknarmenn í kaupstaðarferð Nú á stuttum tíma hefur orðið mikil vit- undarvakning á umbúðarnotkun lands- manna. Tíu þúsund manns hefur líkað við fésbókarsíðuna „Bylting gegn umbúðum“ og þar fer fram mikil umræða í átt að umhverfisvænni lifnaðarháttum. Ég brosti mínu breiðasta nú nýlega þegar ég var staddur á kassa í Krónunni og fékk alveg glænýja spurningu frá starfsmanni: „Viltu maíspoka eða plastpoka?“ Þetta er eitt af þessum augnablikum sem fá mig sem ungan umhverfissinna til að hugsa, já, það er komið árið 2014. Það eru þó ekki allir tilbúnir í þessar breytingar. Sigurður Oddson verkfræð- ingur hefur nýverið skrifað greinar um hvað plast sé umhverfisvænt. En minnist þó ekkert á hve slæm áhrif plast hefur á lífríki sjávar eða á hundruð ára sem það tekur plastpoka að brotna niður í nátt- úrunni. Þá gagnrýnir hann maíspoka og segir þá vera blandaða plasti. Ótrúlegt er að Sigurður hafi ekki lesið framan á „maísplastburðarpokana“ sem í boði eru í helstu matvöruverslunum lands- ins frá Íslenska gámafélaginu eins og t.d. í Bónus og Krónunni. En þar stendur: „Þeir eru framleiddir úr endurvinnan- legu og lífrænu efni (maíssterkju) og inni- halda ekki polyethyethylene (sem er plast – innskot höfundar). Pokarnir „anda“ og henta því vel til geymslu á grænmeti og ávöxtum. Pokarnir brotna 100% niður á 10-45 dögum við góð jarðgerðarskilyrði.“ Sigurður hittir næstum því á góðan punkt þegar hann segir að umhverfisvænstu pok- arnir séu þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. En enn og aftur er lausn hans plastmenguð þegar hann bendir á plastpoka í þeim efnum. Hvað með taupoka? Það er gagnrýnisvert að Sigurður, sem er markaðsstjóri PMT (Plast, miðar og tæki), taki ekki fram þá hagsmuni sem hann hefur að gæta með greinaskrifum sínum um umhverfismál. Fyrirtækið sem hann starfar hjá selur fyrirtækjum ýmsar gerðir plastpoka og plastumbúða og eru nú í auknum mæli í samkeppni við Íslenska gámafélagið vegna vaxandi eftirspurnar eftir maíspokum. Nær væri að Sigurður beindi kröftum sínum í að finna út leiðir til að sinna betur þörfum viðskiptavina sinna um umhverfisvænni umbúðir heldur en að dreifa áróðri um að plast sé eftir allt saman umhverfisvænt. Í mörg horn er að líta þegar kemur að umhverfismálum og allar umbúðir hafa í för með sér einhver umhverfisáhrif. Því má færa rök fyrir að engar umbúðir séu umhverfisvænstu umbúðirnar. Best væri ef við gætum verslað án umbúða. Það er sannleikur sem ekki allir vilja heyra. Er allt í plasti hjá þér? UMHVERFISMÁL Kristján Andri Jóhannsson kynningarfulltrúi Ungra umhverfi s- sinna Þorsteinn og hárlitunin Blaðamenn Vísis lögðust í rannsókna- vinnu í leit að sérstökum ummælum þingmanna á þessu ágæta ári. Þorsteinn Sæmundsson talar oft og skýrt. Hann sagði: „Þau voru búin að selja íbúð sem þau áttu og voru farin í minni íbúð. Þau voru í skilum. Börð- ust um á hæl og hnakka. Og þessi ágæta kona sagði við mig: Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig. Það var fyrir fólk eins og þessa konu og hennar mann sem að við settum fram okkar tillögur.“ Vilhjálmur toppar allt Vilhjálmur Bjarnason toppar allt og alla: „Ég ætla fyrst að svara síðustu athugasemd háttvirts þingmanns varðandi að heimilistæki séu keypt sjaldan. Það er nefnilega einmitt gott að þeir efnameiri geti keypt heimilis- tæki núna og skipt um, til þess að þeir efnaminni geti keypt góð heim- ilistæki á eftirmarkaði á lágu verði. Öllum til hagsbóta.“ Ekki má gera lítið úr þessum orðum, svona er bara Vilhjálmur, sér ótal tækifæri fyrir þá efnaminni, fólk sem greinilega á að geta komist vel af í landi þeirra auðugu. Afgangurinn er kannski nógur fyrir suma. Forsætisráðherrann og kjötið Ekki er hægt að halda áfram, að fjalla um sérstök orð á árinu 2014, án þess að nefna Sigmund Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra. Þessi tilvitnun verður eflaust lengi í minnum höfð: „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis, sem er ekki nógu vel eldað, á fólk á hættu að innbyrða þessa sýk- ingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Þessi orð ráðherrans féllu í misgrýttan jarðveg, að mestu í mjög grýttan. Nú er að bíða gullkorna ársins 2015. sme@frettabladid.is Íslenskir steinar og silfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.