Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2014 | SPORT | 43 UFC Það er risabardagakvöld fram undan í UFC þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Keppnin fer fram í Boston þann 18. janúar næstkom- andi. Írar eru fjölmennir í Boston og því búist við miklum látum í TD Garden-höllinni. McGregor er góðvinur Gunnars Nelson en þeir æfa undir hand- leiðslu sama þjálfara, Johns Kav- anagh, og hafa æft mikið saman. Meðal annars á Íslandi síðasta sumar er æfingar fyrir bardaga- kvöldið í Dublin fóru fram. Að sögn Haraldar Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, munu þeir félagar ekki æfa saman fyrir þennan bardaga en McGregor vill þó hafa Gunnar nærri. Þess vegna hefur hann beðið Gunnar um að vera í horninu hjá sér í bardagan- um gegn Dennis Siver. „Það verður mjög skemmtilegt. Gunni fer líklega út um viku fyrir bardagann og tekur þátt í fjör- inu,“ segir Haraldur en það verð- ur væntanlega stemning í höll- inni sem áhorfendur í Boston eru ekki vanir enda eru Írarnir þekkt- ir fyrir einstaklega líflega fram- komu á íþróttaviðburðum. Þeir slógu einmitt heimsmetið í hávaða á UFC-viðburði í Dublin síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvenær Gunnar berst næst en hann var með auga á bardagakvöldi í Lond- on í lok febrúar en búið er að fresta því kvöldi um óákveðinn tíma. „Það skýrist vonandi fljótlega í janúar hvar Gunnar berst næst. Þeir hjá UFC vissu að hann vildi hvíla fram í miðjan febrúar,“ bætir Haraldur við. - hbg Verður í horninu hjá McGregor Gunnar Nelson fer til Boston eft ir áramót og aðstoðar Conor McGregor. FÉLAGAR Gunnar og Conor eru hér saman á góðri stund. Þeir hafa æft mikið saman. MYND/HÖRÐUR GOLF Rory McIlroy, besti kylfing- ur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að ungmennum á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf fækk- aði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman af því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Anci- ent-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. - tom Þarf að spila golf hraðar NÝJAR HUGMYNDIR Rory vill breyta golfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SIGLINGAR Ef þú ert siglingakappi og stefnir á ÓL í Ríó árið 2016 þá þarftu kannski að fara að hugsa þig tvisvar um. Vísindamenn voru að birta skýrslu um ástandið í sjónum þar sem siglingakeppnin í Ríó fer fram. Sjórinn er hreinn viðbjóður og hreinlega hættulegur. Samkvæmt AP-fréttastofunni fara 70 prósent af skólpinu í Ríó alveg óhreinsuð beint út í flóann fyrir utan borgina. „Þetta er í raun bara skólpflói,“ segir Leona Deckelbaum umhverfisverndar- sinni en hún hefur barist fyrir því að flóinn verði hreinsaður. Skipuleggjendur Ólympíuleik- anna hafa lofað því að hreinsa flóann fyrir leikana. - hbg Siglt í skólpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.