Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 54
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Ég þurfti að fara í áheyrnarprufu til að sækja um skólastyrk og var einstaklega heppin og mér var boðinn skólastyrkur fyrir áfram- haldandi námi,“ segir Ragnheiður Ragnars dóttir sundkona, sem stund- ar nám í kvikmyndaleik við New York Film Academy í Los Angeles. Hún fluttist þangað í haust ásamt eiginmanni sínum Atla Bjarnasyni viðskiptafræðingi og syni þeirra Breka, sem er að verða tveggja ára. „Ég fékk fullt af skemmti- legum verkefnum á meðan ég var í skólanum í haust. Það er alltaf gaman að geta unnið smá með skól- anum og komið sér einnig á fram- færi þannig,“ segir Ragnheiður, en meðal verkefna sem hún tók að sér var leikur í nokkrum stuttmyndum. „Ég fór líka í nokkrar mynda- tökur, meðal annars hjá ljósmynd- ara sem heitir Mike Quain, en hann hefur myndað einhverjar stjörnur. Það var skemmtileg og öðruvísi myndataka, svolítið avant garde og ólíkt því sem ég hef gert áður,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldan ætlar að koma heim yfir jólin, en svo heldur hún aftur út til Los Angeles eftir áramót. „Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt í Hreyfingu og hlaða batteríin fyrir næstu önn,“ segir Ragnheiður, en þau stefna að því að fara aftur út í janúar. „Námið er mjög skemmtilegt og mér gekk vel og fékk mjög góðar einkunnir og umsagnir, enda lagði ég mig líka alla fram við þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir það hafa gengið vel að aðlagast og þeim líði vel úti. „Breki elskar að vera þarna. Við hittum alltaf ein- hverja á róló sem voru tilbúnir að spjalla og koma á „playdate“ þannig að það var alltaf líf og fjör,“ segir hún. Auk þess að vera á fullu í nám- inu heldur Ragnheiður úti blogg- inu www.rasdiner.com þar sem hún deilir hollum og góðum uppskrift- um og fróðleik um hreyfingu. „Ég hugsa vel um heilsuna og er oft beðin um uppskriftir og æfingaráð. Þetta heldur mér líka við efnið að borða hollt og hreyfa mig. Þannig líður mér betur og mig langar bara til að halda áfram að læra og vinna,“ segir Ragnheiður. adda@frettabladid.is Fékk skólastyrk fyrir námi í Los Angeles Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir gerir það gott í borginni Los Angeles. Á dögunum fékk hún skólastyrk fyrir áframhaldandi námi í kvikmyndaleik. ÆTLAR AÐ NÁ LANGT Ragnheiður er staðráðin í að láta draumana rætast í Los Angeles. MYND/ MIKE QUAIN Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt. Ragnheiður Ragnarsdóttir „Þetta endaði sem betur fer vel og var meira að segja nokkuð fyndin saga að lokum,“ segir Ilmur María Stefánsdóttir, móðir ungu leikkonunnar Grímu Vals- dóttur sem fer með hlutverk Herra Níels í Línu Langsokk. Á laugardag varð Gríma fyrir því óhappi að renna og detta á höfuðið rétt fyrir sýningu og gat því miður ekki tekið þátt. „Sem betur fer er sýningarstjórinn, hún Ingibjörg, svo skelegg að hún mældi hin börnin sem eru í sýn- ingunni og fann út hver myndi passa í apabúninginn,“ segir Ilmur. Úr varð að Bjarni Hrafnkels- son, sem fer með hlutverk skóla- drengs í sýningunni, stökk inn og lék Níels fyrir hlé. Sýningar- stjórinn fór svo í það að ná í föður Mikaels, sem leikur Níels á móti Grímu. „Hún hringdi og fékk þær upp- lýsingar að hann væri á fundi. Eitthvað heyrði hún vitlaust og fannst eins og hann væri í sundi svo hún hringdi í allar sund- laugar á höfuðborgarsvæðinu og lét kalla upp pabba Herra Níels,“ segir Ilmur og hlær. Allt fór vel að lokum og náð- ist í aukaleikarann sem fór upp á svið eftir hlé. Ilmur segir að Gríma sé orðin hress og taki þátt í næstu sýningu eins og ekkert hafi í skorist. „Það passar henni vel að leika apann Níels þar sem hún er algjör prílari og er eiginlega vön að detta,“ segir hún. - asi Náðu að bjarga Herra Níels Gríma Valsdóttir sem leikur Herra Níels lenti í óhappi rétt fyrir sýningu. FLOTT SEM NÍELS Hér er Gríma í hlut- verki apans hennar Línu, Herra Níels. „Mér leiðist svo rosa mikið að kaupa mér föt – ég myndi helst vilja vera í sama jólakjólnum á hverju ári.“ Heiðdís Helgadóttir teiknari. JÓLAFÖTIN JÓLATILBOÐ 69.900 KRÓNUR JÓLATILBOÐ 99.900 KRÓNUR „Þetta byrjaði allt á þessari hug- mynd, hvað ef Anna Karenína væri íslensk og uppi á okkar tíma,“ segir Helga Björg Gylfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur stuttmyndar- innar ANNA. Handritið var unnið upp úr skáldsögunni Önnu Karenínu eftir Leo Tolstoj sem gefin var út 1877. Í stuttmyndinni er sögu sviðið fært til Reykjavíkur nútímans og upplifir Anna álíka atburði og í bókinni. „Þessi magnaði karakter sem Tolstoj skapaði sat í mér frá því ég var tuttugu og tveggja ára og las bókina fyrst. Mér fannst sterkt hvernig Anna þorir að fylgja innsæi sínu,“ segir Helga Björg og bætir við að sér hafi þótt áhugavert að taka nítjándu aldar skáldsögu og færa í íslenskan raunveruleika. Í myndinni er Anna tvíkyn- hneigð og gift Katrínu eða Kar- enín, mennta- og menningarmála- ráðherra, en Anna er ástfangin af leikaranum Veturliða eða Vronsky. „Mér fannst það bara vera ákveð- in endurspeglun á íslenskum raun- veruleika í dag,“ segir Helga Björg, aðspurð af hverju persóna Önnu er tvíkynhneigð. ANNA verður sýnd í Bíói Paradís á morgun klukkan sex. - gló Tvíkynhneigð Anna Karenína Stuttmynd byggð á skáldsögunni Önnu Karenínu sýnd í Bíói Paradís annað kvöld. HELGA BJÖRG Leikstýrði og skrifaði handritið að stuttmynd um Önnu Karenínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.