Fréttablaðið - 01.06.2015, Page 10

Fréttablaðið - 01.06.2015, Page 10
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! SJÁVARÚTVEGUR Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) sam- þykktu á aðalfundi sínum í gær að ráðast í herferð til markaðs- setningar íslensks sjávarfangs. Það verður gert undir yfirskrift- inni „Fiskur frá Íslandi“ og bein- ist beint að neytendum. Mögu- leikarnir til að auka verðmæti sjávarfangs héðan virðast gríðar- legir en verk- efnið er hugsað til langs tíma. Þ et ta kom fram á ráðstefnu Samtaka fyrir- tækja í sjávar- útvegi (SFS) á föstudag, þar sem markaðs- setning og aukin verðmæti sjávarafurða voru í for- grunni. Nálgun Kolbeins Árnason- ar, framkvæmdastjóra SFS, að verkefninu í erindi sínu var allr- ar athygli verð. Íslendingum er tamt að vega og meta árangur sinn í fiskveiðum í tonnum, en hann benti á að á hverjum degi framleiðir íslenskur sjávarút- vegur sem nemur 20 milljónum máltíða á mörkuðum okkar með sjávarfang. Þó að hans mati sé flest vel gert við veiðar, vinnslu og sölu á sjávarfangi á Íslandi þá sé ástæða til að taka mark- aðsmálin „alvarlega til skoðun- ar“, enda beri greininni að gera sífellt betur þegar ábyrgð henn- ar gagnvart íslensku samfélagi sé höfð hugföst. Hann tiltók að íslenskur sjávarútvegur væri sá eini í OECD-löndunum sem skil- ar meiru til samfélagsins en hann þiggur í formi ríkisstyrkja. Helga Thors, markaðsstjóri SFS, gerði grein fyrir ákvörðun aðalfundar samtakanna í gær – að ráðast í markaðsátak eða herferð. Nokkuð sem hefur verið í undir- búningi um skeið. Helga sagði að í sem einföld- ustu máli væri takmarkið að auka verðmætin. Til þess yrði lögð áhersla á sérkenni lands og þjóð- ar og okkar villta fisk, sjálfbærni veiðanna, tækni og nýsköpun. „Við höfum frábæra sögu að segja en við höfum ekki verið að segja hana markvisst hingað til,“ sagði Helga og bætti við að þrátt fyrir velgengni höfum við sjálf ekki stjórn á vörumerkinu „Fiskur frá Íslandi“, en um 99% af öllu sjávar- fangi veiddu á Íslandsmiðum eru flutt út – en 90% af því magni fara fyrst í hendurnar á millilið- um hvers konar. „Nú ætlum við að tala við neytendur beint.“ Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar útvegsráðherra sagði í sínu erindi að telji greinin eftirsóknar- vert að fá liðsinni stjórnvalda við markaðssetningu þá sé hann boð- inn og búinn til að vinna að því á sínum vettvangi. svavar@frettabladid.is Sjávarútvegsfyrirtæki farin í alþjóðlegt markaðsátak Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda utan um herferð í markaðsmálum íslensks sjávarfangs. Kastljósinu er beint að neytendum. Tækifærin eru mikil enda selja íslensk fyrirtæki 20 milljónir fiskmáltíða á hverjum degi. Á SJÓ Íslendingar fá 40% hærra verð fyrir sínar afurðir en Norðmenn– engin þjóð þénar jafn mikið hlutfallslega á sjávarútvegi og er á sama tíma jafn háð fiskveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE KOLBEINN ÁRNASON STJÓRNMÁL Bláa blokkin svokall- aða er með meirihluta í skoðana- könnun Berlingske um fylgi stjórn- málaflokkanna í þingkosningum í Danmörku. Þingkosningar fara fram í land- inu þann 18. júní næstkomandi. Bláa blokkin er með 51,7 prósent atkvæða. Rauða blokkin svonefnda er með 48,3 prósenta fylgi sam- kvæmt könnuninni. Fram til þessa hefur jafnaðar- mönnum Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra gengið vel en aðrir vinstriflokkar fóru að gefa eftir. Stuðningurinn við Jafnaðar- mannaflokkinn er um 25 prósent en þrátt fyrir gott gengi flokks- ins mælist nú bláa blokkin með meirihluta atkvæða. Þar fer Lars Lökke, formaður Venstre, fremst- ur í flokki. Til bláu blokkarinnar í dönskum stjórnmálum teljast Venstre, Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur aukið fylgi sitt mikið að undanförnu, og danski íhaldsflokkurinn. Til rauðu blokkarinnar teljast Sósíaldemókratar, Einingarlistinn, Radikale venstre og stuðningsflokk- ur ríkisstjórnar Thorning-Schmidt. - ngy Þingkosningar fara fram í Danmörku þann 18. júní: Bláa blokkin stærst ÞINGKOSNINGAR Forsætisráðherra Danmerkur boðaði til þingkosninga 18. júní næstkomandi. VEIÐI Þjóðgarðsvörður hefur fram- lengt bann við stangveiði með beitu í Þingvallavatni vegna vorkulda og síðbúinnar göngu stórurriðans hans vegna. Veiði á allt agn átti að vera leyfilegt frá og með næsta mánudegi, 1. júní, en skyndilokun þjóðgarðsvarðar þýðir að aðeins fluguveiði er leyfð til 15. júní. Sleppa skal öllum veiddum fiski eins og skylda hefur verið til í vor. Þessi maímánuður er sá kald- asti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því talið nauðsyn- legt að grípa til aðgerða til vernd- unar urriðastofnsins. Í tilkynningu segir að mikil upp- bygging hefur átt sér stað á urriða- stofninum í Þingvallavatni undan- farin ár. „Hætt er við því að stórt skarð yrði höggvið í stofninn ef beituveiði myndi hefjast þar 1. júní. Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnum landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beitu- veiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.“ - shá Þingvallavatni lokað fyrir beituveiði til 15. júní: Lokað vegna vorkulda FALLEG VEIÐI Aðeins er veitt á flugu til 15. júní– öllum urriðum skal sleppt. MYND/HINRIK NEYTENDUR Húshitun og raf- magnskostnaður er hæstur hjá Orkubúi Vestfjarða (OV) sam- kvæmt úttekt Orkustofnunar fyrir Byggðastofnun. Er verðið á rafmagni og hús- hitun nærri tvöfalt dýrara en í Hveragerði þar sem verðið er lægst. Tekin var saman raforku- notkun og hitaveita og heildar- orkunotkun skoðuð. Rafmagnið er ódýrast á Akur- eyri en dýrast hjá OV. Þar er munurinn um 30 prósent. Meiri munur er á húshitun. Hún er ódýrust í Hveragerði en dýrust hjá OV og í dreifbýli á svæði RARIK. Verðmunurinn þar er rúmlega tvöfaldur. - sa Mismunandi orkukostnaður: Orka dýrust á Vestfjörðum HAGSTOFAN Vísitala framleiðslu- verðs lækkaði um 0,8 prósent frá mars til aprílmánaðar þetta árið samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Í apríl var hún 222,6 stig. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 277,3 stig, sem er hækkun um 0,7 prósent frá fyrri mánuði, og vísitala fyrir stóriðju var 229,4 stig og lækk- aði um 3,3 prósent. Vísitalan fyrir matvæli hélst óbreytt milli mánaða og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,0 prósent. - ngy Vísitala fyrir matvæli óbreytt: Lækkun á vísitölu framleiðsluverðs milljónir máltíða á dag sem Íslenskur sjávarútvegur framleiðir. 20 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 6 -3 6 F C 1 7 D 6 -3 5 C 0 1 7 D 6 -3 4 8 4 1 7 D 6 -3 3 4 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.