Fréttablaðið - 01.06.2015, Page 16

Fréttablaðið - 01.06.2015, Page 16
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLHEIÐUR EINARSDÓTTIR Gyðufelli 8, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 24. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík eða önnur líknarsamtök njóta þess. Kristján Þórarinsson Hafdís Ósk Kristjánsdóttir Eggert Friðriksson Einar Kristjánsson Anna María Ríkharðsdóttir Anna María Kristjánsdóttir Sigurður Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Tvö hundruð tuttugu og átta manns létust þegar flugvél Air France hrapaði í Atlants- hafið. Vélin var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þegar hún fórst. Allt til ársins 2011 fannst aðeins fimm- tíu og eitt lík. Þá fannst aðeins brak úr vélinni á yfirborði sjávar til ársins 2011. Vélin sjálf fannst á sjávarbotni tveimur árum eftir að hún hrapaði. Þá voru lík farþega enn um borð í flaki henni. Alls komu farþeg arn ir frá 31 landi og á meðal þeirra var einn Íslend ing ur. Sjötíu og þrír Frakk ar, fimmtíu og átta Bras il íu menn og tuttugu og sex Þjóðverj- ar voru á meðal þeirra sem voru í Air bus þot unni. Í þot unni voru tvö hundruð og sextán farþegar, þar af hundrað tuttugu og sex karl menn, áttatíu og tvær kon ur og átta börn, þeirra á meðal eitt ung barn. Tólf menn, all ir frá Frakklandi, voru í áhöfn inni. ÞETTA GERÐIST: 1. JÚNÍ 2009 Flugvél Air France hrapaði í Atlantshafi ð MERKISATBURÐIR 1479 Kaupmannahafnarháskóli var stofnaður. 1815 Napoleón Bónaparte hershöfðingi sór eið að stjórnarskrá Frakklands. 1942 Liberty Brigade, dag- blað í Varsjá, segir heimin- um í fyrsta skipti frá útrým- ingarbúðum í Póllandi þar sem þúsundir gyðinga voru myrtar. 1968 Nýja sundlaugin í Laugardal í Reykjavík tók til starfa og var þá gömlu sundlaugunum þar lokað. 1976 Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu við Ísland. 1990 George H.W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, leið- togi Sovétríkjanna, skrifuðu undir samkomulag um að hætta framleiðslu á efna- vopnum. Um leið hófu ríkin að eyða birgðum sínum. 1996 Sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuð- ust undir nafninu Ísafjarðarbær. 2007 Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöð- um á Íslandi. „Ég er rosalega stoltur þegar ég horfi til baka,“ segir Einar Vilhjálmsson, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjót- kasti, um feril sinn í íþróttinni. Einar er fæddur 1. júní 1960 og á því 55 ára afmæli í dag. „Aldurinn leggst bara vel í mig og áhugi minn á spjótkasti dvínar ekki neitt,“ segir Einar, sem í dag er formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands, þjálfari í spjótkasti og verslunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrir tækinu Timian. Einar keppti á þrennum Ólymp- íuleikum og stendur 22 ára gamalt Íslandsmet hans í spjótkasti upp á 86,80 metra enn þann dag í dag. Einar segist nota reynslu sína til þess að þjálfa aðra til þess að verða betri en hann var. „Ég er á fleygiferð að ná því markmiði með þeim spjót- kösturum sem ég þjálfa,“ segir Einar og bætir við að þeir séu margir á góðri leið að slá metið hans. „Þó nær enginn að slá metið mitt með vinstri,“ segir Einar, sem er örvhentur, og skellir upp úr. Einar setti Norðurlandamet á Lands- móti á Húsavík árið 1987 og Evrópu- meistaramótsmet árið 1990 í Split í þáverandi Júgóslavíu. Þá vann Einar landskeppni Norður- landanna og Bandaríkjanna árið 1983 og lagði þar heimsmethafann Tom Petr- anoff í annað sinn. Úrvalslið Evrópu valdi Einar til keppni í heimsbikarkeppni árið 1985 og leiddi hann fyrstu Grand Prix-stiga- keppni sama ár frá fyrsta móti í Kali- forníu í maí allt til ágústmánaðar og eru þá allar frjálsíþróttagreinar með- taldar. „Það var rosalega góð tilfinning að vinna mótið í Kaliforníu og ég held að það hafi enginn búist við því, enda var ég bara á biðlista inn í keppnina,“ segir Einar og bætir við að Grand Prix- stigakeppnin, sem var fyrsta fjölmóta- keppnin í frjálsum íþróttum, hafi verið sú keppni sem kom fólki mest á óvart að hann skyldi vinna. „Ég held að ég hafi sigrað yfir tíu sinnum á Grand Prix.“ Einar sigraði á heimsleikunum í Helsinki árið 1988 en það mót er ein sterkasta spjótkastkeppni heims. „Ég gerði mitt allra besta á ferlinum og geng frá verkefninu vitandi það að ég náði mjög langt,“ segir Einar. Á keppnisferli Einar var spjótum breytt þrisvar sinnum vegna mis- taka og spannar því ferill hans kafla í sögu spjótkastsins sem skipta má í fjögur tímabil þar sem mismunandi áhöld voru löggild. Þessar breytingar höfðu mikil áhrif á alla spjótkastara heimsins og var Einar einn þriggja spjótkastara í heiminum sem náði að komast á heimslistann með öllum spjótunum. „Sú staðreynd er líklega eitt af mínum betri afrekum,“ segir Einar. Keppnisferill Einars spannar um 220 mót í um 22 löndum og hafn- aði hann á verðlaunapalli á um 200 þeirra. nadine@frettabladid.is Þjálfar aðra til þess að verða betri en hann var Einar Vilhjálmsson, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, er 55 ára í dag. Einar keppti á þrennum Ólympíuleikum og stendur tuttugu og tveggja ára gamalt Íslandsmet hans í spjótkasti upp á 86,80 metra enn þann dag í dag. Keppnisferill Einars spannar 220 mót. EINAR VILHJÁLMSSON Einar var kosinn Íþróttamaður ársins árin 1983, 1985 og 1988. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það var rosalega góð tilfinning að vinna mótið í Kaliforníu og ég held að það hafi enginn búist við því, enda var ég bara á biðlista inn í keppnina. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 4 -F 6 0 C 1 7 D 4 -F 4 D 0 1 7 D 4 -F 3 9 4 1 7 D 4 -F 2 5 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.