Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 44
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20 Eftir helgina er gráupplagt að skipta um gír og fara í léttari rétti. Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki er frábær leið til að hefja vikuna, sér í lagi fyrir meltinguna. Sú verður kát. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ ¾ dl sólblómafræ ¼ dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Ég brýt hrökk- brauðið bara í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökk- brauðssneiðar þá mæli ég með að þið skerið það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Feta- og sítrónumauk (uppskrift frá Paul Lowe) 200 g fetakubbur 1 msk. rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk. ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk. extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (ég notaði chili explotion krydd) Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk. af sítr- ónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Fræhrökkbrauð í feta- og sítrónufans Skothelt hrökkbrauð sem má henda í á augabragði og svo má narta í það út vikuna, með hverslags viðbiti og ostum. Allt eft ir smekk. „Síðast fékk Emmsjé Gauti þá flugu í höfuðið að fá einn flúrarann til að flúra sig á meðan hann tróð upp, stökk bara af sviðinu og náði í einn sem var til, svo þetta er vægast sagt lifandi og skemmtilegt. Við vitum ekkert hvað gerist,“ segir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, einn skipu- leggjandi hátíðarinnar, Icelandic Tattoo Convention 2015. Hátíðin er haldin í tíunda skiptið í ár. „Þetta er orðinn árlegur menn- ingarviðburður í Reykjavík,“ segir Linda og bætir við að hún finni fyrir gríðar legri aukningu á áhuga fólks á húðflúrun, samhliða umtalsvert breyttu viðhorfi til húð- flúrs í dag. „Ég sé mikla breytingu á stuttum tíma. Fólk með húðflúr er ekki litið sama hornauga og tíðk- aðist hér áður fyrr. Nú finnst mér fólk hrósa mikið meira, spyrja og vilja sjá tattúið. Fólk er ekki leng- ur fast í fornaldarhugsun og staðal- ímyndum,“ útskýrir Linda létt í lundu. Aðspurð hvað sé mest í tísku um þessar mundir segir hún að umfram annað séu stór húðflúr langvinsælust um þessar mund- ir, og skipti engu hvort um ræðir konur eða karla. „Nítíu prósent líkama míns eru til að mynda flúr- uð, það er bara bringan sem er óflúruð.“ Segir Linda fólk oft kvíð- ið fyrir að fá sér sitt fyrsta flúr, en eftir það sé fólk slakara og langi oftar en ekki í fleiri og fleiri. Linda segir hátíðina vel sótta undanfarin ár og til dæmis hafi selst upp á hana í fyrra. „Þá komu vel yfir tvö þúsund manns af öllum stærðum og gerðum og kíktu á okkur.“ Munu tuttugu og sjö lista- menn, alls staðar að úr heiminum, sýna listir sínar á líkömum lands- manna. „Fólk þarf samt ekkert að fá sér flúr, margir hafa bara gaman af að sjá og upplifa stemn- inguna sem er gríðarleg,“ segir Linda að lokum. - ga Íslendingar eru fyrir stór húðfl úr Helgina 5.-7. júní mun Gamla bíói verða umbreytt í risavaxna tattústofu. FAGURT SKINN Húðflúrun sækir í sig veðrið og eru Íslendingar sífellt opnari fyrir skreytingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dr. Phil og Súpermann á meðal gesta SÚPERMANN Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson ber sig vel í líki í Súper- manns enda stendur hann Súpermann varla að baki þegar vöðvamassinn er borinn saman. RÁÐLEGGINGAR Zoolander kann að pósa en hér er hann væntanlega að fá ráðleggingar frá sálfræðingnum Dr. Phil. FYRIRSÆTURNAR Jón Jónsson mætti sem fyrirsætan Hansel úr kvikmynd- inni Zoolander en hann er hér ásamt Auðuni Blöndal sem nær Zoolander sjálfum afskaplega vel. SÆT SAMAN Sverrir Bergmann er ógnvænlegur í líki Bane sem er illmenni úr Batman-mynd. Hann spennir hér vöðvana og Lína Birgitta í líki Rauðhettu kann greinilega vel að meta byssurnar á Bane. MYNDIR/INSTAGRAM FLOTT PAR Hér er Sigrún Sigurðar dóttir, kærasta Steinda, í gervi Beetlejuice en Steindi gerðist djarfur og fór í gervi Dr. Phil og nær honum skuggalega vel. ÞRUMUGUÐINN Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, er hér í gervi Þórs þrumuguðs og mundar hamarinn með stakri prýði. Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hélt sitt árlega bún inga- partí um helgina. Fjöldi fólks mætti í gleðskapinn og má segja að fólk hafi lagt mikinn metnað í búningaval. Auðunn var alsæll en vill meina að það geti orðið erfi tt að toppa þetta árlega partí á næsta ári. LÍFIÐ 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -3 B 2 C 1 7 D 5 -3 9 F 0 1 7 D 5 -3 8 B 4 1 7 D 5 -3 7 7 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.