Fréttablaðið - 01.06.2015, Síða 46

Fréttablaðið - 01.06.2015, Síða 46
1. júní 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 TOMORROWLAND 5:25, 8, 10:35 HRÚTAR 6 PITCH PERFECT 2 5:30, 8, 10:30 MAD MAX 3D 8, 10:30 KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA VARIETY EMPIRE VILLAGE VOICE Frá leikstjóra Mission Impossible: Ghost Protocol og The Incredibles EMPIRE THE HOLLYWOOD REPORTER VILLAGE VOICE EMPIRE TOTAL FILM siAMS BYGGÐ Á SJÓNVARPSÞÁTTUNUM NJÓSNADEILDIN Hjalti Jón Sverrisson, guðfræð- ingur og tónlistarmaður sem í gegnum tíðina hefur meðal ann- ars starfað með hljómsveitun- um MIRI, Krika, Benna Hemm Hemm og Krónu, ákvað að láta slag standa og gefa út sitt fyrsta einyrkjaverk á dögunum, sem ber nafnið Eins og hindin þráir vatns- lindir. „Þetta var algjörlega liður í svona heilunarferli. Bæði andlega og líkamlega. Ég var að díla við veikindi á þessum tíma og þarna fann ég orkuna mína,“ segir hann og bætir við: „Þetta er bara svona eins og Egill Skallagrímsson gerði að yrkja sig úr neyð.“ Nafn plötunnar er tilvísun í fyrstu setningu fertugasta og annars Davíðssálms og Hjalti segir að þrátt fyrir að gæti trúar- legs hljóms á plötunni sé hún langt frá því að vera trúboðsplata. „Það eru margar tilvísanir í gegnum plötuna sem ég sæki í stef sem eru búin að vera mér hugleikin, bæði sem guðfræðingi en líka á persónulegum grund- velli,“ segir Hjalti en hann segir plötuna talsvert persónulega. „Ég er alltaf að sjá betur að hugmynd mín um það sem maður vildi framkvæma þegar maður er strákur í menntaskóla með rokk- stjörnudrauma er breytt. Kannski er draumurinn um að gera tónlist annar en ég hélt hann væri,“ segir hann einlægur og bætir við að sig- urinn sé fyrst og fremst unninn með því að klára plötuna og stand- ast þá áskorun en snúist ekki um það að slá í gegn. Plötuna tók Hjalti upp í stúdíó- íbúð sinni, samdi öll lög og texta, útsetti, spilaði á öll hljóðfæri og sá um söng. Við hljóðblöndun naut Hjalti aðstoðar listamanns- ins Curvers Thoroddsen og segir hann að þá hafi allt smollið saman en við plötuna hefur hann unnið frá því um áramótin 2013. „Ég komst níutíu prósent af leiðinni en gat ekki framkvæmt ákveðinn hljóm. Svo sat ég með Curver og allt í einu var þetta bara komið og verkið var tilbúið.“ Eins og hindin þráir vatnslind- ir er hægt að hlusta á ókeypis og fjárfesta í stafrænu eintaki í gegn- um vefslóðina Hjaltijon.band- camp.com. gydaloa@frettabladid.is Platan liður í heilunarferli Guðfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Hjalti Jón Sverrisson gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu. ÁNÆGÐUR Hjalti Jón ásamt góðum félaga sínum, Georg Tuma, og gítarnum en hann segir sitt fyrsta einyrkjaverkefni lið í heilunarferli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég komst níutíu prósent af leiðinni en gat ekki framkvæmt ákveð- inn hljóm. Svo sat ég með Curver og allt í einu var þetta bara komið og verkið var tilbúið. Harper Seven Beckham, dótt- ir hjónanna Victoriu og Davids Beckham, tók aldeilis stórt skref um helgina og lærði að hjóla án hjálpardekkja. David Beckham birti mynd á Instagram-síðu sinni og var ekki lítið stoltur af henni. Harper, sem verður fjögurra ára í júlí, fékk aðstoð frá eldri bróður sínum Brooklyn við að halda jafnvægi. - asi Losar sig við hjálpardekkin FLOTT FEÐGIN David Beckham er alsæll yfir því að dóttir hans, Harper Seven Beckham, getur nú hjólað án hjálpardekkja. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurvegari Eurovision, Måns Zelmerlöw, birti mynd af sér á Instagram-síðu sinni, þar sem hann var með hækjur. Ástæðan er sýking í vinstra hné, en hann lét það ekki stoppa sig frá því að fljúga til London og koma fram í morgunþættinum ITV This Morning. Hann er nú á tónleikaferðalagi sem hann kallar Heroes Tour og mun þar meðal annars kynna plötuna sína Perfectly Damaged sem kemur út 5. júní. - asi Lætur ekkert stoppa sig SJARMÖR Sigurvegari Eurovision, Måns Zelmerlöw, hefur í nógu að snúast. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -C 5 6 C 1 7 D 5 -C 4 3 0 1 7 D 5 -C 2 F 4 1 7 D 5 -C 1 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.