Víkurfréttir - 22.12.2009, Page 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 15VÍKURFRÉTTIR I ÞRIÐJUDAGURINN 22. DESEMBER 2009
Gleðilega hátíð!
Opnunartími flest allra
verslana í Reykjanesbæ:
þriðudagur 22. des 10:00 - 22:00
miðvikudagur 23. des 10:00 - 23:00
fimmtudagur 24. des 9:00 - 12:00
25. og 26. des lokað.Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:
á Þorláksmessu
kl. 14-16 og 20-23
Stekkjarstaur
mætir á Hafnargötuna á Þorláksmessu
og gefur börnunum nammi Dansatriði frá DansCentrum
fyrir framan Hljómval
kl. 17, 20 og 21.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, er 21 árs gamall og fer með
stórt hlutverk í úrvalsdeildarliði
Keflavíkur í körfu ásamt því að
leika með landsliðinu. Hann
er 204 cm á hæð og kemur frá
Ísafirði. Blaðamaður Víkurfrétta
heimsótti Sigga í hina vinnuna
og fékk að spyrja nokkurra
spurninga, en Sigurður starfar sem
stuðningsfulltrúi í Holtaskóla.
Hvar ertu að vinna og við hvað? Ég
er að vinna sem stuðningsfulltrúi
í Holtaskóla, er með níu ára
strák, Kjartan Óla í stuðningi.
Hvernig er hefðbundinn dagur
hjá ykkur? Kjartan Óli byrjar
daginn á sundi, en svo fylgjum
við stundaskrá bekkjarins.
Hvað kom til að þú fórst að vinna í
skóla? Ég ákvað að taka smá frí frá að
læra og tók það fyrsta sem bauðst.
Hvernig líkar þér starfið? Mjög vel.
Þekktu krakkarnir þig út frá
körfunni? Já, enda fær maður að
heyra það ef maður tapar leik!
Í hvaða grunnskóla fórst þú?
Grunnskólann á Ísafirði.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera þegar þú ert ekki að
spila körfu? Mér finnst best að
slappa af í góðra vina hópi.
Hver er uppáhalds tónlistin þín?
Ég hlusta á flest alla tónlist.
Besta bíómyndin? Snatch.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Hvor er betri leikmaður, Kobe
eða LeBron? Kobe, sem stendur.
Gætirðu hugsað þér að
vera grunnskólakennari?
Nei, það held ég ekki.
Hvað langar þig að starfa við
í framtíðinni? Atvinnumaður í
körfubolta er draumajobbið.
Hvers vegna valdir þú að
flytja til Keflavíkur? Til
þess að spila körfubolta.
Hvernig líkaði þér að flytja
að heiman og þurfa að sjá
um þig sjálfur? Bara vel, þó
að maður hafi það nú alveg
rosalega gott á hótel mömmu.
Hvað finnst þér um að Obama
hafi fengið friðarverðlaun
Nóbels? Ef hann hefur afrekað
eitthvað sem telst til þess að fá
tilnefningu Nóbelsverðlauna þá
hlýtur hann að eiga það skilið.
Hvar munt þú eyða jólunum?
Í faðmi fjölskyldunnar.
„Fæ að heyra það ef við töpum leik“
- segir Sigurður Þorsteinsson körfuknattleiksmaður með Keflavík og stuðningsfulltrúi í Holtaskóla