Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. desember 2012 19 Sindri Lars Ómarsson er í 9. bekk í Sand-gerðisskóla. Hann borðar hamborgar- hrygg á aðfangadag og langar í tölvuleiki í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar amma og afi voru alltaf að segja ef við værum óþekk þá kæmi leppalúði eða grýla á gluggan og við vorum með læti og þá komu þau og bankuðu á gluggan og við vorum alveg skíthrædd. Jólahefðir hjá þér? Umm vera hjá ömmu og afa og borða ham- borgarahrygg. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðarnar? Nei eiginlega ekki. Jólabíómyndin? Christmas Vacation og Home Alone 1 og 2 eru bestu jólamyndirnar. Jólatónlistin? Er að fíla Snjókorn Falla mjög mikið. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Mamma og pabbi voru í Skotlandi. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei ekki það mikið. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Horfi alltaf á Christmas Vacation svona 10 sinnum, langbesta jólamyndin. Ertu mikið jólabarn? Já, ég myndi segja það. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég man ekki eftir einhverri sérstakri jólagjöf. Hvað kemur þér í jólaskap? Kökurnar, enski boltinn, tónlistinn og mynd- irnar. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegasta gjöfin? Man ekki. Bara tölvuleikir og eitthvað. Hvað langar þig í jólagjöf? Bara tölvuleiki og eitthvað. n Indíana Huld Ycot // UNG n SIndrI larS ÓMarSSon // UNG UmsJón: Páll oRRI Pálsson • PoP@VF.Is Indíana Huld Ycot er nemandi í 10. bekk í Gerðaskóla. Christmas Vacation og Home Alone er uppáhalds myndirnar hennar. Hún hefur alltaf verið mikið jóla- barn og henni langar í nýjan síma eða tölvu í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar ég fór í jólasveinabúninginn. Jólahefðir hjá þér? Það er jólahefð hjá mér að borða. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðarnar? svínahamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt jóladag, síðan kalkún á gamlárs- dag. Jólabíómyndin? Christmas Vacation og Home Alone mynd- irnar er þær bestu. Jólatónlistin? All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey er besta jólalagið. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Misjafnt, þetta ár versluðum við í Boston. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, við erum svo rosalega mörg. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég skreyti alltaf jólatréið með bróður mínum og mömmu. Ertu mikið jólabarn? Hef alltaf verið algjört jólabarn. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Er alltaf þakklátt með allt. Hvað kemur þér í jólaskap? Það eru engin jól án þess að hlusta á jólalög, þannig jólalögin koma mér í jólaskap. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur er á aðfangadag. Eftirminnilegasta gjöfin? Kósý náttsloppurinn minn ég dýrka hann! Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í nýjan síma eða tölvu. Christmas Vacation besta jólamyndin Engin jól án jólalaga ÁRAMÓTABLAÐIÐ Jól afj ör Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi fékk aðstoð við dráttinn í happ- drættinu. Vinningsnúmer í happdrætti Lions Dregið hefur verið í Jólahapp-drætti Lions árið 2012 og eftirfarandi vinningsnúmer komu upp. 1. Vinningur: Kia Picanto LX fór á miða nr. 1076 2.-6. Vinningur: 22" Philips LCD Philips sjónvarp fóru á miða: 785, 430, 269, 952, 951 7.-16. Vinningur: Philips DVD spil- ari: fór á miða: 406, 1877, 1213, 733, 1073, 1200, 1147, 812, 92, 854 Að venju var fulltrúi Sýslumanns- embættis á staðnum og fékk til liðs við sig ungt aðstoðarfólk eins og myndir sýna. Krakkarnir drógu út heppna vinn- ingshafa í árlegu happdrætti Lions- klúbbsins. Svipmyndir frá Þorláksmessu í Reykjanesbæ Það var skemmtileg stemmning við Hafnargötuna í Keflavík á Þorláksmessukvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn í góða veðrinu. Eins og hefð er fyrir var jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í bænum og lék jólalög. Skyrgámur og fleiri jólasveinar glöddu börn o fullorðna og gáfu nammipoka. Tólf ára blindur nemandi söng eigið lag með hljómsveit Jólatónleikar voru í öllum deildum Tón-listarskóla Reykjanesbæjar í vikunni fyrir jól. Á jólatónleikum rythmadeildar í tónlistar- skólanum vakti það skemmtilega athygli þegar Már Gunnarsson, tólf ára blindur nemandi flutti frumsamið lag og texta. Hann lék sjálfur á píanó og söng svo lagið með undirleik hljóm- sveitar úr skólanum. Fleiri ljósmyndir úr desembermánuði í myndasöfnum á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.