Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 27.12.2012, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR16 Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skóla- meistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Gunnhildur Gunnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Rósa Sigurðardóttir kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Nemendur Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar fluttu tónlist en Bjöllukór Tónlistarskólans lék við upphaf athafnarinnar undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Ragnheiður Eir Magnúsdóttir ný- stúdent lék á flautu og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir nýstúdent á baritonhorn ásamt Bjöllukórnum. Steinunn Björg Ólafsdóttir nýstúd- ent söng en með henni lék Karen Sturlaugsson á píanó. Við athöf nina vor u ve it t ar v iðurkenningar f yr ir góðan námsárangur. Gunnhildur Gunn- arsdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda, Telma Rún Rúnarsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í sálar- og uppeldis- fræði og Petra Rut Rúnarsdóttir og Lilja María Stefánsdóttir fyrir spænsku. Eyþór Ingi Júlíusson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í eðlis- og efnafræði og í þýsku. Andri Þór Skúlason fékk áritaða bók frá Páli Kr. Pálssyni fyrir góðan árangur í viðskipta- greinum og hann fékk einnig verð- laun fyrir árangur sinn í spænsku. Birna Helga Jóhannesdóttir fékk verðlaun frá skólanum fyrir ár- angur sinn í stærðfræði, spænsku, ensku og í viðskipta- og hagfræði- greinum. Hún fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Soffía Klemenzdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, spænsku, eðlis- fræði, efnafræði og stærðfræði og hún fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Verkfræði- stofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og frá danska sendi- ráðinu fyrir árangur í dönsku. Aðal- heiður Gunnarsdóttir fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðifélag- inu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði en auk þess fékk hún viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í spænsku, raungreinum, efnafræði og stærðfræði. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktar- sjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaup- félagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélags- stjóra og fyrsta formanni skóla- nefndar Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Að þessu sinni fengu Alexandra Sæmunds- dóttir, Bertmari Ýr Bergmanns- dóttir, Sigurlaug Herdís Friðriks- dóttir og Sigríður Guðbrandsdóttir allar 20.000 kr.- styrk fyrir góða frammistöðu í lífsleikni og ræðu- mennsku. Landsbankinn veitti nemendum viðurkenningar f yr ir góðan námsárangur og afhenti Björn Kristinsson þær fyrir hönd bank- ans. Birna Helga Jóhannesdóttir fékk verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku og hún fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur í erlendum tungumálum. Þær Aðal- heiður Gunnarsdóttir og Soffía Klemenzdóttir fengu báðar verð- laun fyrir árangur í stærðfræði og raungreinum. Birna Helga Jó- hannesdóttir fékk síðan verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi en þess má geta að hún lauk stúd- entsprófinu á aðeins tveimur og hálfu ári. Að lokum sleit Kristján Ásmundsson aðstoðarskólameist- ari haustönn 2012. Birna Helga Jóhannesdóttir, 18 ára stúlka úr Keflavík, útskrifaðist með hæstu einkunn úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í útskrift skólans sem fram fór í síðustu viku. Meðaleinkunn hennar er 9,61 sem er frábær árangur og lauk hún einnig námi við skólann á tveimur og hálfu ári. Birna Helga hlaut 35 tíur í námi sínu af um 50 áföngum sem hún lauk við skólann. Öðrum áföngum lauk hún með einkunninni níu. Birna segist í viðtali við Víkurfréttir vera mjög sátt með árangur sinn í skólanum. „Ég er auðvitað mjög sátt og get verið stolt af þessari einkunn. Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með nám og hef mikinn metnað,“ segir Birna Helga. „Ef ég fæ ekki háa ein- kunn þá verð ég mjög svekkt út í sjálfa mig og það hefur haldið mér við efnið. Ég er þrátt fyrir það ekki að læra meira en næsti maður við hliðina á mér. Ég legg samt alltaf mikið á mig til að standa mig vel.“ Stóð ekki til að útskrifast svona fljótt Það er ekki á hvers manns færi að ljúka framhaldsskólanámi á tveimur og hálfu ári og hvað þá að ljúka námi með hæstu ein- kunn. Birna viðurkennir að hún hafi ekki áformað að ljúka námi á svo skömmum tíma – námið hafi einfaldlega gengið betur en hún átti von á. „Ég tók 29 einingar á síðustu vorönn og eftir þá önn þá gat ég klárað í haust,“ segir Birna Helga. „Það hjálpaði líka að áður en ég hóf nám í FS þá var ég búin með tvo áfanga í stærðfræði og tvo í ensku. Það var ekki planið að klára skólann svona fljótt þegar ég byrjaði en eftir að ég ræddi við Ægi Karl (Ægisson), áfangastjóra, þá sá ég að ég gæti náð að klára skólann á tveimur og hálfu ári. Það er boðið upp á hraðferð í FS þar sem nemendur bæta við sig auka- áfanga á hverri önn. Ég gerði það og náði að ljúka náminu fyrr.“ Fékk tíu í öllum stærðfræðiáföngunum Birna Helga fékk fjölda verðlauna við út- skriftina í síðustu viku. Hún fékk alls tíu verðlaun, þar af þrenn fyrir stærðfræði sem er hennar eftirlætis námsgrein. „Ég hef alltaf verið best í stærðfræði. Ég tók tíu áfanga í stærðfræði og fékk tíu í einkunn í þeim öllum. Ég á mjög auðvelt með að læra stærðfræði – sú grein er mér eðlislæg. Ég hef einnig mjög gaman af tungumálum og viðskiptafræði og hefur gengið vel.“ Birna hlaut verðlaun fyrir árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum, íslensku, spænsku, dönsku, ensku og stærðfræði. Fer í lögfræði í haust Birna Helga er nú þegar búin að ákveða hvað hún ætlar að gera í framtíðinni. Hún ætlar að vinna næstu mánuði en næsta haust mun hún hefja nám við Háskóla Ís- lands. „Ég stefni að því að fara í lögfræði við Háskóla Íslands næsta haust. Ég held að sú grein eigi vel við mig. Það gæti auðvitað breyst og ef ég skipti um skoðun þá fer ég eflaust í viðskipta- eða hagfræði,“ segir Birna Helga en hvað gerir hún í frítíma sínum frá námsbókunum? „Ég eyði frítímanum með vinum og kærast- anum mínum. Ég hef líka alltaf æft íþróttir, bæði dans og fótbolta og er dugleg að fara í ræktina. Ég fer rosalega mikið í bíó og hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir,“ segir hin bráðklára Birna Helga að lokum. n Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 73 nemendur útskrifast Dúxaði í FS á tveimur og hálfu ári n Birna Helga Jóhannesdóttir hlaut hæstu einkunn í útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram miðvikudaginn 19. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 73 nemendur; 60 stúdentar, tveir sjúkraliðar, níu úr verknámi og tveir úr starfsnámi. Konur voru 49 og karlar 24. Alls komu 49 úr Reykja- nesbæ, 7 úr Grindavík, 6 úr Vogum og þrír komu úr Garði og Sand- gerði. Auk þess kom einn frá Höfn í Hornafirði, einn úr Hafnarfirði, einn frá Ísafirði og einn úr Hrútafirði. ÁRAMÓTABLAÐIÐ Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hvítir kollar við útskrift frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu viku. VF-myndir: Jón Júlíus Karlsson Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Útskrift

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.