Nesfréttir - 01.01.2006, Page 5
NES FRÉTTIR 5
Heilsugæslan býður íbúum hverfisins 75 ára og eldri upp á eftirlit
með heilbrigði sem fram fer á Heilsugæslunni á þriðjudögum og
miðvikudögum frá kl. 13.00 til 16.00
Einnig er hægt að hringja og fá símaviðtal við viðkomandi
hjúkrunarfræðing í síma 5612070
Boðið er upp á eftirfarandi þjónustu:
Blóðþrýstings og blóðsykursmælingar.
Ráðgjöf varðandi heilbrigða lifnaðarhætti og ráðleggingar varðandi
ýmis réttindi og stuðning.
Sólborg Sumarliðadóttir hjúkrunarfræðingur.
Heilsuvernd eldri borgara
Um 500 milljónum varið
til framkvæmda
Samkvæmt nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun Seltjarnarnesbæjar er
gert ráð fyrir að á árinu 2006 verði
miklar framkvæmdir í bæjarfélag-
inu. Um 485 milljónum verður var-
ið til fjárfestinga og nýframkvæmda
auk þess sem aðrir aðilar en bæjar-
félagið munu framkvæma fyrir um
600 milljónir. Nú þegar er vinna við
upphitaðan og upplýstan gervigras-
völl í löglegri keppnisstærð ásamt
minni æfingarvelli við Suðurströnd í
fullum gangi eins og bæjarbúar hafa
orðið varir við. Áfram verður unnið
að endurbótum á grunnskólunum
þar sem annars vegar verður hald-
ið áfram með viðhaldsátak í Mýr-
arhúsaskóla auk þess að bókasafn
Valhúsaskóla verður endurnýjað.
Einnig verður gerður lítill gervigras-
völlur á lóð Mýrarhúsaskóla. Sund-
laug Seltjarnarness verður opnuð á
vordögum eftir gagngera endurnýj-
un en verkinu miðar vel. Töluvert
verður unnið við lagfæringar á lóð
umhverfis Nesstofu og hjólabretta-
vellinum verður komið fyrir á Suð-
urströnd við gervigrasvöll svo eitt-
hvað sé nefnt.
Stefnt er að því að uppbygging
Hrólfsskálamels hefjist á árinu
auk þess sem hilla fer undir bygg-
ingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
Hafist verður handa við byggingu
dælustöðvar við Nesveg. Að auki er
áætlað að ljósleiðaratengingu allra
heimila á Seltjarnarnesi ljúki á árinu
og að heilsurækt rísi í tengslum við
sundlaug.
Framboðsmál
í brennidepli
Það má gera ráð fyrir spennandi
prófkjörsbaráttu hjá Sjálfstæðis-
mönnum á Nesinu, en prófkjörið fer
fram 4. febrúar n.k. Töluverður hiti
er í mönnum og má búast við hörð-
um slag, nokkrir nýjir ætla að gefa
kost á sér í prófkjörið. Það kemur
nokkuð á óvart að Bjarni Álfþórsson
sem var í fjórða sætinu síðast, ætli
að fara fram í fyrsta sæti á móti Jón-
mundi Guðmarssyni, bæjarstjóra.
Þrír frambjóðendur, Ásgerður Hall-
dórsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Þór
Sigurgeirsson sækjast eftir öðru sæt-
inu. Sigrún Edda og Ólafur Egilsson
ætla að gefa kost á sér í þriðja sæt-
ið og Lárus Lárusson í það fjórða
og Oddný Halldórsdóttir og Helgi
Þórðarsson í það fimmta. Þarna má
búast við töluverðum átökum ann-
arsvegar Jónmundur og Sólveigar
og hinsvegar Bjarna og Ásgerðar í
fyrsta og annað. Þetta verður spenn-
andi prófkjör og má búast við mikilli
þáttöku. Sjálfstæðismenn hafa nú
fjóra bæjarfulltrúa og sækjast þeir
allir eftir endurkjöri nema Inga Her-
steinsdóttir, sem gefur ekki kost á
sér aftur. Niðurstöður úr prófkjöri
liggja fyrir í lok kjördags og telur
Pétur Kjartansson formaður kjör-
nefndar, að lokatölur ættu að verða
tilbúnar vel fyrir miðnætti, en fyrstu
tölur munu birtast fljótlega eftir lok-
un kjörstaðar kl. 18.00 laugardaginn
4. febrúar.
Neslistinn stillir upp
Neslistinn er búin að stilla upp í
þrjú efstu sætin á sínum lista sem
er Guðrún Helga Brynleifsdóttir,
Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni
Einarsson sem er sama uppstill-
ing og síðast. Heyrst hefur að Siv
Friðleifsdóttir,alþingismaður sé
að hugsa um að gefa kost á sér
í fjórða sæti. Síðan ætla Neslista-
menn að bíða eftir útkomuni í
prófkjöri Sjálfstæðismanna áður
en þeir ákveða að stilla upp í hin
sætin á listanum.