Nesfréttir - 01.01.2006, Side 14

Nesfréttir - 01.01.2006, Side 14
14 NES FRÉTTIR Ágætu bæjarbúar! Gleðilegt ár! Í upphafi árs hugum við að breyting- um til batnaðar og setjum okkur ný, metnaðarfull markmið. Það er kunnara en frá þarf að segja að eining, samstaða og festa er það sem hefur skapað Sjálfstæðismönn- um á Seltjarnarnesi forystuhlutverk í stjórn bæjarfélagsins um áratugaskeið. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur reynt töluvert á þessa þrjá þætti sem fyrr eru taldir. Af hverju spyrja sumir? Við búum í einu af höfuðvígjum Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu. Við erum með góða rekstarlega afkomu auk þess sem hér er almenn vellíðan og ánægðir bæj- arbúar samkvæmt þjónustukönnum sem gerð var á síðari hluta ársins 2005. Maður veltir því fyrir sér hvernig þetta hefði nú litið út ef meirihlutinn hefði unnið betur saman sem heildstætt lið með það eina markmið að ná enn betri árangri og í leiðinni að hafa aðeins meira gaman af hlutunum. Ég ákvað í desember síðastliðnum að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna á Nesinu. Ég setti mér metn- aðarfullt markmið enda keppnismaður sem stefni á árangur. Ég tók strax þá ákvörðun að fara ekki í kosningabanda- lag með einum né neinum á leið minni að settu marki sem er 2. sæti á lista okk- ar Sjálfstæðismanna. Mín stefna er að heiðarlegast og eðlilegast sé að bjóða sig fram á eigin verðleikum og setja sér verðug markmið þar um. Ég er borinn og barnfæddur Seltirn- ingur sem þekki ekkert annað en að búa hér á Nesinu og tel það forréttindi að búa hér í bæ. Mér rann því aldeilis blóð til skyldunnar þegar ég ákvað að tími væri kominn til að einhenda mér í bæjarmálin af fullum krafti. Þeir sem mig þekkja vita að þar fylgir hugur máli. Ég hef meðvitað staðið hjá og fylgst með bæjarpólitíkinni á yfirstandandi kjörtímabili með það í huga að bjóða mig fram nú. Ég tel mig ágætlega kynnt- an í bæjarfélaginu og veit að ég hef margt fram að færa sem kemur sér vel í því þjónustuhlutverki sem starf bæj- arfulltrúa í rauninni er. Ég hef með góð- um árangri starfað við sölu, markaðs- og þjónustumál alla tíð og vil nota þá reynslu til að innleiða nýtt hugarfar og léttleika í bæjarmálin. Ég tel að bæjar- fulltrúi sem kosinn er til starfa af bæj- arbúum eigi að vera málpípa og tala þeirra máli. Því er mikilvægt að hlusta og vera virkur þátttakandi í bæjarlífinu eins og ég og mín fjölskylda erum sann- arlega. Af mörgum áherslumálum er að taka. Skóla- og fræðslumál Skóla- og fræðslumálin eru ofarlega á minni stefnuskrá enda beinn neytandi þeirrar þjónustu í dag þ.e. með dætur mínar á leikskólanum Mánabrekku og í Mýrarhúsakóla. Ég er einn af þeim sem er þeirrar skoðunar að vinnudegi barnanna eigi að vera að mestu lokið þegar þau koma heim síðla dags. End- urskoða þarf og jafnvel minnka heima- nám yngstu nemendanna. Skoða þarf leiðir til að sem mest af heimanáminu geti farið fram á skólatíma eða að sveigj- anleiki verði meiri en nú er t.d. innan vikunnar. Með þessari skoðun er ég alls ekki að tala um að foreldrar afsali sér ábyrgð á lærdómi barnanna og því síður vil ég að gæði menntunarinnar minnki. Miklu fremur vil ég virka þátt- töku foreldra í skólastarfinu og að þeir séu miklu upplýstari um gang mála. Ég vil stuðla að auknu svigrúmi fyrir verðmætan gæðatíma fjölskyldunnar og tel að við þurfum fjölskylduvænna skipulag í kringum skólastarfið og þá íþrótta- og tómstundaþjónustu sem börn flestra okkar Nesbúanna nýta sér á einn eða annan hátt. Ég tel mjög brýnt að auka enn frekar samstarf milli leikskóla og grunnskóla bæjarins til að tryggja hnökralausa sam- fellu milli skólastiga og bætt upplýsinga- flæði með hag barnanna í fyrirrúmi. Um þetta mikilvæga verkefni þarf að móta skýra starfshætti til framtíðar og skipa ábyrgðaraðila til að fylgja þeim eftir. Ég bind miklar vonir við þá stefnumörkun- arvinnu sem nú er í gangi í framhaldi af skólaþinginu. Ég er sannfærður um að sú vinna gefur okkur markvissari skóla- stefnu sem skilar okkur betri árangri og meiri ánægju. Skipulagsmál Skipulagsmálin eru viðkvæm og ber bæjarfulltrúum skylda til að vanda sérstaklega vel til verka þeirri í vinnu. Ákvarðanir skulu teknar af festu og að vel athuguðu máli með hagsmuni bæj- arbúa allra að leiðarljósi. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að í þessum málaflokki vantar meiri yfirveg- un í ákvarðanatökuna. Að mínu mati er mikilvægt að farið verði mjög varlega í öll byggingaráform á Bygggarðarsvæð- inu vegna þeirra hagsmuna sem bæjar- félagið hefur á því svæði. Þetta er eina nýtanlega borunasvæði Hitaveitunnar okkar og bera því að fara að öllu með gát áður en byggingaréttur er seldur. Ég vil koma að þessum ákvörðunum, heyra raddir bæjarbúa og miðla sjónar- miðum bæjarins. Ég vil stuðla að því að viðhald opinna leiksvæða barna verði ávallt til fyrir- myndar. Að þau hafi upp á ný og þrosk- andi leiktæki að bjóða, séu vel hirt og laði að sér bæði börn og foreldra til að stuðla að meiri samveru útivið. Æskulýðs- og íþróttamál Æskulýðs- og íþróttamálin eru ásamt skólanum sterkustu uppeldisstoðir samfélagsins okkar. Að þessum málum ber að hlúa með öllum tiltækum ráðum. Ég var svo gæfusamur að byrja að stunda handbolta og fót- bolta með Gróttu á yngri árum og er reyndar enn að þó maður fari kannski örlítið hægar yfir - ekki mikið samt ;-) Ég tel að íþrótta- og tómstundastarf sé ein besta forvörnin sem við eigum í þessu landi. Hér á Seltjarnarnesi eigum við skilyrð- islaust að styðja enn frekar við bakið á því frábæra starfi sem fram fer hér í bænum og mun ég svo sannarlega berj- ast fyrir því nái ég mínum markmiðum í komandi prófkjöri. Ég vil t.a.m. skoða hvort við getum farið svipaðar leiðir og mörg nágrannasveitafélög hafa gert í þessum efnum þ.e. að styrkja fjölskyld- ur með fjárframlagi til íþrótta- og tóm- stundastarfs. Sundlaugin okkar er perla og eru allir sammála um það. Með þeim spennandi breytingum sem nú er unnið að á sund- lauginni, með fyrirhugaðri heilsurækt og enn meiri þjónustu skapast okkur gullið tækifæri til sóknar. Aðstaða til knattspyrnuiðkunnar mun gerbreytast með tilkomu gervigras- vallarins sem nú er á framkvæmdastigi. Við þurfum að hafa þar allt á hreinu varðandi umgengni og viðhald vallarins svo hann nýtist okkur sem best. Í Selinu er unnið frábært starf af fag- fólki sem virkilega nær til unglinganna okkar. Ég vil að við útvíkkum þeirra starfssvið með tilliti til þess að ná sem flestra á þessum viðkvæma aldri og að bæjarfélagið hvetji þetta fólk til enn frek- ari árangurs. Menningarmál Ég tel að öflugt menningarlíf auðgi bæjarbraginn. Á Seltjarnarnesi býr fjöld- inn allur af frambærilegu listafólki og bærinn á fjölda listaverka sem bæjar- búar vita hreinlega ekki af. Ég legg til að þessi verk verði sýnd almenningi á aug- lýstri sýningu og er þeirrar skoðunar að nýta beri enn betur sýningaraðstöðu okkar vel heppnaða bókasafns. Málefni aldraðra Ég þekki vel til margra heldri borg- ara hér á Nesinu. Ég kynntist mörgum þeirra vel á þeim árum sem ég starfaði við sundlaugina sem og á uppeldisár- unum enda margir góðir kunningjar for- eldra minna. Ég veit að þeir harma það mjög að geta ekki farið í laugina þessa dagana en þolinmæði þrautir vinnur allar, með hækkandi sól komast þeir aftur í laugina sína eins og við öll. Ég er þeirrar skoðunnar að ættum að nota það tækifæri og afnema gjaldtöku eldri borgara á Nesinu í sundlaugina. Nú er verið að rífa gamla Lýsis hús- ið og hjúkrunarheimili mun brátt rísa á þeirri lóð. Það er mikilvægt að við íbúar verðum á öllum stigum upplýstir um gang mála og hversu mörg rými verða í boði okkur til handa. Þar vil ég koma sterkur inn. Ég vil í þessum málum sem og öðr- um efla gagnsæi og allt upplýsingaflæði sem ég tel tilfinnanlega vanta í bæjar- kerfið. Ég vil stuðla að áframhaldandi tryggri fjármálastjórn enda er það for- senda fyrir framþróun og nýtingu tæki- færanna. Kæru Seltirningar! Prófkjörið er bara fyrsti áfangi þess að mynda sigurlið fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Ég hvet ykkur til að taka þátt í prófkjörinu þann 4. febrúar. Ég hef fundið á fólki að það vill sterka heilsteypta liðsheild sjálfstæðismanna til forystu og þar vil ég vera til að vinna fyrir ykkur. Ég veit að ég get orðið að liði og óska því eftir stuðningi ykkar í 2. sætið. Þór Sigurgeirsson Nánar á www.thors.is Eflum andann - til árangurs! Þór Sigurgeirsson. Sigrúnu Eddu Jónsdóttur í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.