Nesfréttir - 01.01.2006, Blaðsíða 13

Nesfréttir - 01.01.2006, Blaðsíða 13
NES FRÉTTIR 13 Kjósum Ólaf Egilsson í 3. sæti Það er sérstakt ánægjuefni að svo reynslumikill maður úr hópi okkar bæjarbúa sem Ólafur Egilsson lögfræðingur og sendiherra skuli hafa orðið við hvatningum margra Seltirninga um að gefa kost á sér til starfa að málefnum bæjarfélags okkar. Þar þarf að vanda til ákvarðana á öllum sviðum og skipa málum í nánum samráðum og sátt við bæjarbúa. Ólafur hefur í verkum sínum sýnt að hann býr yfir raunsæi, framsýni og dugnaði til að bera fram og tryggja framgang þarfra mála. Hann hefur á ferli sínum til þessa leyst með lagni og festu fjölda vandasamra verkefna, reynst sanngjarn og fær um að finna málamiðlanir til að sætta ólík sjónarmið. Við erum þess fullviss, að seta Ólafs í bæjarstjórn Seltjarnarness yrði okkur bæjarbúum ávinningur -- og hvetjum því alla eindregið til að kjósa hann. Þær jákvæðu undirtektir, sem framboð Ólafs hefur þegar fengið meðal Sjálfstæðismanna og annarra Seltirninga, er okkur uppörvandi vísbending um að hæfileikar hans og reynsla séu metin að verðleikum. S t u ð n i n g s m e n n Ólafur Egilsson er kvæntur Rögnu Ragnars löggiltum skjalaþýðanda. Þau eiga tvö börn, Ragnar Friðrik M.Sc. sérfræðing á Námsmatsstofnun og kennara í aðferðafræði við H.Í. og Önnu Margrjeti Þuríði B.Ed., upplýsingafulltrúa Hjálpastarfs kirkjunnar. Ólafur hefur víðtæka reynslu sem nýst getur vel í þágu okkar Seltirninga: Hann hefur m.a. • setið í stjórn Heimdallar F.U.S. og Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gegnt fleiri trúnaðarstörfum á sviði stjórnmála • starfað sem blaðamaður meðfram laganámi, m.a. á Morgunblaðinu, og skrifaði þá í nokkur ár fréttir frá Alþingi og af borgarmálum Rvíkur • verið formaður Stúdentaráðs H.Í., Hótel Garðs, Æskulýssambands Íslands og fleiri samtaka, þ. á m. forgöngumaður um stofnun Listvinafélags Seltjarnarneskirkju og fyrsti formaður þess • gegnt fjölþættum og mikilvægum störfum í utanríkisþjónustunni m.a. sem sendiherra í London, Moskvu, Kaupmannahöfn og Peking • búið tvívegis um árabil á Seltjarnarnesi, þar sem hann á nú heimili og hefur látið sér umhugað um velferð bæjarfélagsins

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.