Nesfréttir - 01.01.2006, Blaðsíða 16

Nesfréttir - 01.01.2006, Blaðsíða 16
16 NES FRÉTTIR Sjóðurinn er dánargjöf Sigur- geirs Einarssonar, sem fæddist 20. apríl 1871 en lést 11. apríl 1953. Sjóðurinn er rúmlega hálfrar aldar gamall. Sigurgeir var kaupsýslu- maður og bjó að Vesturgötu 28 í Reykjavík. Hann ánafnaði Seltjarn- arneshreppi öllum eigum sínum með arfleiðsluskrá dags. 11. ágúst 1952. Til úthlutunar kom samkvæmt skiftagjörð 30. mars 1954 kr. 1.036.930.- . Tilgangur sjóðsins er : 1. Að reisa myndarlegt sjúkra- hús á Seltjarnarnesi til minningar um læknana Bjarna Pálsson land- lækni sem bjó að Nesi við Seltjörn og tengdason hans Svein Pálsson héraðslækni í austur-héraði suð- uramtsins. Ósk gefanda var sú að sjúkrahúsið yrði reist á sandinum sunnan við heimreiðina að Nesi en var þó ekki skilyrði fyrir gjöfinni. Þessi ósk gefandans um að reisa sjúkrahús við Nesstofu hefur ekki rætst og mun fénu án efa verða var- ið í svipaða eða skylda framkvæmd í náinni framtíð. 2. Að annast um legstað gefand- ans í kirkjugarðinum við Suðurgötu, reisa honum hæfilegan legstein og búa á allan hátt vel um leiðið. Nokk- ur fleiri atriði er minnst á í erfða- skránni og er undirrituðum ekki kunnugt um að þeim hafi verið fram- fylgt þessi ár, sem liðin eru frá láti Sigurgeirs. Samkvæmt erfðaskránni eiga sæti í stjórn sjóðsins, forseti bæjar- stjórnar og fulltrúi sem bæjarstjórn kýs. Fer hann með daglegan rekst- ur sjóðsins og varðveislu en í meiri háttar tilvikum verða báðir stjórnar- menn að taka ákvörðun. Undirritaðir tóku við stjórn sjóðs- ins hinn 12. júní 2002, þá var eigið fé sjóðsins samtals rúmar 20 milljónir. Nú mun láta nærri að peningaeign sjóðsins nemi tæpum 59 milljónum sem ávaxtaðir eru á verðtryggðum reikningum auk þessa á sjóðurinn tveggja herbergja íbúð að Skóla- braut 5, Seltjarnarnesi. Á umliðnum árum hafa undirrit- aðir stjórnarmenn sjóðsins kapp- kostað að ávaxta fé hans á sem hagkvæmasta hátt innan leyfilegra marka. Einnig hefur stjórnin séð um hreinsun á legsteini Sigurgeirs og umhriðu leiðisins. Blóm hafa verið gróðursett á sumrin og skreyt- ingar settar á leiðið fyrir jólin. Stjórnin mun næstu mánuðum uppfylla þau skilyrði, sem kveðið er á um í erfðaskránni sem enn hafa ekki verið uppfyllt eftir 50 ár. Jón Jónsson í stjórn sjóðsins Ásgerður Halldórsdóttir forseti bæjar- stjórnar. Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar í eigu Seltjarnarnesbæjar Stjórnarmennirnir Ásgerður Halldórsdóttir og Jón Jónsson 24. des. sl eftir að hafa lagt skreytingu á leiði Sigurgeirs. Við sem sinnum íþrótta-, forvarn- ar- og uppbyggingarstarfi í Gróttu vitum að Bjarni Torfi Álfþórsson hef- ur ríkan skilning á mikilvægi íþrótta fyrir fólk, ekki síst varðandi uppeldi og mótun barna og unglinga. Hann hefur verið virkur félagi í Gróttu alla sína tíð fyrst iðkandi frá barnsaldri og svo forystumaður í félaginu um árabil, þar á meðal formaður Gróttu árin 1992 til 1995 og svo aftur frá árinu 2002. Hann er núverandi for- maður Gróttu. Það er útbreidd skoð- un meðal okkar sem höfum unnið með félaginu og fyrir félagið að Bjarni Torfi sé mikill forystumaður og eiga afar gott með að vinna með fólki. Hann deilir ekki og drottnar heldur er einn af okkur og fer fyrir sínu fólki sem samstarfsmaður og leiðtogi. Það er skoðun mín að þessir hæfi- leikar muni nýtast honum vel, ef við Seltirningar berum gæfu til að velja hann sem leiðtoga Sjálfstæð- isflokksins í næsta prófkjöri og þar með vonandi bæjarstjóra næstu fjögur árin. Skilningur hans á gildi íþrótta og reynsla af margháttuðu samstarfi við mikinn fjölda fólks á vettvangi íþróttanna bæta verulega við aðra góða kosti hans sem stjórn- málamanns og leiðtoga í bæjarfélagi okkar. Fólk er sem betur fer stöðugt að gera sér betur grein fyrir forvarnar- og uppbyggingarhlutverki íþrótta gagnvart börnum og unglingum. Iðkun er félagslega styrkjandi og hvetjandi, eflir metnað og sjálfs- traust, eykur stundvísi og sjálfsaga og minnkar líkurnar á neikvæðum afleiðingum hreyfingarleysis sem geta valdið margháttuðum sjúkdóm- um. Þá hefur verið sýnt fram á að unglingar sem stunda íþróttir eru líklegri en hinir til að forðast notk- un áfengis, tóbaks og fíkniefna á unga aldri og eru líklegri til að hafa nægilegt sjálfstraust til að stand- ast þrýsting og óheppilegt áreiti á þessum hættulegu sviðum. Börn og ungmenni sækja sér heilbrigðar fyr- irmyndir úr íþróttunum og getum við í Gróttu nefnt gæsilegt dæmi um það sem er Guðjón Valur handbolta- kappi sem hóf afreksferill sinn hér í Gróttu. Íþróttastarfið er einn að lykil- þáttum í sveitarfélagi eins og Sel- tjarnarnesi. Við fáum ekki betri for- ystumann til að sýna því skilning og veita starfinu brautargengi en Bjarna Torfa Álfþórsson, verði hann næsti bæjarstjóri. Hann kemur úr þessum jarðvegi. HANN ER EINN AF OKKUR. Veitum honum öflugan stuðning í prófkjörinu 4. febrúar nk. Bjarni skilur mikilvægi íþrótta - eftir Kristínu Finnbogadóttur Listvinafélag Seltjarnarneskirkju: Listvinafélag Seltjarnarnes- kirkju stendur fyrir nýstárlegri ljóða- og tónlistardagskrá í kirkjunni sunnudaginn 29. janúar kl. 15. Tónlistardagskránin er í hönd- um Sigurðar Flosasonar saxón- fónleikara og Sólrúnar Braga- dóttur söngkonu sem starfað hefur erlendis undanfarin ár með búsetu í Danmörku. Dagskrá þeirra samanstendur af íslensk- um sönglögum í óvenjulegum búningi. Hafa þau sagt að dagskrá- in verði nokkurs konar gjörning- ur þar sem ýmis lög og stef renna saman. Er mikið fagnaðarefni að fá tækifæri til að hlýða á þessa snjöllu listamenn á sviði tónlistar- innar hér á Seltjarnarnesi. Ljóðadagskráin verður með þeim hætti að átta Seltirningar á ýmsum aldri munu lesa ljóð að eigin vali og gera grein fyrir vali sínu. Þau sem lesa eru Björn Jónsson fyrrv. skólastjóri, Gunn- ar Kvaran sellóleikari, Jón Jóns- son fyrrv. framkvæmdastjóri, Kristrún Heimisdóttir lögfræðing- ur, Sigríður Þorvaldsdóttir leik- kona og bæjarlistamaður Seltjarn- arness og Þorbjörg Sigríður Gnn- laugsdóttir lögfræðingur. Einnig munu tveir nemendur úr Mýrar- húsa- og Valhúsaskóla, piltur og stúlka, lesa. Er þess að vænta að ljóðadagskráin verði mjög fjöl- breytileg enda mikill aldursmun- ur á elstu og yngstu lesendum. Fjölbreytileg ljóða - og tónlistardagskrá Augl‡singasími 511 1188

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.