Nesfréttir - 01.01.2006, Side 7

Nesfréttir - 01.01.2006, Side 7
NES FRÉTTIR 7 Framboðsfrestur fyrir prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor rann út 12. janúar. Níu karlar og f imm konur tilkynntu um framboð, en þau eru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torf i Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Helga Jónsdóttir, Helgi Þórðarson, Jónmundur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Oddný Halldórsdóttir, Ólafur Egilsson, Ragnar Jónsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sólveig Pálsdóttir og Þór Sigurgeirsson. Prófkjörið verður haldið í sal Sjálfstæðisfélaganna á Austurströnd 3, 3. hæð þann 4. febrúar og verður kosið frá kl. 9.00 til 18.00. Fyrir þá, sem verða að heiman á kjördag, er boðið upp á utankjörstaðarkosningu sem fer fram í Valhöll við Háaleitisbraut 1 á venjulegum skrifstofutíma frá og með föstudeginum 20. janúar. Í prófkjörinu eiga kjósendur að velja sjö frambjóðendur með því að merkja við nöfn þeirra sem kjósa skal með tölustöfum 1 til 7, sem vísar þá til þess sætis sem kjósandi vill að fram- bjóðandi skipi á væntanlegum framboðslista sjálfstæðismanna við kosningarnar í vor. Kjörið er bindandi ef frambjóðandi hlýtur a.m.k. 50% atkvæða samanlagt. Á kjörskrá eru allir félagsmenn sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi og þeir sem ganga í félögin í síðasta lagi þegar kosið er. Seltirningar geta gengið í Sjálfstæðisfélag Seltirninga eða félag ungra sjálfstæðismanna á Netinu á slóðinni www.xd.is eða með því að skrá sig á kjörstað þegar komið er til að kjósa. Starfshópur um fjölskyldustefnu óskar eftir nokkum fjölskyldum sem vilja taka þátt í kynningu á fjölskyldustefnu Seltjarnarness með því að taka myndir af daglegu lífi fjölskyldu, - eins konar myndadagbók í eina viku. Síðan er hugmyndin að setja upp þessar myndir til sýnis íbúum. Allar fjölskyldugerðir hvattar til að taka þátt. Verðlaun í boði fyrir frumlegustu uppsetninguna. Upplýsingar gefur Sigrún Hv. Magnúsdóttir í síma 595 9130. Fjölskyldustefnu Seltjarnarness Prófkjör sjálfstæðismanna -14 frambjóðendur

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.