Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 12

Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 12
12 NES FRÉTTIR Álitlegasta byggðarlagið Fleiri en við Seltirningar eru þeirr- ar skoðunar að Seltjarnarnesið sé eitt allra álitlegasta byggðarlag höf- uðborgarsvæðisins og það þótt víð- ar væri leitað. Mikilvægasta verk- efni þeirra, sem valdir eru til for- ystu bæjarfélagsins, er að vernda og styrkja þessa stöðu. Enginn vafi leikur á að vilji bæjar- búa stendur til þess að bærinn haldi sjálfstæði sínu en sameinist ekki höf- uðborginni. Með því móti eru betur tryggð tengsl okkar íbúanna við þá, sem fara með stjórn bæjarfélagsins fyrir okkar hönd. Sjálfir eru stjórn- endurnir þá einnig nær hinum marg- víslegu úrlausnarefnum sínum. Hamla ber enn frekar gegn hækkun fasteignagjalda Traustur fjárhagur bæjarfélags- ins er mikilvæg undirstaða þess sem gera þarf í þágu bæjarbúa. Þar hefur um árabil tekist vel til og ber að kappkosta að svo verði einnig framvegis. Veruleg hækkun fasteignamats hefur skapað bænum óvænta tekjuaukningu. Þótt eig- endum íbúða eða húsa megi vera slík verðmætisaukning ánægjuefni, fylgir sá böggull skammrifi, að hún skilar þeim engu ef ekki er selt. Þetta íþyngir mörgum. Ekki ber að torvelda fólki að búa í því húsnæði sem það hefur komið sér upp. Því ber að ganga lengra í lækkun álagn- ingarprósentu fasteignagjalda en gert hefur verið. Í okkar sjálfstæða bæjarfélagi þarf að tryggja fjölbreytni í versl- un og þjónustu. Það breytir því ekki, að hagkvæmt geti verið að tvö eða fleiri bæjarfélög, og íbúar þeirra, eigi með sér náið samstarf á sumum sviðum, t.d. um rekstur strætisvagna. Margir íbúar vestur- bæjar Reykjavíkur sækja, svo sem alkunna er, t.d. heilsugæslu hingað. Þeir kaupa einnig margskonar nauð- synjar í búðum bæjarins, sem fyrir bragðið geta boðið upp á meira vöruúrval okkur til þæginda. Kynna þarf hugmyndir um eflingu Eiðistorgs Þetta leiðir hugann að því, að eitt mikilvægasta skipulagsmál bæjarfé- lagsins nú er hvernig búið verði að starfsemi af þessu tagi í framtíðinni. Rætt er um nýsköpun Eiðistorgs, hugsanlega vistun bæði Hagkaups og Bónus þar, ásamt öðrum fyrir- tækjum o.fl. Mikilvægt er, að sem fyrst verði kynntar frumhugmynd- ir og -tillögur í þessu efni, svo bæj- arbúar geti tekið afstöðu til þeirra. Þetta er dæmigert mál sem gefa þarf bæjarbúum kost á að tjá sig um á mótunarstigi. Áður hefur komið fram rökstudd andstaða gegn því að reist verði skemma fyrir stórverslun á lóð bensínstöðvarinnar, skammt frá bæjarhliðinu nýja. Andúðinni valda fyrirsjáanleg bílamergð við fjölbýl- ishús Austurstrandar, skerðing slíks mannvirkis á útsýni -- og lýti fyrir aðkomuna að bænum. Síðast en ekki síst þykir mörgum einfald- lega hentugt að hafa bensínstöðina þar sem hún er. Þá ber að hverfa frá hugmynd um sex hæðir á horni Nesvegar og Suðurstrandar. Í ljósi reynslunnar er farsælast að fjallað verði opinskátt um öll skipulagsmál m.a. aðalskipulag sem verður að fá vandaða afgreiðslu. Íþróttavöllurinn nýi og bygging íbúða Nú, þegar leyst hefur verið úr hnútnum um staðsetningu knatt- spyrnuvallar, er ánægjulegt að fram- kvæmdir við vallargerðina skuli vera hafnar af krafti. Mikilvægt var að langri bið eftir vellinum lyki. Treysta má því, að myndarlega verði að verki staðið fram til vors- ins, þegar stefnt er að því að taka völlinn í notkun. Ánægulegt verður að fylgjast með þeirri grósku í knatt- spyrnulífinu sem vænta má að nýi völlurinn færi með sér. Um svipað leyti verða endurnýj- uð sundlaugarmannvirki opnuð. Í sambandi við heilsuræktarstöð þarf að búa vel um alla hnúta og tryggja bæjarbúum á öllum aldri afnot af henni á sanngjörnum kjörum. Eðlilegt er að vandlega verði hugað að þörfum annarra íþrótta- greina, þ. á m. fimleika og frjálsra íþrótta, sem sumum ungmennum henta betur. Ekki verður heldur ýkja langt þangað til fer að hilla undir þær nýju íbúðabyggingar á Hrólfsskála- mel sem margir renna vonaraugum til. Prófkjör og sveitarstjórnar- kosningar Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæð- ismanna 4. febrúar og bæjarstjórn- arkosninganna 27. maí nk. mun á næstu vikum gefast gott tækifæri til umræðna um hin ýmsu hagsmuna- mál okkar bæjarbúa. Þar mun bera hátt m.a. málefni skólanna, eldri borgara og uppvaxandi kynslóðar, svo og vernd hins fagra umhverfis á Seltjarnarnesi, sem er okkur öll- um til ómældrar gleði. Sú umræða er vís til að fleyta umbótum fram á veg. Seltjarnarnesi 16.01.2006. Ólafur Egilsson. - Ólafur Egilsson skrifar um nokkur mikilvæg hagsmunamál Seltirninga Tengslin þurfa að vera traust og náin Okkur Seltirningum er annt um bæjarfélagið og því ekki að undra þótt flestir hafi skoð- un á helstu málum þess. Þetta er af hinu góða. Mikilvægt er hins vegar að skoðanamunur leiði ekki til ítrekaðra deilna og sundrungar - það skaðar mann- líf og bæjarbrag. Lykillinn að farsælli þróun í þessu efni felst að sjálfsögðu í því að bæjarbúum sé þegar á frumstigi meiriháttar mála kynnt hvað ráðgert er og þeim gefinn kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Þetta þarf að gera þannig að virkt sé, þ.e. að ljós sé góður vilji ráðamanna til að hlusta á rödd bæjarbúa og taka í hverju máli tillit til þeirra sjónarmiða er ætla má að sem flestir aðhyllist. Eigi má undir niðri grilla í viðleitni til að þröngva upp á þá, er eiga að búa við niðurstöðuna, einhverju sem ekki getur ríkt um víðtæk sátt. Sáttin skapast best úr því nýti- legasta sem hverju og einu okk- ar hugkvæmist. Um leið og mikilvægt er að fólk með góða yfirsýn veljist til starfa að bæjarmálum í kosn- ingunum á fjögurra ára fresti, þurfa tengsl hinna kjörnu fulltrúa og íbúa bæjarfélags- ins stöðugt að vera traust og náin. Það er misskilningur sem stundum örlar á, að þegar kosningum sé lokið hafi þeir sem valdir voru nánast frjálsar hendur, ef upp koma mál sem ekki voru kynnt fyrir kosningar. Þeir þurfi einungis að standa skil á verkum sínum í lok kjör- tímabilsins. Hið rétta er, að með því að takast á hendur trúnaðarstörf í þágu bæjarfélagsins eða lands- ins ber hinum kjörnu fulltrúum að hafa forystu um hvaðeina sem til velferðar íbúanna horf- ir í bráð og lengd. Hinir kjörnu fulltrúar eru oft í betri aðstöðu en almenningur til að kynna sér kjarna mála og finna far- sælustu lausnir - en þeim get- ur líka skjöplast. Á þeim hvíl- ir rík skylda til að brjóta hin sameiginlegu hagsmunamál til mergjar og upplýsa vel umbjóð- endur sína um alla meginþætti þeirra, svo að bæjarbúar geti á góðum forsendum sannfærst um réttmæti þess sem lagt er upp með eða komið ábending- um sínum um aðrar leiðir á framfæri. Þannig getur bæjarfé- lag blómgast og íbúarnir unað glaðir við sitt. Ól. Eg.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.