Nesfréttir - 01.01.2006, Side 18

Nesfréttir - 01.01.2006, Side 18
18 NES FRÉTTIR G R Ó T T U S Í Ð A N Ein sú glæsilegasta jólasýning sem fimleikadeild Gróttu hefur haldið fór fram sunnudaginn 4. desember s.l. Mikill fjöldi fólks var mættur til að fylgjast með þessari árlegu jólasýningu sem var með glæsilegra móti. Hægt er að kaupa geisladiska með myndbandsupp- töku frá sýningunni á skrifstofu Gróttu. Handknattleiksdeild Gróttu gaf út nú rétt fyrir jólin glæsilegt og veigamikið blað sem dreift var í öll hús á Nesinu og Vesturbænum. Blaðið inniheldur margar skemmti- legar greinar og viðtöl og er áhuga- verð lesning fyrir alla handbolta- og íþróttaáhugamenn. Handboltablað Gróttu Um miðjan desember barst boð til Handknattleikssambands Íslands frá stjórnvöldum í Asturias á Spáni um að leika kynningarleik gegn úrvalsliði Asturias. Okkar manneskja Íris Björk var valin og er það ánægju- efni fyrir Gróttumenn að eignast fleira landsliðsfólk. Íris Björk í landsliðið Vel heppnuð jólasýning fimleikadeildar Strákarnir í 4. flokki voru langt frá sínu besta þegar að þeir léku í Íslandsmótinu í innnahúsknatt- spyrnu í desember s.l. Fimm lið voru í okkar riðli en aðeins fjögur lið mættu til keppni því Leiknir mætti ekki til leiks. Niðurstaðan var 3. sæti og vannst aðeins einn leikur og var það gegn Haukum. Strákarnir geta mun betur en þetta og verða þeir nú að taka sig saman í andlitinu enda mjög efnilegur flokkur á ferð. Langt frá sínu besta Meistaraflokkur Gróttu í knatt- spyrnu mun leika í 1. deildinni í innanhússknattspyrnu á næsta ári. Liðið lék í C-riðli í 2. deild og gerði sér lítið fyrir og sigraði alla sína and- stæðinga á mjög sannfærandi hátt. Fyrst kom 4-0 sigur á Leikni F, því næst 9-2 sigur á Árborg og síðan 7-2 sigur á Stjörnunni. Mest áberandi í liði Gróttu voru ungu strákarnir, þeir Garðar, Pétur Már og Hrafn. Þeir sáu að mestu leyti um markaskor- un liðsins. Aðrir leikmenn stóðu sig einnig mjög vel eins og úrslitin gefa til kynna sem og markatala liðsins 20-4. En eins og áður sagði þá mun Grótta leika í 1. deildinni í innanhús- sknattspyrnu að ári. Sigur á Íslandsmóti innanhúss Knattspyrna Ægir Steinarsson leikmaður 2. og 3. flokks karla var valinn í U-17 landslið HSÍ sem spilaði á Hele Cup í Þýskalandi á milli jóla og áramóta. Hann er mikið efni í handboltanum og hefur verið að spila lykilhlutverk með bæði 2. og 3. flokki karla í vetur, þó svo að hann sé eingöngu á yngra ári í 3. flokki. Ægir valinn í U-17 landslið HSÍ Ráðgert er að íþróttaskóli Gróttu hefjist um mánaðarmótin janúar, febrúar 2006. Hugmyndin er að kynna íþróttafélagið Gróttu fyrir börnunum sem eru að hefja nám í Grunnskóla Seltjarnarness haust- ið 2006. Íþróttaskólinn verður með þeim hætti að börnunum verður skipt í þrjá hópa og mun hver hóp- ur fá kynningu á þeim greinum sem íþróttafélagið bíður upp á þ.e. knattspyrna, handbolti og fimleikar. Þetta er börnunum að kostnaðar- lausu því þetta er tilraunaverkefni sem styrkt verður af skólanefnd Seltjarnarness og er hluti af dag- skránni á leikskólunum. Íþróttaskóli Gróttu HEIMASÍÐA ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS GRÓTTU www.grottasport. is

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.