Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 19

Nesfréttir - 01.01.2006, Qupperneq 19
NES FRÉTTIR 19 Hvern vildir þú helst hitta? Sjálfan mig eftir 50 ár. Uppáhalds stjórnmálamaður? Stjórnmála..? Jú, ætli ég verði ekki að segja Eið- ur Smári Guðjónssen...eða nei bíddu...! Hvað vildir þú helst fá í afmælisgjöf? Tilbúið herbergi! Er í því að mála og endur- inrétta herbergið mitt þessa dagana og það gengur aðeins of hægt. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 5 milljónir í happdrætti? Ég myndi kaupa stærstu majonesdollu landsins og gefa Sundlaug Seltjarnarnes hana. Þá vær- um við komin með stærsta Majones-heitanpott í heimi. Það væri geggjað! Hvað myndir þú gera ef þú værir bæj- arstjóri í einn dag? Ég myndi nýta alla mína krafta til að halda nemendum, frá Seltjarnarnesi, í námi á framhaldsskólastigi í tónlistarskólum Reykjavíkurbæjar. Það verður eitthvað að ger- ast í þeim málum! Að hverju stefnir þú í framtíðinni? Auðvitað stefni ég hátt, hver gerir það ekki? En hvert ég stefni eða hversu hátt verður bara að koma í ljós með tímanum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég eyddi sumarfríinu mínu í vinnu hjá Domino’s pizza að Ánanaustum. Einnig tók ég upp tónlist fyrir bíómyndina Öskrandi Api, Ballet í leynum sem að ég var að leggja lokahönd á með félaga mínum honum Jóni Grétari. Mjög notalegt sum- ar verð ég að segja. Seltirningur mánaðarins er Magnús Ingi Sveinbjörnsson. Hann er höfundur sigraði í jólalagakeppni Rásar 2 með laginu „Jólanótt" sem voru kunngjör rétt fyrir síðustu jól. Fullt nafn? Magnús Ingi Sveinbjörnsson. Fæðingard. og ár? 1. maí 1986. Starf? Forritari og vakstjóri hjá Domino’s Pizza. Bifreið? Engin sem stendur (En fæ þó nýja bíl móður minnar lánaðan, við og við...) Helstu kostir? Eru þeir ekki fyrir aðra að meta? Eftirlætis matur? Kalkúnninn hennar ömmu á Annan í jólum, algjört lostæti! Eftirlætis tónlist? Nefndu það, ég hlusta á það. Allt frá Beethoven til Metallica, frá Verdi til Jamie Cullum, frá System of a down til Ellenar Kristjánsdóttur. Tónlist er eins og gras, afhverju að borða bara græna grasið ef að hið gula bragðast hugsanlega jafn vel, hvað þá betur? Eftirlætis íþróttamaður? Íþrótta..? Jú, ætli ég verði ekki að segja Ólafur Ragnar Grímsson... eða nei bíddu...! Skemmtilegasta sjónvarpsefnið? Lost, Silvía Nótt, Survivor. Og Kallakaffi. Og jú, Leiðarljós! Besta bók sem þú hefur lesið? Everything you always wanted to know about sex - But were afraid to ask. Uppáhalds leikari? Tom Hanks. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Sin City. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hlusta á tónlist, spila tónlist, sem tónlist, eyði tíma með vinum, með fjölskyldu og með öðrum áhugaverðum og skemmtilegum manneskjum. Síðan borða ég auðvitað mat. Og fer í sturtu! Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Five héraðið í Skotlandi. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika, rökhugsun og almenna kátínu. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Börnin í Mýrarhúsaskóla tóku þátt í verkefninu „JÓL Í SKÓKASSA” á vegum ungs fólks í KFUM og K og SOS-barna- hjálparinnar í nóvember sl. Gjafakass- arnir voru handa fátækum börnum í Úkraínu, þar sem búa um 50 milljón manna. Þar ríkir mikil fátækt í mörgum héruðum og í landinu er sums staðar allt að 80% atvinnuleysi. Óskað var eft- ir því að í skókassa sem klæddur var jólapappír yrði safnað ýmsu smádóti til að gleðja fátækt barn. Það mátti vera leikföng, bangsi, jó-jó, munn- harpa og slíkt, pennar, blýantar, litir af ýmsu tagi, litabækur, skrifbækur, papp- ír, vasareiknir, úr, litlar myndabækur, tannbursti, tannkrem, sápa, greiða, sælgæti, sólgleraugu, vasaljós o. s. frv. Auk þessa var lítil peningaupphæð fyr- ir sendingarkostnaði. Skemmtilegt var hve þátttaka í Mýr- arhúsaskóla var góð og söfnuðust alls r ú m l e g a 170 k a s s a r með glæsilegu gjafavali. Sum barnanna höfðu sjálf á orði að það væri gaman að gleðja aðra. Þau voru almennt afar áhugasöm og komu jafnvel nokkur með fleiri en einn kassa. Skólinn þakk- ar hér með börnunum og foreldrum þeirra framlagið, sem strax var sent til Úkraínu. Nú í byrjun janúar - þegar jól eru haldin í landinu - verður pökkun- um okkar útdeilt á munaðarleysingja- heimilum, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra og munu íslensku ungmennin sjálf afhenda gjafirnar. Alls söfnuðust í þessu átaki á þriðja þúsund skókassar. Jól í skókassa Á myndinni má sjá Grétar G. Guðmundsson í hlutverki álfakóngs og Guðrúnu Ágústsdóttur álfadrottningu sem leiddu sönginn, Bjarka Harðarson úr Menn- ingarnefnd sem spilaði undir með harmónikku. Miðað við undirtektir virtist það skipta viðstadda litlu máli þótt hinn eiginlegi þrettándi væri liðinn. Seltirningar eiga því láni að fagna að búa í vel stæðu bæjarfélagi þar sem myndarlega er staðið að þjón- ustu á öllum þeim sviðum sem nútíminn gerir kröfur um. Gott jafnvægi þarf að vera milli þeirra málaflokka sem fjármunir bæjarsjóðs renna til, hvort heldur um er að ræða rekstur íþróttamála, skóla, daggæslu, öldrunarmála, umhverfismála og menningarmála. Það er viðfangsefni kjörinna bæjar- fulltrúa að komast að skynsamlegri og farsælli niðurstöðu um skiptingu þessara fjármuna og hvernig þeim er varið. Því fylgir ábyrgð. Sólveig Pálsdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins þann 4. febrúar nk.Í prófkjörinu mun ráðast hverjir veljast til forystu á lista flokksins fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor. Fyrir mig, sem íbúi á Seltjarnarnesi, skiptir það máli að bæjarfulltrúar búi að reynslu þekkingu, stefnufestu, heið- arleika og hafi jafnframt til að bera forystuhæfileika og samstarfs- hæfni. Þar sem ég hef kynnst störfum Sólveigar Páls- dóttur, formanns menningarnefnd- ar Seltjarnarness og varabæjarfull- trúa, veit ég að hún er þessum kostum búin. Sólveig er kraftmikil og hugmyndarík og þor- ir að standa við sannfæringu sína. Sólveig hefur jafnframt þá persónu- eiginleika að ná vel til fólks með fersku og jákvæðu viðmóti. Ég skora því á Seltirninga að tryggja örugga kosningu Sólveigar í 2. sæti listans í prófkjörinu 4. febrú- ar nk. og fá kröftuga konu í fremstu röð í bæjarstjórn. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2005. Tryggjum Sólveigu 2. sætið Auður Hafsteinsdóttir. Síðbúin Þrettándabrenna

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.