Nesfréttir - 01.03.2008, Side 2
ÚTGEFANDI: Borgarblö›, Vesturgötu 15, 101 RVK. S: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
RITSTJÓRI: Kristján Jóhannsson • ÁBYRG‹ARMA‹UR: Kristján Jóhannsson
UMBROT: Valur Kristjánsson • NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍ‹A: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 NES FRÉTTIR
www.borgarblod.is
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarn-
arnesbæjar fram til ársins 2011 var
samþykkt með atkvæðum meiri-
hlutans við seinni umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í febrúar. Áætlunin
gerir ráð fyrir umtalsverðum fram-
kvæmdum öll árin en jafnframt er
gert ráð fyrir rekstrarafgangi af
bæjarsjóði. Rekstur bæjarsjóðs Sel-
tjarnarness hefur farið batnandi
milli ára og er útlit fyrir að sú þró-
un haldi áfram samkvæmt áætlun-
inni.
Í áætluninni er gert ráð fyrir ein-
um mestu framkvæmdum á þriggja
ára tímabili á Seltjarnarnesi. Um
nokkur stór verkefni er að ræða og
er þeim ætlað að bæta aðstæður og
lífsgæði Seltirninga. Gangi áætlunin
eftir verður á næstu þremur árum
varið um 1,3 milljörðum króna til
nýframkvæmda á sviði fræðslumála,
íþrótta-, heilsueflingar og öldrun-
arþjónustu. Samkvæmt fundargerð
bæjarstjórnar verða helstu verkefni
næstu þriggja ára þessi:
• Bygging hjúkrunarheimilis fyrir
aldraðra Seltirninga.
• Umfangsmikið átak við endur-
nýjun gatna og gangstétta
• Umhverfisbætur við íþrótta-
mannvirki og skóla.
• Fjölgun bílastæða við íþrótta-
miðstöð.
• Bygging mötuneytis við hús-
næði Valhúsaskóla.
• Endurnýjun skólalóða Grunn-
skóla Seltjarnarness, auk húsgagna-
kaupa.
• Bygging nýs leikskóla auk stækk-
unar á leikskólanum Sólbrekku.
• Bætt aðstaða til fimleikaiðkunar
með stækkun fimleikahúss.
• Bygging Lækningaminjasafns
við Nesstofu í samstarfi við ríki og
samtök lækna.
• Stækkun félagsaðstöðu aldraðra
við Skólabraut.
Samhliða þessu eru útgjöld til
málaflokka aukin verulega, sér-
staklega til íþrótta-, æskulýðs- og
fræðslumála. Þetta er gert með
hliðsjón af mikilvægi þessara þátta
og þeirri áherslu sem lögð er á
þjónustu við börn og fjölskyldur á
Seltjarnarnesi.
Nokkur stór verkefni
á næstu árum
Nesbúinn
Á ég ekki að sækja
um rafveitustjórastöðuna
á Nesinu?
Eins og greint var frá í síðasta leiðara Nesfrétta hefur Bæjarstjórn Sel-tjarnarnes samþykkt að stefnt verði að byggingu 30 rýma hjúkrunar-
heimili á Seltjarnarnesi. Eftir viðræður við heilbrigðisráðherra samþykkti
bæjarstjórnin að stefna að þessari framkvæmd. Ef þessi hugmynd verður
að veruleika vakna spurningar um hvar staðsetja ætti þetta hjúkrunarheim-
ili. Nesfréttir hafa lagt til að það verði reist á Valhúsahæðinni sem orðin er
einskonar einskismannsland eftir að fótboltavöllurinn var fluttur niður á
Suðurströnd. Einnig hafa komi fram hugmyndir um að byggja megi ofan
á Félagsheimilið eða jafnvel að rífa gamla leikskólann Sólbrekku og byggja
hjúkrunarheimili á þeim stað en stækka Mánabrekku um helming. Seltjarn-
arnesbær á þá Lýsislóðina eftir sem talin er um 400 milljóna króna virði.
Því væri hægt að nota andvirði hennar í að byggja hjúkrunarheimilið.
Raforka á Seltjarnarnesi
Uppi eru hugmyndir innan bæjarstjórnarinnar á Seltjarnarnesi um að láta gera athuganir á því hvort hægt sé að nýta umfram vatn hitaveit-
unnar til að búa til raforku til handa Seltirningum. Þetta er gert með svo-
kallaðri Kalinatækni en sambærileg rafstöð er starfrækt á Húsavík með
góðum árangri. Talið er að þessi framkvæmd kosti um 300 milljónir en
myndi aðeins ná að framleiða um 50% af raforkuþörf Seltirninga. Þetta er
reiknisdæmi sem þarf að skoða vandlega og kanna hvort það gengur upp.
Seltirningum var boðið á sinum tíma að ganga inn í Orkuveitu Reykjavíkur
með Hitaveituna en því var hafnað af bæjaryfirvöldum. Nesfréttir fjölluðu
um sameiningu við OR á sínum tíma í leiðara við litlar undirtektir. Hrefna
Kristmannsdóttir, jarðfræðingur svaraði þessum hugmyndum þá í heilsíðu-
grein í Nesfréttum og taldi slíka sameiningu mikið óráð. Ef Seltirningar ættu
þennan hlut í Orkuveitunni í dag væri hann nokkra milljarða króna virði.
K
Hvar á hjúkrunar-
heimilið að rísa?
Leiðari