Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 4
4 NES FRÉTTIR Kvenfélagið Seltjörn var fyrsta almenna félagið sem var stofnað á Seltjarnarnesi. Félagið hefur ávallt látið menningar- og líknar- mál til sín taka m.a. með stuðningi við skólana, kirkjuna og þá sem höllum fæti standa. Kvenfélagið Seltjörn var stofnað 3. apríl 1968 og var fyrsta almenna félagið sem stofnað var á Seltjarn- arnesi . Nú í byrjun apríl fagnar því félagið 40 ára glæstum starfs- ferli sínum. Fyrsti formaður Kven- félagsins Seltjarnar var Edda Þórz. Formenn félagsins hafa verið Edda Þórz, Halla Jóhannsdóttir, Pálína Oddsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Erna Kristinsdóttir Kolbeins , Bára Vestmann, Kristín B. Kristinsdótt- ir, Rannveig Ívarsdóttir, Guðríður Gígja, Sveinbjörg Símonardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir og Edda Margrét Jensdóttir, en hún er núver- andi formaður félagsins . Menningar- og líknarmál Félagið lét strax menningar- og líknarmál til sín taka og hefur gert það alla tíð. Í fjáröflunarskyni voru frá upphafi haldnar samkomur á sumardaginn fyrsta. Kvenfélags- konur lögðu um tíma fjórðung þess fjár sem þær öfluðu, til kirkjubygg- ingar Seltjarnarnesskirkju. Félagið hefur gefið glerlistaverkið sem er í anddyri kirkjunnar, kirkjuklukkurn- ar tvær, kirkjustólana, sálmabækurn- ar, fermingarkirtlana og pípur í org- elið. Á hverju ári hefur félagið gefið heimilismönnum á Bjargi jólagjafir. Félagið hefur einnig árlega afhent verðlaun fyrir handmennt í Mýrar- húsaskóla við skólalok og gefið gler- listaverk í Mýrarhúsa- og Valhúsa- skóla. Þá hefur félagið haft umsjón með og veitt styrki úr Hjálpar- og styrktarsjóði Seltjarnarnesbæjar. Í stærstu félagssamtökum kvenna Félagið hefur alla tíð lagt áherslu á styrkjandi og skemmtilegar sam- verustundir félagskvenna. Leiðar- ljós félagsins er að stuðla að mann- Kvenfélagið Seltjörn 40 ára Kvennfélagskonur í heimsókn á Alþingi. Edda Margrét Jensdóttir, formaður og Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í afmælisnefnd skrifa:

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.