Nesfréttir - 01.03.2008, Side 15

Nesfréttir - 01.03.2008, Side 15
NES FRÉTTIR 15 www.borgarblod.is Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvern vildir þú helst hitta? Guð og Jesús. Uppáhalds stjórnmálamaður? Geir H. Haarde og Hillary Clinton. Hvað vildir þú helst fá í afmælis- gjöf? Nýjan Bentley Continental GT Speed. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 5 milljónir í happdrætti? Bjóða fjöl- skyldunni til Flórída. Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Láta byggja fleiri hús á nesið og gera landfyllingu fyrir Bónus og Hagkaup. Að hverju stefnir þú í framtíðinni? Verða atvinnumaður í knattspyrnu eða handknattleik. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Danmerkur að keppa á Tivoli Cup, var í unglingavinnunni, fór upp í sumarbú- stað og annars hafði ég það bara gaman. Seltirningur mánaðarins er Viggó Kristjánsson leikmaður 3. flokks Gróttu í knattspyrnu. Viggó var á meðal markaskorara fyrir unglingalandsliðið Íslands sem lék á dögunum æfingaleik. Hann æfir jafnframt handknattleik með Gróttu. Fullt nafn? Viggó Kristjánsson. Fæðingard. og ár? 09.12.1993. Starf? Nemi. Bifreið? „Rolls-Royce”. Helstu kostir? Læt aðra dæma um það. Eftirlætis matur? Wilson’s pizzan er góð. Eftirlætis tónlist? Aðallega Hip-Hop, Pop, Rokk, Techno, Reggae og Jazz en hlusta á eiginlega allt. Eftirlætis íþróttamaður? Michael Owen, Michael Jordan, Stefan Kretzschmar, Floyd Mayweather, Gísli bróðir og svo að sjálfsögðu ég sjálfur. Skemmtilegasta sjónvarpsefnið? Prison Break, Simpsons, Jay Leno og íþróttaefni. Besta bók sem þú hefur lesið? Shaq Attack er eina bókin sem ég hef klárað. Uppáhalds leikari? Sylvester Stallone, Jim Carrey og Will Ferrell. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Rocky 1 - 6, Rambo 1 - 4, Ace Ventura, Gladiator og The Fugitive. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Reyni að gera eitthvað skemmtilegt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þingvellir. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Glæsileg búningsaðstaða fyrir fatl- aða hefur verið tekin í notkun í sund- laug Seltjarnarness. Að sögn Hauks Geirmundssonar, framkvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundasviðs, er margra ára gömul hugmynd að líta dagsins ljós. Að hans áliti er ekki nóg að skapa gott aðgengi að stofnunum fyrir t.d. fólk í hjólastólum, heldur þurfi einnig að ljúka við verkið inn- andyra. „Með þessari aðstöðu geta fatlaðir einstaklingar komið með aðstoðar- manneskju í laugina óháð kyni. Eins er með einstaklinga sem veigra sig við að koma í laugina einhverra hluta vegna, en geta nú nýtt sér aðstöðuna útaf fyr- ir sig. Stýringin á klefanum er þannig að þegar rautt ljós logar, er klefinn upptekinn og þegar ljósið er slökkt er hann laus og það eru hreyfiskynjarar sem stjórna ljósabúnaðinum. Það eru ljós fyrir framan klefann fyrir þá sem eru að koma ofan í en einnig er ljós á laugarsvæðinu fyrir þá sem eru að fara uppúr. Starfsfólk sundlaugarinn- ar mun síðan að sjálfsögðu leiðbeina fólki,” segir Haukur. Að undanförnu hafa verið unnar miklar framkvæmdir við sundlaugina og World Class, sem senn fer að ljúka. Gengið verður frá lóðinni nú í vor þar sem bílastæðum verðu fjölgað og í sumar lýkur fram- kvæmdum við gervigrasvöllinn þar sem verið er að byggja búnings- og félagsaðstöðu ásamt stúku. Búningsaðstaða fyrir fatlaða Vel fór á því að fyrsti notandi hinnar nýju aðstöð var Anna Kristín Jensdóttir sem nýverið var valin íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2007. Aðalstjórn Gróttu hefur nú geng- ið frá ráðningu Íþróttafulltrúa félagsins í fullt starf. Starfið var auglýst í byrjun janúar og sóttu mjög öflugir einstaklingar um þetta starf. Eftir viðtöl við nokkra umsækjendur þá var ákveðið á aðalstjórnarfundi á að ráða Andra Sigfússon í starfið. Andri er flestu Gróttufólki kunnug- ur enda búinn að vera tengdur Gróttu meira og minna frá fæðingu. Andri er þjálfari 5.fl. og 6.fl. karla í handbolta í dag ásamt því að vera að klára BS nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Andri mun hefja störf fljótlega ásamt því að halda áfram að þjálfa fyrir Gróttu. Mikill metnaður er í Gróttu um að gera starfsemi félagsins mark- vissari og sýni- legri með því að markmiði að bæta þjónust- una til handa iðkendum þess og for- ráðamönnum þeirra. Ráðning Andra sem íþróttafulltrúa er eitt skrefið í þá átt ásamt öflugum stuðningi bæjarfé- lagsins og sjálfboðaliða. Aðalstjórn býður Andra hjartanlega velkominn í nýtt starf innan félagsins. Andri Sigfússon ráðinn íþróttafulltrúi Gróttu Andri Sigfússon.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.