Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 6

Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 6
6 NES FRÉTTIR Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hef- ur nýverið aukið við húsnæði sitt og flust upp á þriðju hæðina í Héðinshúsinu við Seljaveg vest- ast í Reykjavík. Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari segir sífellt fleiri leita til sjúkraþjálfara með ýmis mein og endurhæfingu. Bæði séu gerðar mun fleiri lagfæringar á fólki en áður og nútíma vinnuum- hverfi kalli einnig á meiri þjálfun en á meðan dagleg störf kröfðust meiri hreyfingar. Nesfréttir spjöll- uðu við Gauta á dögunum. „Ef við lítum yfir þá heilbrigð- isþjónustu sem er í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi þá er um að ræða Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi, Læknastöðin við Melhaga, Heilsugæsluna við Vestur- götu, Landakot, Elliheimilið Grund og svo tvær sjúkraþjálfunarstofur, Sjúkraþjálfun Vesturbæjar og okk- ur í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hér í Héðinshúsinu,” segir Gauti. „Við erum búin að starfa í 20 ár í Vest- urbænum á komandi vori og á síð- asta ári ákváðum við að færa út kvíarnar eins og sagt er. Við vorum með um 200 fermetra húsnæði fyr- ir stofuna en erum nú komin með um eða rúmlega 600 fermetra í hús- næði sem bóka- og tímaritaútgáfan Fróði var í um árabil.” Gauti segir vandann við stækkun og rekstur stöðvarinnar einkum liggja í skorti á menntuðu og hæfu starfsfólki. Það hafa verið biðlistar eftir því að komast til meðferðar hjá okkur sem ekki stafa af húsnæðisskorti heldur af því við höfum ekki haft nægilega margt starfsfólk. „Þetta stendur þó til bóta því fleiri ljúki námi í sjúkra- þjálfun. Með því að fá fleiri til starfa getum við bætt þjónustuna að sama skapi. Þörfin er mikil og fer stöðugt vaxandi.” Getum nú boðið margvís- lega þjónustu „Ástæðan fyrir því að við fórum út í þessa stækkun er sú að okkur fannst vanta meiri þjónustu á þessu sviði. Í stað þess að sinna eingöngu því sem kalla má hráa endurhæf- ingu getum við nú boðið margvís- lega aðra þjónustu sem hentar fólki á öllum aldri. Við getum t.d. boðið upp á hóptíma fyrir fólk sem þjá- ist af bakverkjum og slitgigt, hóp- tíma fyrir elda fólk og krakka sem eru að vaxa hratt.” Gauti segir að mjög margt af eldra fólk sé í góðu formi og fullkomlega fært um að búa heima hjá sér og annast um sig sjálft. Með því að bjóða því upp á þjálfun sé oft hægt að lengja þann tíma umtalsvert sem það getur ver- ið heima. „Annað sem við erum að fást við er ýmis konar þjónusta við atvinnulífið. Þessi þjónusta fer vaxandi ár frá ári vegna þeirrar ein- hæfu vinnu sem margir að fást við og þá á ég fyrst og fremst við fólk sem vinnur nær eingöngu við tölv- ur. Við veitum ráðgjöf út í fyrirtæk- in bæði um hvernig heppilegast er að sitja og hvernig fólkið getur bætt vinnuumhverfi sitt og lagað sig að nútíma lifnaðarháttum.” Krakkar orðin hokin Gauti segir að í dag fari mun fleira fólk í allskonar viðgerðir en áður, t.d. viðgerðir á axlarliðum, mjaðmar- liðum og hnjáliðum og þarfnist því uppbyggilegrar þjálfunar og með- ferðar á eftir. Hann segir einnig að endurhæfing hafi breyst umtalsvert frá fyrri árum og vægi hennar sé orðið mikið meira í heilbrigðisþjón- ustunni en áður. „Bæði er almennt lagt meira uppúr endurhæfingu og mörg störf eru einnig orðin mjög ein- hæf þegar litið er til hreyfingar. Fólk verður því að beita líkamanum með öðrum hætti en það gerir í vinnunni eigi það ekki á hættu að skaðast. Sá sem situr við tölvu í átta tíma á dag eða lengur ver um 120 tímum á ári eða meira í sömu stellingu. Það hef- ur ákaflega slæm áhrif á margt sem kemur heilsunni við. Þetta á ekkert frekar við um eldra fólk heldur en það yngra og í dag má jafnvel sjá krakka sem eru orðin hokin af tölvu- setum og hreyfingarleysi.” Nútíma bakskóli Gauti segir að fyrir um þremur áratugum hafi Jón Þorsteinnson starfrækt mjög áhugaverðan bak- skóla miðað við það sem gert hafi verið á þeim tíma. Ýmislegt hafi hins vegar breyst frá þeim tíma og fólk sé alltaf að læra. „Nú erum við komin með það sem við getum kallað nútíma bakskóla. Þar erum við með ýmsar færnisæfingar fyrir krakka sem eru að vaxa. Á vissu aldursbili geta þau vaxið um allt að 10 til 15 sentimetra á ári og þá nær vöðvabyggingin ekki að fylgja bein- vextinum eftir eða að laga sig eftir þessum öru breytingum. Í þessum tilvikum getum við hjálpað til með réttum æfingum og hreyfingu.” Mun fleiri nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara Gauti Grétarsson í tækjasalnum. Við höfum lagt mikla áherslu á að vera alltaf með bestu fáanlegu tækin. Auglýsingasími: 511 1188 borgarblod.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.