Nesfréttir - 01.03.2008, Blaðsíða 11
„Ég hef alltaf verið mikið á skíð-
um,” sagði Örn Smári Arnaldsson,
læknir en hann var á gönguskíð-
um ásamt Rósu Hjaltadóttur konu
sinni á golfvellinum á Seltjarnar-
nesi á dögunum. „Það er hins
vegar orðið nokkuð langt síðan
hægt hefur verið að bregða sér
á gönguskíði hér á golfvellinum
vegna þess hversu lítið hefur snjó-
að undanfarna vetur. Við búum
við Sæbrautina og hér áður fyrr á
árum gátum við stundum sett skíð-
in á okkur heima á lóð og gengið
alla leið út í Suðurnes. Ég býst við
að það væri hægt núna þótt við
höfum farið þennan spöl á bílnum.
„Ég eignaðist fyrstu skíðin þegar
ég var sjö eða átta ára gamall og
fyrsta skíðabrekkan var Brekkugat-
an fyrir ofan íþróttavöllinn á Akur-
eyri en foreldrar mínir bjuggu þá
við Fjólugötuna á Oddeyrinni. Skíð-
in brotnuðu að mig minnir eftir að
ég var búinn að eiga þau í tvö ár og
það var nokkuð sár missir. Ég eign-
aðist þó fljótlega önnur skíði og hélt
áfram. Á menntaskólaárunum í MA
var líka oft farið á skíði. Við fórum
í Fálkafell sem var bústaður í eigu
skólans og á fleiri skíðasvæði og
stundum í Hlíðarfjall þótt aðstaðan
þar væri ekki orðin jafn frábær og
hún er í dag. Skíðaferðir voru fastur
hluti af tilverunni á þessum tíma og
jafnan var nokkur snjór á veturna
fyrir norðan sem gerðu okkur auð-
velt að stunda þessa útiveru.” Örn
Smári segir að nokkuð hafi dregið
úr skíðamennskunni eftir að hann
flutti suður og settist í læknadeild-
ina við Háskóla Íslands. „Ég reyndi
þó alltaf að fara öðru hvoru á skíði
þegar tími og færi gafst. En það var
ekki fyrr en að við fjölskyldan flutt-
um til Umeå í Svíþjóð að ég tók til
við þetta að nýju af fullum krafti.
Þótt konan sé Eyfirðingur þá hafði
hún ekki alist upp við að vera á skíð-
um eins og ég en þarna fórum við af
stað öll fjölskyldan. Það var frábært
að stunda skíðamennsku í Umeå.
Þarna voru upplýstar göngubraut-
ir og mjög oft hægviðri. Frostið gat
þó orðið nokkuð enda er Umeå inn
í landi. Ekkert var óvanalegt við að
frostið færi upp í 20° til 25° og þá
var talsverð hætta á að verða fyrir
kali gætti maður þess ekki að klæða
sig vel og vera með húfu á hausn-
um. Maður verður ekki eins var við
kuldann þegar loftið er þurrt og mik-
ið hægviðri.”
Sjö skíðapör í farangrinum
„Þegar við fluttum heim voru sjö
pör af skíðum í farangrinum. Við
hjónin vorum þá bæði með göngu-
skíði og svigskíði og þrír elstu krakk-
arnir voru einnig komin með skíði.
Því lá bent við að halda áfram þegar
heim var komið og við reyndum að
nýta þann tíma vel þegar um skíða-
færi var að ræða. Við fórum m.a.
upp í Jósefsdal og í Hveradali og síð-
an í Bláfjöll og ég man að Arnaldur
elsti sonur okkar fótbrotnaði einu
sinni í skíðaferð. Það aftraði honum
þó ekkert frá því að halda áfram.
Þótt hann hafi búið í Barcelona um
árabil þá kemur hann oft heim og
stundum eru skíðin tekin fram.”
Örn Smári og Rósa hafa allt tíð hald-
ið tryggð við Norðurland þótt þau
hafi búið á Seltjarnarnesi alla götu
frá því þau fluttu heim frá Svíþjóð.
„Við keyptum gamla húsið á Rúts-
stöðum í Eyjafirði þaðan sem kon-
an mín er ættuð og eigum það nú
í félagi við Arnald son okkar. Þetta
gefur okkur gott tækifæri til þess að
halda í tengslin við æskustöðvarnar
og vissulega förum við stundum á
skíði nyrðra. Dóttir okkar er nú flutt
norður og má því gera ráð fyrir að
norðurferðunum fjölgi.” Örn Smári
og Rósa hafa haft fyrir venju að fara
á skíði í Ölpunum einu sinni ár ári.
„Við byrjuðum á þessu fyrir um 20
árum og hefur Alpaferðin verið okk-
ar aðalsumarleyfisferð þótt gjarnan
væri farið í febrúar og stundum í
mars. Við erum einmitt að fara eft-
ir nokkra daga,” sagði hann þegar
myndin var tekin. Við höfum líka
meiri tíma eftir að ég hætti að vinna
en maður er nú kominn á góðan og
virðulegan aldur. Mér líkar þetta
ágætlega. Við erum bæði við góða
heilsu og höfum sérstaklega notið
þess að auka við útiveruna. Ég er
líka að starfa fyrir Rotary hreyfing-
una en það fylgir umdæmisstjóra-
starfi þar að vera viðloðandi stjórn-
arstörf um tíma á eftir.”
NES FRÉTTIR 11
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Ég hef alltaf verið mikið á skíðum
Örn Smári Arnaldsson og Rósa Hjaltadóttir á gönguskíðum á golfvellin-
um á Seltjarnarnesi á dögunum.
Allar almennar reiðhjóla-
viðgerðir - varahlutir
Reiðhjólastandar á vegg og gólf
Opið frá kl. 8-18, laug 10-14.
Örn Smári og Rósa á göngu.