STARA


STARA - 01.09.2014, Qupperneq 3

STARA - 01.09.2014, Qupperneq 3
S T A R A 1.T B L 2 0 14 3 Mikill hugur er í stjórninni og hefur hún eftir síðasta aðalfund unnið hörðum höndum að starfsáætlun fyrir árið 2014 til 2015. Stjórn SÍM telur að helstu baráttumál þessa starfsárs og komandi ára snúi að starfsumhverfi myndlistarmanna og hvernig auka megi almennar tekjur innan greinarinnar. Til að svo megi verða þarf betri yfirsýn og upplýsingar varðandi starfsum- hverfi myndlistarmanna en SÍM býr yfir. Strax í ágúst mun SÍM framkvæma launa- og skoðanakönnun meðal félagsmanna samtak- anna. Niðurstöður hennar verða birtar á nýrri heimasíðu sem mun bera titilinn BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, eftir að úrvinnslu lýkur. Á þeirri heimasíðu munu einnig birtast stutt stuðningsmyndband frá fólki úr þjóðfélaginu og greinar frá starfandi listamönnum. Ætlunin er að miðla niðurstöðum könnunarinnar, upplýsa þjóð- ina um hlutverk myndlistarmanna og nýta síðuna sem þrýstiafl á stjórnvöld. Meðbyrinn með þessari herferð vonum við að hægt verði að nýta til að ganga frá launasamningum við opinber listasöfn og stjórnvöld svo hægt verði að borga listamönnum fyrir að sýna í söfnum landsins. Stjórn SÍM mun senda umsókn um að verða aðildar- félag að Bandalagi háskólamanna (BHM) nk. haust og mun umsóknin verða tekin fyrir á aðalfundi BHM í apríl 2015. BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnu- markaðslegum málefnum félagsmanna sinna. BHM styður við starf aðildarfélaga, eflir þekkingu félags- manna á kjara- og réttindamálum og gætir hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum. Núverandi stjórn SÍM telur tímabært að félagsmenn SÍM hafi aðgang að sjúkrasjóði, styrktarsjóði og orlofssjóði og telur það lið í að styrkja kjarabaráttu listamanna að SÍM gerist aðili að BHM. Stjórnin mun leggja áherslu á samtal og samráð milli stjórnar og félagsmanna og telur að með því verði hægt að styrkja ímynd SÍM innan frá. Stjórn SÍM telur að leiðin að betra starfsumhverfi felist meðal annars í virku samtali sem muni leiða til vitundarvakningar og aukinnar þátttöku félags- manna í starfsemi SÍM. Við í stjórn SÍM fögnum fyrsta fréttariti SÍM og vonumst til að ritið verði eitt skref af mörgum í að efla samtalið milli félagsmanna og stjórnar. Við vonum að það miðli upplýsingum um það sem SÍM stendur fyrir: Hagsmunamál listamanna, menningu, lifandi samfélag og gleði. Stjórnin óskar ykkur gleðilegs sumars og við hlökkum til að takast á við krefjandi en spennandi verkefni á komandi árum. Fyrir hönd stjórnar SÍM Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður „Núverandi stjórn SÍM telur tímabært að félags- menn SÍM hafi aðgang að sjúkrasjóði, styrktarsjóði og orlofssjóði og telur það lið í að styrkja kjara- baráttu listamanna að SÍM gerist aðili að BHM.“

x

STARA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.