STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 11

STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 11
S T A R A 1.T B L 2 0 14 11 Í einhverjum tilvikum var meira að segja farið fram á það við listamenn að þeir gæfu verk fyrir það að fá að sýna. Einkennilegar aðstæður og ein- hvern veginn súrrealískar. En hvað gerir maður ekki fyrir það að fá að sýna á almennilegu safni? Og ef þetta er það sem þarf til og aðrir taka þátt í þessu þá gerir maður það líka. Eða hvað? Okkur finnst það sjálfsagt að fólk fái greidd laun fyrir vinnuna sína; flutningsaðilinn sem flytur verkin, smiðurinn sem smíðar veggi, prentarinn sem prentar sýningarskrá, sýningarstjórinn og sá sem situr yfir sýningunni ættu allir að fá laun. En á þá listamaðurinn sem ver tíma og orku í að setja upp sýninguna ekki að fá neitt? Á hann bara að treysta á að selja eitthvað af sýningunni upp í kostnað? Er það sanngjarnt? Bíddu, leyfðu mér aðeins að hugsa … eee. Svarið er nei, það er ekki sanngjarnt og ekki eðlilegt. Sem betur fer hafa nokkur söfn á landinu gengið á undan með góðu fordæmi og greitt listamönnum einhverja upphæð fyrir vinnuna sem þeir leggja í að setja upp eigin sýningar. Auðvitað er aldrei til nægur peningur til að gera þetta almennilega en þá er bara að gera nýja fjárhagsáætlun og gera ráð fyrir þessum eðlilega kostnaði. Það er að minnsta kosti hægt að byrja á einhverri táknrænni upphæð, það er skref í rétta átt. Eðli sýninga er auðvitað ólíkt og kostnaðurinn einnig og tekjurnar sennilega stærsti óvissuþátt- urinn. Á endanum er þetta allt samningsatriði. En allir hljóta að viðurkenna að það er eðlilegt að allir þeir sem koma að uppsetningu sýningar fái eitthvað greitt fyrir vinnu sína en ekki bara sumir. Best væri að gera þetta í góðri samvinnu milli safna og myndlistarmanna. Það er örugglega ekki hægt að koma á einni nóttu upp einhverju fullkomnu kerfi sem allir eru sáttir við en það er hægt að þoka málunum í rétta átt. Og við þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum, heldur er hægt að líta til dæmis til hinna Norðurland- anna eða Þýskalands til að sjá hvernig málum er háttað þar á bæ. Ég er viss um að hægt er að koma á eðlilegra starfsumhverfi fyrir listamenn, skref fyrir skref. Einn þátturinn í því er að viðurkenna að það sé sjálfsagt að listamenn fái greitt fyrir sína vinnu eins og aðrir. Það er gott fyrir söfnin, samfélagið og listamennina. Hlynur Hallsson er myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hann hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og m.a. sett upp sýningar hjá Nýlista-safninu, Kuckei+Kuckei í Berlín, Villa Minimo í Hannover, Kunstverein Hannover og hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas. Hann er einn þeirra listamanna sem stofnuðu Verksmiðjuna á Hjalteyri 2008 og hefur staðið fyrir fjölda sýninga þar. Hlynur hefur gefið út tímaritið Blatt Blað frá 1994. Hlynur var formaður SÍM 2009-2010, og formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009. Var í stjórn Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 2007-2010 og situr nú í stjórn Listskreytingasjóðs. Hann sat fjórum sinnum á Alþingi sem varaþingmaður VG 2003-2007. Hlynur hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1999 og Lista-háskóla Íslands frá 2001.Hann hefur haldið yfir 60 einkasýningar og tekið þátt í meira en 80 samsýningum frá því hann lauk mastersnámi í myndlist 1997. Nánar á: http://www.hallsson.de „Ég er viss um að hægt er að koma á eðli- legra star fsumhver fi fyrir listamenn, skref fyrir skref. Einn þátturinn í því er að viðurkenna að það sé sjálfsagt að listamenn fái greitt fyrir sína vinnu eins og aðrir.“

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.