STARA - 01.09.2014, Side 17

STARA - 01.09.2014, Side 17
S T A R A 1.T B L 2 0 14 17 Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir opnar sýninguna „Myndlistar Virkni – Virkni Myndlistar – hvernig sem það er skilgreint – þá er virknin alltaf til staðar!“ í SÍM-salnum 10.júlí og stend- ur sýningin til 30.júlí. Katrín verður með listamannaspjall 13.júlí sem verður auglýst nánar síðar. Í listsköpun sinni gerir Katrín sér að umfjöllunarefni landslag og vistkerfi myndlistar samtímans á Íslandi sem hún fléttar á óvenjulegan og persónulegan hátt inn í verk sín. Hún notar til þess hvern þann miðil sem henni þykir henta, blandar saman gjörningum, fræðimennsku, teikningum, höggmyndum, textum, ljósmyndum og myndbandsmiðlinum. Þá er Katrín ötul við störf í þágu myndlistar. Hún hefur komið að stofnun sýningarrýma, tekið saman og rannsakað skrif um myndlist í verkefninu Íslensk samtímalistfræði, situr í ritstjórn tímaritsins Ende- mi, hefur setið í nefndum og stjórnum, skipulagt og tekið þátt í málstofum og er ein stofnenda verkefnis- ins Contemporary.is. Yfirlýst markmið Katrínar er að lifa af og bjarga heiminum með myndlist. Í Nýlistasafninu er nýafstaðin einkasýning Katrínar. Sýningin bar heitið 6. bindið. Hún var byggð á verk- um listamanna og skrifum fræðimanna sem Katrín valdi í því skyni að skilgreina samtímalist út frá þeim áhrifum sem samtímalistsamfélagið á Íslandi hefur haft á hana. Markmiðið er að gera „samsýningu allra íslenskra samtímalistamanna“ og vekja með því hugleiðingar um fagurfræðilegt og pólítískt sam- hengi myndlistar. Katrín handgerði nokkur hund- ruð skúlptúra í formi verðlaunabikara sem hún nefndi Þakkarskúlptúra og gaf út 6. bindi íslenskrar listasögu í nokkur hundruð eintökum. Katrín Inga lauk nýverið MFA námi í myndlist frá School of Visual Arts, New York. Hún lauk BFA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og BA-gráðu úr listfræði við Háskóla Íslands árið 2012 með ritlist sem aukafag. Katrín Inga var Fulbright stryrkþegi árið 2012, hlaut styrk úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur 2013 og hlaut viðurkenningu frá lista- sjóði Dungal 2012. Myndlistar Virkni – Virkni Myndlistar – hvernig sem það er skilgreint – þá er virknin alltaf til staðar! Text i Si l ja Pálmadót t ir og Berg l ind Helgadót t ir Ljósmy nd Katr ín I J Hjördí sardót t ir

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.